Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 50
40
Til að ná þessum pólitísku markmiðum var nauðsynlegt að leggja fram fjármuni til að
styrkja bændur til umbreytinganna því beinn kostnaður var óumflýjanlegur, ekki síst í búijár-
ræktinni og framleiðni rekstrareininganna hlaut að minnka. Styrkir til að ná pólitískum mark-
miðum er að sjálfsögðu ekkert nýtt, reynt hefur verið að minnka framleiðslu með greiðslum
fyrir að rækta ekki, eða að minnsta kosti ekkert ætt. Landbúnaður hefur verið styrktur þar sem
búrekstur er dýr eða erfiður vegna staðhátta. Hér á landi hafa búháttabreytingar verið styrktar.
Styrkir til umskipta eru þannig aðeins einn flokkurinn enn i styrkjakerfi sem fyrir bjó við
ótrúlega hugmyndaauðgi og ijölbreytni.
MARKMIÐIN
Til að rökstyðja stuðning til umbreytingar var auðvelt að vísa til þess sem að ofan segir, líf-
rænn bóndi mengar ekki með því sem hann notar ekki. Efni sem ekki eru notuð fimrast ekki í
afurðunum. Það er mjög auðvelt að einfalda hlutina þannig, en ég hef þá trú að megindlegar
reglur stjórnvalda um notkun áburðar og varnarefna hafi haft meira að segja um betra ástand
grunnvatns en aukning lífræns landbúnaðar. Það er alls ekki sjálfgefið að útskolun næringar-
efna sé minni frá lífrænum búskap, hins vegar hlýtur lífrænum bændum að vera meira í mun
að missa ekki burtu næringarefni því þau verða ekki bætt.
Fleira mætti segja urn ýmislegt jákvætt sem talið er lífræmii ræktun til gildis. Tökurn sem
dænri staðhæfingu um að lífræn ræktun leiði til aukningar á húmusmagni jarðvegs. Það er
ekkert leyndarmál að langvarandi opin ræktun, til dæmis korns, leiðir til lækkunar á
húmusmagni. í líífænni ræktun er mikið lagt upp úr skiptiræktun, korn, gras, belgjurtir, og
nýtingu búijáráburðar og safnhauga. Þetta hækkar húmusmagn og þar með langtímafrjósemi
jarðvegs. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að skynsamleg notkun tilbúins áburðar og
varnarefna korni í veg fyrir þetta, kannski frekar hið gagnstæða. Að bera saman einliliða korn-
rækt og búskap með húsdýrum er að bera sarnan epli og appelsínur.
Stundum er vísað til þess að lífrænar vörur beri í sér aukin mælanleg gæði, bragð,
vitamín og þessháttar. í flestum tilfellum hygg ég að þetta megi rekja til þátta sem eru í raun
óháðir regluverkinu sem slíku. Taka má dæmi af eggjum, margir fullyrða að lífræn egg séu
betri en önnur og það er gjarnan tengt því að þær ganga á grasi og gólfi. Það þarf ekki lífræna
vottun til þess. Svipað má segja um sláturdýr sem eru orðin eldri vegna minni fóðurstyrks og
grænmeti sem er þurrefnisríkara vegna hægari vaxtar. Þetta leiðir vissulega af vottuninni, en
hún er ekki forsenda.
Lífræn ræktun eykur dýralíf í jarðvegi, ekki síst ánamaðka. Þar gildir hið sama og um
húmusinn, bera verður saman hliðstæður. Anamaðkurinn verður að hafa eitthvað að éta og ill-
gresislaus kornakur er ekkert jólahlaðborð. Skynsamleg notkun áburðar og varnarefna er varla
takmarkandi í sjálfu sér fyrir vöxt og viðgang ánamaðksins og annaira jarðvegslífvera.
Lífrænir búskaparhættir leiða af sjálfu sér til ýmissa jákvæðra breytinga, en fráleitt að
láta eins og hefðbundinn búskapur geti það ekki líka. Málið snýst ekki síður um búgerð en
hvaða reglum er fylgt.
AÐLOKUM
Ég gaf niðurstöðu þessarar umfjöllunar í upphafi erindisins, að skoða beri lífrænan landbúnað
sem eðlilegan hluta almenns landbúnaðar. Og ég vil bæta því við að öflugur lífrænn land-
búnaður er styrkur fyrir hinn hefðbundna. Lífræmr landbúnaður hefur án efa aukið verðskyn
neytenda á þann góða hátt að lágt verð er ekki það eina sem líta ber til. Hann veitir samkeppni
og aðhald sem markaðsfræðin segja að leiði aðeins til góðs. Samkeppni frá lífrænum land-
búnaði er líka úr ,,jákvæðri“ átt; hún kemur frá dýrari vöru þar sem viðhafðir eru framleiðslu-