Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 236
226
Námið tekur þrjú ár hið minnsta, þá útskrifast nemendur með BSc próf (90 einingar) í bú-
fræðum. Að því loknu geta þeir bætt við sig eins árs sémámi og rannsóknaþjálfun og braut-
skrást með kandídatsgráðu í búfræðum (120 einingar). Skólaárið skiptist á tvær 15 vikna annir
og ljúlca nemendur að jafnaði 15 einingum á önn. Að kennslu við brautina koma íjölmargir
sérfræðingar, auk heimamanna. t.d. frá bútæknideild Rala og fleiri sviðum Rala, Hagþjónustu
landbúnaðarins, Bændasamtökum íslands. íslenskri erfðagreiningu o.fl.
FAGLEG ÁBYRGÐ Á NÁMINU
Ábyrgð á námsframboði búfræðibrautarinnar er í höndum kennslunefndar sem í sitja kennslu-
stjóri, tveir fulltrúai- nemenda og deildarstjórar fagdeilda Landbúnaðarháskólans, en þær eru:
• Jarðræktar- og landnýtingardeild. Deildarstjóri dr. Ríkharð Brynjólfsson prófessor.
• Búfjárdeild. Deildarstjóri dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor.
• Tækni- og rekstrardeild. Deildarstjóri dr. Bjarni Guðmundsson prófessor.
• Umhverfis- og skipulagsdeild. Deildarstjóri dr. Þorsteinn Guðmundsson dósent.
MEGININNT AK NÁMSINS
Rauði þráður námsins er búfræði frá öllum hliðum, hvort sem fjallað er um ræktun fóðurs
fyrir búféð, fóðrun, kynbætur, húsvist og velferð. Fjallað er um auðlindir, landið og búféð frá
vísindalegu sjónarhorni með áherslu á líffræði, jarðvegsfræði, efnafræði o.fl. Veitt er innsýn í
tækni sem lýtur að nýtingu auðlindanna, s.s. vinnuaðferðir, vinnuumhverfi, vélar og tæki.
Fjallað er um efnahagslegar forsendur auðlindanýtingarinnar frá sjónarmiði búrekstrar í sátt
við náttúruna, almenning og samfélagið í heild. I náminu gefst kostur á verulegri sérhæfmgu í
verkefnavali innan námsgreina. Þá er 5 eininga lokaritgerð á 6. önn sjálfvalið efni, samþykkt
af leiðbeinanda. Á fjórða ári gefst ennfremur kostur á víðtæku vali upp á 18 einingar, auk 9
eininga BSc ritgerðar til kandítatsprófs.
STÖRF AÐ NÁMI LOKNU
Námið tekur mið af þörfum þeirra er starfa vilja við leiðbeiningar, rannsóknir og/eða kennslu
í búfræðum eða búskap. Þá felst í náminu breiður líffræðilegur grunnur sem nýtist vel fólki
sem t.d. fæst við kennslustörf hvort sem er á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi. Þá hafa
nemendur deildarinnar í gegnum tíðina verið máttarstólpar í félagskerfi landbúnaðarins og
landsbyggðarinnar.
FRAMHALDSNÁM
Reynslan af „gömlu" búvísindadeildinni hefur sýnt að námið veitti góðan grunn til framhalds-
náms í búfræðum og skyldum greinum við erlenda háskóla. Þá hefur hlutur grunngreina verið
aukinn nokkuð í þeirri nýju búfræðibraut sem að framan er lýst, þannig að nemendur LBH
verða enn betur í stakk búnir til að takast á við æðri menntun hvar sem er í heiminum. Þar eru
margir spennandi kostir sem vert er að skoða fyrir nýútskrifaða kandídata í búfræðum. Þá eru
möguleikar á að taka mastersnám við LBH í samstarfi við aðrar háskólastofnanir.