Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 92
82
ferðarmestar eru garðplöntur (jurtir, runnar og tré), nokkrar hafa verið fluttar inn sem fóður-
plöntur, sem matjurtir eða til landgræðslu. Aðeins örfáar hafa tekið sér bólfestu í náttúrlegum
gróðurlendum. Ef skoðuð er útbreiðsla tegunda sem breiðst hafa út á nýliðnu árhundruði
verður augljóst að það eru fyrst og síðast erfið vaxtarskilyrði (loftslag) sem takmarka landnám
og útbreiðslu, ekki samkeppni við innlendan gróður sem líklega skiptir sköpum fyrir afdrif
innfluttra tegunda í mörgum (flestum?) öðrum löndum. Sumir hafa talið litla ástæðu til að
hafa áhyggjur af útbreiðslu innfluttra tegunda á Islandi, eða jafnvel talið hana vera af hinu
góða. Þess eru þó mörg dærni erlendis frá, og einkum frá afskekktum eyjum, að slíkar
tegundir hafi orðið að ill- eða óviðráðanlegum plágum, útrýmt innlendum tegundum og breytt
heilum vistkerfum með mjög óæskilegum afleiðingum (sjá t.d. Sigurð Magnússon 1997).
Áhyggjur líffræðinga stafa ekki síst af því að áhrif slíkra ágengra tegunda kunna að vera
óafturkræf; reynsla annarra þjóða sýnir að það er oft ómögulegt að að uppræta plöntutegund
sem orðin er útbreidd. Mistök í landgræðslu geta því verið enn dýrkeyptari en sú ofnotkun
lands sem leiddi af sér hina upphaflegu gróðureyðingu sem menn vilja nú bæta fyrir.
Eins og er eru það einkum tveir hópar plantna sem líklegir eru til að breiðast út í íslenskri
náttúru. í öðrum er alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), en í hinum víðitegundir (Salix). Inn-
flutningur víðisins er nýlegri, en teikn eru á lofti um að muni breiðast lrratt út. Mér er ekki
kunnugt um að það hafi verið raimsakað hvort hami getur kynblandast við íslenskar víði-
tegundir, en víðitegundir eru einmitt vel þekktar fyrir greiða blöndun milli tegunda. Slik
blöndun gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenska víðistofna og á íslensk gróðurlendi.
Alaskalúpínan á sér nú ríflega 50 ára sögu í landinu. Lengi vel breiddist hún lítið út, en út-
breiðsluhraðinn er nú feiknarlega hraður, bæði vegna þess að henni hefur verið markvisst
dreift og vegna minni beitar. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um það að alaskalúpína er
umdeild planta. Ekki er um það deilt að hún er afkastamikil við uppgræðslu, en margir grasa-
fræðingar hafa varað við líffræðilegum álirifum af útbreiðslu hennar (t.d. Eyþór Einarsson
1997) og hefur Hörður Kristinsson (1997) orðað það svo að Iúpína sé „nœrri jafn ajkastamikil
við gróðureyðingu eins og við uppgrœðslið'. Sjálf hef ég líkt óheftri dreifmgu lúpínu um
landið við vistfræðitilraun í risamælikvarða þar sem fullkomin óvissa ríkir um útkomuna.
Næsta víst má telja að lúpína á effir að hafa veruleg áhrif á ásýnd íslenskra sveita, á íslenskan
gróður og á líffræðilega fjölbreytni. Um landslagsálrrifm geta menn deilt, þ.e. hvort umskiptin
séu til fegurðarauka eða ekki, en íslenskir líffræðingar eru margir mjög uggandi urn áhrif
hennar á íslensk vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni.
...tilheyrðu þessum kotrassi heitar uppsprettur meó valnsmagni sem nœgja mundi til að hita upp New
York.
Halldór Laxness, Innansveitarkronika.
Þarna er Halldór Laxness að lýsa „mesta örreytiskoti Mosfellshrepps, Hlaðgerðarkoti þar
sem ekki skín sót. í hinu forna hundraðsmati á jörðurn skiptu hlunnindi, s.s. veiði, reki. dún-
tekja, reki, skógur til kolagerðar eða riflirís verulegu máli fyrir jarðarmat. Þessi hlunnindi eru
nú að mestu aflögð. að lax- og silungsveiði undanskilinni. Með tilkomu hitaveitu varð jarðhiti
að verðmætum hlunnindum, eða eins og Laxness heldur áfram: “ Fyrir þetta vatn voru Stefáni
goldnarfjárupphœðir hœrri en menn höfðu áður kunnað að nefna hér á landf’.
Hvað verða eftirsóknarverð hlunnindi í þéttbýlum, menguðum og hávaðasömum heimi
21. aldar? Nú eru teikn á lofti um að náttúrufegurð og návist við náttúruperlur séu að verða
hlunnindi sem skila sér í hærra jarðarmati. Hlýtur sú þróun ekki að haida áfram, og raunar
fleygja fram? Oft hafa menn spáð stóraukinni ásókn útlendinga í jarðir hér á landi. Er það
fremur spurning um hvenær eða hvort sá tími muni koma? Hvort sem mönnum líkar það betur
eða verr er næsta víst að viðhorf, verðmætamat og þarfír þeirra sem búa í þéttbýli muni hafa
vaxandi áhrif á landnýtingu og þar með á svipmót íslenskra sveita. Þetta sjáum við t.d. nú