Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 300
290
rAðunrutrfundur 2001
Plöntulíftækni
Björn Lárus Örvar1 og Einar Mantyla2
Líftœknistofu Keldnaholti (‘Iðntœknistofnun, 2Rannsóknastofnun landbúnaóarins)
HVAÐ ER PLÖNTULÍFTÆKNI?
Plöntulíftækni er eins konai- líffræðileg upplýsingartækni sem byggir á þeim framforum er
orðið hafa í sameindalíffræði plantna síðustu tvo áratugina. Erfðavísir (gen) sem geymir upp-
lýsingar um eftirsóknarverðan eiginleika er einangraður og síðan feijaður yfir í plöntufrumu.
Ný planta er síðan ræktuð úr þessari frumu. Plantan notar upplýsingamar í nýja erfðavísinum
til framleiðslu á próteini sem ákvarðar viðkomandi eiginleika.
Mikilvœgi plöntulíftœkninnar
Flutningur framandi erfðavísa, sem ákvarða eftirsóknan'erða eiginleika, í plöntur opnar alveg
nýja, lífræna möguleika í líftækni, lyfjaframleiðslu, iðnaði og landbúnaði með því að:
• búa til ný afbrigði nytjaplantna sem þoia t.d. betur þurrk. háa seltu í jarðvegi, kulda
og mengun. Jaðarsvæði, sem í dag eru ónýtanleg í landbúnaði, gætu þá nýst til rækt-
unar (FAO, IFPRI),
• bæta sjúkdómsvamir nytjaplantna og ræktunareiginleika og stuðla þannig að minni
notkun eiturefna,
• auka næringargildi og hollustu mikilvægustu nytjaplantnanna, t.d. maíss og hrís-
grjóna, og draga þannig úr næringarskorti, sérstaklega í þriðja heiminum,
• nýta plöntur til að framleiða ýmis verðmæt efni á ódýrari, sjálfbærari og öruggari
hátt en hingað til hefur verið mögulegt.
ORF LÍFTÆKNI
ORF Líftækni er e.t.v. dæmi um hvernig auka má íjölbreytni í landbúnaði framtíðarinnar, þar
sem gruimurinn að nýsköpun er sóttur í nýjar hugmyndir og rannsóknir, ásamt þeirri þekkingu
og reynslu sem hefðbundinn landbúnaður hefur að geyma. Þar sem landbúnaður nýtur góðs af
þróunarstarfí og þekkingarleit á mörgum sviðum. ORF Líftækni vinnur að hönnun og fram-
leiðslu á græmim smiðjum (bioreactors) sem hægt er að nota í nýrri gerð ræktunar, svokallaðri
sameindarœktun (molecular farming).
Grœn smiðja til nýsköpunar
Græn smiðja er erfðabætt planta sem framleiðir sérvirk prótein, yrkisefni, í miklum mæli eftir
forskrift erfðavísis sem hefur verið sérhannaður. Með þessum líftæknilegu aðferðum er hægt
að stýra því hvar í plöntunni yrkisefnið hleðst upp, hvenær það gerist og síðan hvemig má
einangra það og hreinsa.
Grœn smiðja í samanburði vió önnur framleiðslukerfi á verðmœtum próteinum (bakteríur,
gersveppir)
• Mikil gæði próteina.
• Hægt að framleiða samsett prótein.
• Framleiðslukostnaður lágur.
• Mikil framleiðslugeta.
• Framleiðsluaukning auðveld og ódýr.
• Áhætta vegna aðskotaefna og smits lítil.
• Lágur geymslukostnaður.