Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 162
152
RflÐUNflUTflfUNDUR 2001
Mjólkurframleiðslan í nýju umhverfi - Af sjónarhól eldri bónda
Jóhannes Torfason
bóndi, Torfalœk
INNGANGUR
Þegar Ijalla skal um efnið ,.Mjólkurframleiðslan í nýju umhverfi“, og auk þess séð frá
reynsluheimi kúabónda með liðlega þrjátíu ára eigin rekstur að baki, er nokkur vandi á
höndum. En sagan hefur kennt að breytingar frá fortíð til nútíðar gefa góðar vísbendingar um
þróun frá nútíð til framtíðar og því er rétt að skyggnast aðeins til baka.
Árið 1970 var mjólkurframleiðslan um 100 millj. lítrar og innlegg í Flóabúið 35 millj.
lítra og 21 millj. lítra á Akureyri. Verðlagsgrundvöllurinn gerði ráð íyrir 29.500 lítra fram-
leiðslu á hverju búi sem voru um 93% af tekjum nautgripa. sem aftur voru tæp 60% af bús-
tekjunum. Væru allar afurðir búsins umreiknaðar til mjólkur jafngiltu þær um 55.000 lítra
framleiðslu.
Á þessum tíma voru einhæf kúabú fremur sjaldgæf. Mjólkurframleiðendur voru um 3400
talsins og meðalnyt kúnna um 3000 lítrar.
Nú, þrjátiu árum síðar, er mjólkurframleiðslan litlu meiri og stóru samlögin taka á móti
örlítið meiri mjólk til vinnslu. Hins vegar er útflutningur mun minni en þá var og það er
neysla hvers íbúa líka. Nytin hefur vaxið um á annað þúsund lítra, meðalbúið er að framleiða
þrisvar sinnum rneiri mjólk en þá og fjöldi mjólkurframleiðenda er um 1000 eða tæpur
þriðjungur af því sem þá var. Þessari tölu mjólkurframleiðenda hafði ég reyndar spáð urn
1990.
Allt er þetta kunnuglegt. Hvað um umhverfi bóndans? Vinnuálag, kvóta, faglega aðstoð,
efnalega afkomu, framtíðarsýn..
FJÓSIN OG FRAMLEIÐNI VINNUNNAR
Fyrir urn þrjátíu árum voru byggð nokkur lausagöngufjós með legubásum og mjaltagrylju. En
fjósgerðin vakti þá óskiljanlega tortryggni margra leiðbeinenda og bænda, en nú eru menn hér
á landi sem betur fer að uppgötva þessa fjósgerð á ný, enda hefur hún verið ráðandi á Norður-
löndum í 10-15 ár. Þegar ég hóf búrekstur fyrir rúmlega þrjátíu árurn var byggt á Torfalæk
eitt fyrsta legubásafjósið á landinu. Það gaf færi á að framleiða 100-120 þúsund lítra með
ámóta mikilli vimiu og ætluð var til framleiðslu á verðlagsgrundvallarbúinu.
Þegar horft er til tækniframfara við ijósbyggingar. fóðuröflun og fóðrun, breytingar á af-
urðahæfni kúnna, og vonandi betri verkkunnáttu bænda, má gera ráð fyrir a.m.k. 2% árlegri
framleiðniaukningu við mjólkurframleiðsluna. Þetta þýðir að hafi einn maður getað framleitt
100-120 þúsund lítra árið 1970 rnegi ætla að sömu vinnu þurfi til að framleiða 180-220 þús.
lítra í dag.
Ég tel að 2-3% framleiðniaukning vinnuaflsins, sem birtist í formi afkastaaukningar og
sem er afleiðing kynbóta, tæbiiframfara o.þ.h., sé ekki óeðlileg krafa. Þetta þýðir að bú-
stærðin getur tvöfaldast á 23-35 árum og þá er ég að tala um óbreytt vinnuframlag. í hærri
tölunni felst rnjög hörð framleiðnikrafa, en telja má að tvöfoldun bústærðar eða afkasta á 30
árurn sé raunhæft. Þetta gerist fyrst og fremst hjá nýjum bændum í nýjum íjósum og aðeins að
hluta á starfsævi hvers bónda.