Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 93
83
þegar sem kargþýfða hrossahaga í nágrannasveitum Reykjavíkur. Sumarbústöðum hefur
ijölgað gífui'lega og einkurn í nágrenni Reykjavíkur á Suðurlandi og Vesturlandi. Það kann að
virðast með ólíkindum, en mun meira land hefur nú verið lagt undir skipulagða sumarbú-
staðabyggð en hefur farið undir þéttbýli á íslandi.
„Yfir í Fjördum allt er hljótf‘
Böðvar Guðmundsson, Næturljóð úr Fjörðum.
Sú var þróun alla síðustu öld, hér á landi eins og alls staðar í heiminum, að fólk flykktist
frá sveitum til borga. Því er spáð að á fyrri hluta þessarar aldar muni um 80% jarðarbúa lifa í
þéttbýli. Nátengt vangaveltum um ásýnd íslands á 21. öld, sem ég hef ekkert minnst á, er
spurningin um hvort afskekktar sveitir muni að þessari kynslóð genginni hreinlega leggjast í
eyði. Ég ætla mér ekki þá dul að spá í þau óhemjulegu félagslegu áhrif sem slíkt myndi hafa,
eða frekari grisjun dreifbýlla sveita, en halda mig við náttúrufarslegu áhrifm. Það má samt
ekki gleyma því að mörg þessara svæða, t.d. á Vestijörðum, í Dölunum og á Austfjörðum eru
utan hins virka gosbeltis og því ekki nærri eins viðkvæm fyrir sauðfjárbeit og flestir afréttir
miðhálendisins sem af gróðurverndarástæðum á að friða fyrir beit.
Hvað sem því líður bendir allt til þess að á næstu árum muni skilja meira milli landshluta
en áður í landnýtingu og það mun fljótlega skila sér í breytingum á gróðurfari. Ef hætt verður
að beita hina stóru afrétti miðhálendisins verður e.t.v. farið að halda fé meira í byggð sem
rnyndi vega upp á móti léttara beitarálagi vegna færra ijár. Þar sem búijárbeit hverfur munu
verða verulegar breytingar á landi. Víða mun graslendi hverfa undir kvist, víði (loðvíði eða
gulvíði) eða birki þar sem fræ er fyrir hendi og ætihvönn gæti breiðst út við ár og læki. Rækt-
aða landið mun taka annars konar breytingum a.m.k. fyrst í stað með sinu eða sóleyjar-
breiðum. Það sýnir sig gróðurbreytinga gætir oft rnjög fljótlega eftir friðun. Nefna má t.d.
breytingar sem mðu eftir að þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var friðaður og birki og gul-
víðir spruttu ótrúlega fljótt upp, enda fræuppspretta nálæg. Gömlu túnin í Skaftafelli eru
óðum að hverfa undir stóra kringlótta gulvíðirunna. Það er hins vegar afar misjafnt hvað
auðnirnar gróa liratt upp: sums staðar tekur gróður fljótt við sér í kjölfar friðunar, en annars
staðar gerist sáralítið áratugum saman. Við vitum ekki enn hvaða umhverfisþættir skipta máli,
en við því er mikilvægt að fá svör.
LOKAORÐ
Ég hef nú stiklað á stóru um breytingar á ásýnd íslands frá landnámi og til okkar daga og
varpað frarn fleiri spurningum en ég hef svarað. í því felst nokkur þversögn að búseta hefur
óvíða haft jafn afdrifaríkar afleiðingar fyrir gróður og hér á landi, en jafnframt má halda því
fram að íslendingar hafi engu síður markað grynnri spor í lífríki lands síns en flestar aðrar
þjóðir. Allt landið er nú orðið skipulagsskylt með skipulagsáætlanir á mismunandi stigum;
svæðisskipulag (áætlun fyrir fleiri en eitt sveitarfélag til minnst 12 ára), aðalskipulag (fyrir til-
tekið sveitarfélag fyrir minnst 12 ár) og deiliskipulag fyrir afmarkaða reiti innan sveitarfélags.
Með slíkri heildstæðri áætlunargerð ætti að vera svigrúm til að skilgreina og skipuleggja land-
nýtingu til framtíðar. Víða erlendis sæta slíkar skipulagsáætlanir mati á umhverfisáhrifum.
Það er enn ekki gert hér á landi, en mun vafalítið koma.
Það fer varla á milli mála að við stöndum á krossgötum i landnýtingu og þróun búsetu á
næsta áratug mun hafa veruleg áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Búast má við að meiri
rnunur verði á landnýtingu milli landshluta en verið hefur hingað til. Allar breytingar á bú-
skaparháttum og landnýtingu hafa áhrif á gróður og landslag. Sumar fyrirhugaðar nýjungar í
ræktun geta haft mikil og varanleg álirif á íslenskt lífríki. Ég nefndi áðan nytjaskógrækt, en
raunar gildir alveg sama um stórfellt fiskeldi. Eigi hið fornkveðna, að í upphafi skulu menn