Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 159
149
10.000 lítrar gefa 58.758 kr á mánuði m.v. grundvallarverð 01.01.'01.
Eftir afborgun standa kr 25.425, eða 43% af því sem litramir gefa af sér.
Breytilegur kostnaður á afkomubestu búum búreikninga er 21,2 kr/líter.
■=!> BK er 17.667 krámánuði m.v. þessa 10.000 lítra.
Því standa eftir kr 7758 til að greiða 12.000 króna vextina og laun.
Hvar á að fá það sem upp á vantar? Vitanlega er hægt að segja sem svo að kýmar, sem
mjólka lítrunum sem búið átti fyrir, taki á sig kostnaðinn sem fellur á kýrnar, sem mjólka upp
í nýja greiðslumarkið. Einnig er hægt að réttlæta slík kaup með því að segja að annars færu
tekjurnar af gömlu lítrunum í ríkiskassann með hærri skattgreiðslum. í stað þess að ..hveríá" í
formi fyrnts greiðslumarks. En það er þó ekki hægt að fara í svona leik nema að greiðslu-
markið sem fyrir er sé töluvert mikið og greiðslumarkið sem keypt er nýtt sé ekki mjög hátt
hlutfall af því.
Auðvitað er hægt að auka tekjur af hverjum mjólkurlíter með því að hækka próteinið í
mjólkinni og framleiða sem mesta mjólk þá mánuði sem álagsgreiðslur eru á mjólk, á meðan
slíkar greiðslur eru fyrir hendi. En fréttst hefur að mjólkurkvóti hafi selst nýlega á 225 krónur.
Með sömu forsendum standa, eftir afborganir, 36% af tekjunum til að greiða vexti, verðbætur
og allan kostnað við framleiðsluna.
Þegar mjólkurkvótinn er farinn að kosta þetta mikið verða mjólkurframleiðendur að
treysta á rekstrarlegt öryggi mjólkurframleiðslunnar, þ.e. að mjólkurframleiðsluréttur verði
ekki rýrður með einu pennastriki.
K.RÖFUR NÚTÍMANS TIL MJÓLKUR
Mjólkin þarf að innihalda hátt hlutfall af próteini og vera með lága frumutölu. Þannig nýtist
hún mjólkuriðnaðinum sem allra best. Þetta þýðir að bændur þurfa að eiga góð hey og hafa
kunnáttu til að raða heyjunum rétt saman og velja rétt kjarnfóður með þeim svo kýrnar nái að
nýta fóðrið til framleiðslu. Jafnframt þurfa þeir að vera vakandi fyrir því að velja sæðinganaut
sem gefa próteinháar kýr o.íl. Einnig þurfa þeir í öllu að gæta vel að júgurheilbrigði kúnna.
hegar kemur að þeim þætti skiptir aðbúnaður gripanna og mjaltatækni bóndans höfuðmáli.
AÐSTAÐAN
Kúabóndinn þarf að einbeita sér að því að ná sem mestum hagnaði eftir liverja mjólkurkú í
fjósinu og að fullnýta íjósið. Það gerir hann með öflugri ræktunarstefnu, góðum aðbúnaði
gripanna og með vönduðum vinnubrögðum við hirðingu og mjaltir. Fjósið þarf að vera með
góðri loftræstingu og laust við trekk, einn legubás þarf að vera fvrir hverja kú, burðarstíur
þurfa að vera til staðar og helst ekki inni í íjósinu sjálfu. Gjafaaðstaðan þarf að vera þægileg
fyrir bóndann og fóðrið fyrir kýrnar íjölbreytt. Heilfóðrun er að öllum líkinduin framtíðin
fyrir þá sem stefna að hámarksafurðum eftir hverja kú. Með slíku er bóndinn laus við að
ntoka hundruðum kílóa af þungu heyi á hverjum degi og hann getur nýtt mjög vel ýmsar
fóðurjurtir, t.d. bygg, hvort sem það nær þroska eða ekki, næpur, kartöflur og fleira.
Til þess að fá góða mjólkurkú þarf að hlúa vel að uppeldi kvígunnar. A bæjum sér maður
mjög misjafna kálfaaðstöðu. Víða er þröngt á kálfunum. þeim gefið afgangshey og kvígurnar
bera ekki fyrsta kálfi fýrr en þær eru komnar vel á þriðja ár, eða jafnvel fjórða. Hvaða hagur
er í því? Er ekki nær að hafa færri gripi og þar með rýmra á þeim í stíunum, gefa þeim betra
fóður og fá kvígurnar ári fyrr inn til mjólkurframleiðslu. Við sjáum þá fyrr hvort einhver
þeirra er ómöguleg og getum því losað okkur við slíkan grip ári fyrr, og þá jafnvel í ungnauta-
flokk. Stutt ættliðabil er forsenda aukinna erfðaframfara.