Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 102
92
FÉLÖG OG MENNINGARSTOFNANIR
Nú er það svo að framkvæmd margra verkefna sem tengjast menningu og sögu eru varla á
færi einstaklinga. Oftast kreflast þau samvinnu ólíkra aðila. Þá liggur beint við að líta til
þeirra margvíslegu félaga og stofnana í dreifbýlinu sem fást við menningu sveitanna og
menningararfinn. Þar mætti nefna gamalgrónar stofnanir eins og minjasöfn, héraðsskjalasöfn,
bókasöfn, sögufélög og sóknarnefndir sem allar fást að hluta til við menningararfinn. Önnur
félög huga frekar að mannlífi og menningu dagsins í dag og jafhvel daglegu amstri, búnaðar-
félög, kvenfélög, ferðamálafélög, ungmenna- og íþróttafélög, leikfélög, sönghópar og kórar,
svo dæmi séu tekin.
Því miður er það víða svo að mörg þessara félaga og menningarstofnana eiga þá einkunn
santeiginlega að liafa farið vel af stað. Allt of mörg þeirra hafa hins vegar srnátt og smátt
stirðnað og steinrunnið eins og nátttröll sem lítur dagsljósið, þó það hafi vissulega ekki gerst á
einni nóttu. Snrátt og smátt hafa þau hætt að gera samfélaginu það gagn sem þau ættu að gera
og geta gert. Ástæðurnar eru íjölþættar og ábyrgðin liggur alls ekki eingöngu hjá starfs-
mönnum eða stjórnendum, heldur einnig hjá sveitarstjórnum og íbúum á hverjum stað. Skiln-
ingurinn á starfseminni og samfélagslegum ávinningi félaganna er alls ekki alltaf fyrir hendi.
Þegar nýir menn koma til starfa, kappsamir ofurhugar, færist stundum tímabundið líf í
tuskurnar, en reynslan virðist sýna að fyrr en varir fellur allt í sama horfið. Skortur á stefnu-
mótun, yfirsýn og víðsýni, stundum samhliða auraleysi setur starfseminni skorður og minna
verður úr framkvæmdum og kynningu á því sem þó er gert en heppilegt væri. Þetta hefur þau
áhrif að skilningur félagsmaima, íbúa og sveitarstjórnarmaima á möguleikum og hlutverki
félagsins eða menningarstofnunarinnar minnkar heldur en hitt og Ijárveitingar dragast saman.
Þetta hefur aftur í för með sér að enn minna fer fyrir framkvæmdum og enn dregur úr
skilningi og vilja til að snúa vöm í sókn.
Möguleikarnir eru þó vissulega fyrir hendi ef stjórnendur brestur ekki úthaldið og vel
unnin verkefni fá myndarlegan stuðning í orði og á borði. Og ávinninguriim af því að gamal-
gróin félög og menningai'stofnanir í sveitum landsins séu sprellilifandi tröll, en ekki stein-
runnin og stirðnuð, getur verið ómetanlegur fyrir einstakar byggðir. Lifandi menningarstofn-
anir standa fyrir rannsóknum og meimingarstarfi. sýningahaldi. málþingum, útgáfu- og kynn-
ingastarfi, upplýsingaþjónustu og upplýsingamiðlun með þeim aðferðum sem best henta og
virka hverju sinni, átthagafræðslu. skipulögðum ferðurn, hátíðahöldum og skemmtunum. Lif-
andi menningarstofnanir efna til samvinnu við ferðaþjónustuaðila og atvinnulíf, skóla og aðra
sem vinna á sarna sviði. Lifandi menningarstofnanir virkja starfslaafta ungs fólks og heldri
borgara byggðalagsins og þær leita markvisst að leiðum til að hafa jákvæð áhrif á það sam-
félag senr þær starfa í. Lifandi menningarstofnanir hafa margfeldisáhrif og nýta hugvit, maim-
auð og menntun sem býr í fólki í byggðalaginu til góðra verka.
MENNING TIL SÝNIS OG SÖLU
Eins og víða hefur komið fram í ræðum og ritsmíðum virðast felast umtalsverðir möguleikar
fyrir dreifbýlið í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. í því efni er lykilatriði fyrir
íbúa á hverjum stað að hugsa í auknum mæli um menningu og sögu sem söluvaming. Ef
þessir þættir eiga að skipta einhverju verulegu máli fyrir byggðaþróun og atviimulíf nægir
ekki að líta þannig á að merkisstaðir og sérstaða séu fróðleikur sem gaman sé að ferðamemr
hafi áhuga á, heldur verður að finna leiðir til að breyta honum í tekjur fyrir heimamennina.
Ólíklegt er að vísu að uppbygging ferðaþjónustu sem byggir á meimingararfi eða mann-
lífi skili skjótfengnum gróða, hér verður að horfa á rnálin í víðara samhengi. Ávinningurinn er
oft fyrst og fremst óbeinn og felst í fjölgun ferðamanna, neyslu á öðrum vörum og þjónustu