Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 81
71
Mikil binding koleíhis fylgir sjálfkrafa allri landgræðslu og skógrækt hér á landi. Átak í
að bæta landkosti fyrir komandi kynslóðir felur því sjálfkrafa í sér átak í að vernda loftslag og
mæta skuldbindingum íslands gagnvart .,Kyoto bókuninni‘‘. Vænta má að vegna þessa sam-
hengis verði stórauknu fjármagni varið til landgræðslu og skógræktar á næstu árum, sem
rnyndi bæði bæta rekstrarskilyrði landbúnaðarins og styrkja byggðir.
VISTFRÆÐILEGA SJÁLFBÆR LANDNÝTING OG SKIPULAG LANDBÚNAÐAR
Líklegt er að miklar breytingar verði á næstu árum á beit og búíjárhaldi. Öll matvælafram-
leiðsla verður í framtíðinni háð ströngu gæðaeftirliti, sem m.a. þarf að fela í sér að ekki sé
gengið á gæði náttúrunnar né framförum hamlað á illa förnu landi. Vægi búgreina og byggða-
munstur er að breytast, og þar með viðhorf gagnvart ábyrgð á búfénaði og ástandi lands.
Gœðavottun í bújjárrœkt og úrbótaáœtlanir
Gæðavottun í búijárrækt sem felur í sér sjálfbæra landnýtingu á sér einkum tvennar rætur.
Annars vegar tengist hún vaxandi alþjóðlegri kröfu um að allur opinber stuðningur við Iand-
búnað sé háður umhverfisvernd. Hins vegar að slík vottun hafi jákvæð markaðsleg áhrif og
stuðli að auknum velvilja almennings og stjómvalda gagnvart landbúnaðinum.
Samningur sauðfjárbænda og ríkisins árið 2000 markaði tímamót í vistfræðilega sjálf-
bærri framleiðslu sauðfjárafurða. Tenging greiðslna ríkisins til sauðfjárbænda við landnýtingu
og ástand lands, ásamt fleiri þáttum, gerir mikla kröfu til þess að vottunarkerfíð sé traust.
Gera þarf miklar kröfur um að vottunin sé trúverðug, ekki síst gagnvart skattgreiðendum, en
jafnframt þarf að gæta þess að elcki sé farið of geist af stað.
Gæðavottun í hrossarækt. sem einnig markaði tímamót árið 2000, mun væntanlega
byggjast hratt upp og útrýma að miklu leyti vandamálum vegna hrossabeitar. Vottunin byggir
á frumkvæði hestamanna og á ekki rætur í beinni tekjutengingu eins og í framleiðslu sauðfjár-
afurða, heldur von urn aukna velvild og sölu.
Gagnabankinn Nytjaland, samstarfsverkefni Rala, Landgræðslunnar og Bændasamtak-
anna. er að byggjast hratt upp, en honum er m.a. ætlað að afla og halda utan um ýmsar grunn-
upplýsingar um jarðir og beitilönd. Vottunaraðilar munu fá hluta af nauðsynlegum upplýs-
ingum úr þessum grunni, en samhliða þarf nánari úttekt á mörgum jörðum. Það verður m.a.
gert í gegnum verkefnið Betra bú, sem kynnt er í veggspjaldahluta fundarins. Þetta verkefni,
sem á upphaf sitt í landgræðslu- og landný1;ingaráætlunum Landgræðslunnar, mun vonandi
þróast í alhliða tæki til að halda utan um skipulag bújarða í samstarfi bænda og stofnana
landbúnaðarins. „Betra bú“ sækir grunnupplýsingar í „Nytjaland“ til nákvæmari vinnu við
áætlanagerð.
Grundvöllur þess að vel gangi með landgæðaþáttinn í vottunarkerfi sauðíjárræktarinnar
er að bændur eigi kost á að leggja fram úrbótaáætlanir vegna landnýtingar og landbóta og fá
vottun ef hún er staðfest. Þá er jafnframt hægt að gera meiri kröfur í vottuninni, sem eykur
gildi hennar, án þess að skerða afkomumöguleika bænda. Verkefnið Betra bú er kjörimi sam-
starfsvettvangur við gerð slíkra úrbótaáætlana, sem færu síðan í staðfestingarferil með mál-
skotsrétti til landbúnaðarráðherra.
Framkvæmdir sem staðfesta úrbótaáætlanir þurfa væntanlega mikið fjármagn. Það gæti
m.a. komið frá sjóðurn landbúnaðarins, Landgræðsluáætlun 2001-2013 og arftökum hennar,
cn vænlegast er stórt átak í bindingu kolefnis með það að markmiði að Islendingar geti mætt
þeim hlutum „Kyoto bókunarinnar“ sem ekki er unnt að mæta með samdrætti í losun gróður-
húsalofttegunda. Líklegt er að enn frekari kröfur um samdrátt verða gerðar á næsta skuld-
bindingartímabili Loftslagssáttmálans, sem væri hvatning til að verja miklu ijármagni til land-
bóta og skógræktar, en einnig til að bæta landnýtingu og friða illa farið land. Vinna mætti