Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 152
142
Fleiri breytingar verða ekki nefndar að sinni. Mikilvægara er að veita því fyrir sér
hvernig ofangreind þróun hefur áhrif á „dette Problem“ með mjaltirnar. Nokkuð ljóst er að
áherslur á vinnuafköst halda áfram að aukast, en samtímis verður gæðaþátturinn mikilvægari
en nokkru simii. Þessu tengist öflugt gæðaeftirlit og fyrirbygging sjúkdóma. Gæðaeftirlit til
að sannfæra neytendur um gæði vörunnar, fyrirbygging sjúkdóma til að geta látið kýrnar
mjólka í rneir en tvö ár. Þessir tveir þættir, eins mikilvægir og þeir kunna að vera, eru utan
efni þessa pistils. Hér verður fyrst og fremst horft til afkasta og gæða mjaltavinnunnar.
Aköst og gæði rnjalta eru háð samspili tækni, mjaltamanns og gripa. Líturn nú á hvern
þessara þátta fyrir sig.
MJALTATÆKNI
Á ráðunautafundi sl. árs voru kynntar nokkrar álitlegar tælcninýjungar við mjaltir (Snorri
Sigurðsson 2000, Lárus Pétursson 2000). Ljóst er að til er fjöldi tæknilausna sem létta mjög
vinnu og auka aflröst við mjaltir, hvort sem er á básum eða í mjaltabás. Varla er þó þörf á sér-
stakri kynningu á þessum lausnum hér. Hins vegar er ekki hægt að hefja umræðu urn mjalta-
tækni án þess að minnast á mjaltaróbóta. Þessi tækni er nú komin í nokkur fjós hérlendis og í
gangi er samstarfsverkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og Hagþjónustu landbúnaðarins þar sem unnið er á úttekt á sjálfvirkri mjaltatækni.
Tveir bæir hafa notað mjaltaróbóta sl. tvö ár. Sú reynsla sem safnast hefur er dýrrnæt.
Hún sýnir að tæknin virkar mjög svipað og búast mátti við:
• Mjaltatíðni er hliðstæð því sem gerist víðast erlendis (2,4-2,8 mjaltir á dag (sjá t.d.
de Konig og Ouweitjes 2000)).
• Nyt kúnna eykst eða stendur í stað. Ekki er hægt að draga einhlítar ályktanir af
hérlendri reynslu, en erlendis nrælist oftast 6-15% aukning í nyt (Caja o.fl. 2000,
Gunnarsson 2000, Svennersten-Sjaunja o.fl. 2000).
• Mjólkurgæði hafa batnað eða staðið í stað á íslensku bæjunum tveimur, en erlendis
er algengt að fnimutala og gerlatala hækki lítillega hjá þeim bæjurn sem taka sjálf-
virkar mjaltir í notkun (Klungel o.fl. 2000, Vorst og Hogeveen 2000, Justesen og
Rasmussen 2000).
• Tiltölulega auðvelt veitist að venja kýrnar á að nota mjaltaróbótann. Á báðurn
bæjunum voru nokkrar kýr sem ekki var hægt að mjólka með róbótanum. Á öðrurn
bænum eru þær enn mjólkaðar í mjaltabás, á hinurn var þeirn slátrað. Lítið er af
erlendum heimildum urn þetta efni. Dönsk skoðanakönnun er náði til 45 bænda
leiddi í ljós að á 78% bæjanna voru færri en 10% kúnna ótækar (Kristensen 2000).
Artmann og Bohlsen (2000) ræða einnig þetta vandamál, en birta ekki viðmiðunar-
tölur.
Nokkur atriði kreijast nánari athugunar. Fyrst ber að nefna vinnusparnað við það að
skipta frá hefðbundnum mjöltum til sjálfvirkra mjalta. Tölur urn viimusparnað eru mjög
breytilegar milli heimilda, enda er mjög misjafnt hvað er borið saman.
Sem dæmi má taka þýska athugun á Qórum bæjum með mjaltaróbóta sem bar saman
rauntölur fyrir viimunotkun og staðlaðar tölur fyrir mjaltir á sama fjölda kúa í mjaltabás. í ljós
kom að miðað við stöðluðu tölurnar var vinnutíminn á bæjunum frá því að vera 27% rneiri til
þess að vera 46% miimi (Artman og Bohlsen 2000). Höfundarnir sáu sérstaka ástæðu til að
taka fram að á bænum. sem hafði meiri vinnunotkun en ætla mætti að hefði þurft í mjaltabás.
voru of margar kýr á hvem róbóta. Eins ber að líta til þess að fjöldi kúa á bæjunum var á
bilinu 47-116 árskýr, mismunandi tegundir mjaltaróbóta voru notaðar og tæknin hafði verið í
notkun mislengi. Allt hefur þetta áhrif á hversu mikla viimu þarf að inna af hendi. Breytileiki
milli bæja hefur einnig mikið að segja þar sem fáar athuganir eru til staðar. Þannig var vinnu-