Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 264
254
NIÐURSTÖÐUR
Aldur og fcillþungi
Lömbin voru öil fædd í maí og fram í fyrstu vikuna í júní. Úthagalömbin voru að meðaltali
137 daga við slátrun, en kállömbin 15 og 24 dögum eldri og kollóttu kállömbin voru eldri.
Sýrustig kjöts
Sýrustig i hryggvöðva 24 tímurn eftir slátrun mældist á bilinu 5,57-5,65 sem eru mjög eðlileg
gildi. Enginn munur var á meðferðum. Meðalgildin í seinni slátrunimii eru nokkuð hærri sem
gæti verið vísbending um að þol kállambanna hafi verið minna en úthagalambanna sem ætti
jafnvel að sjást í breytingum á hlutfalli mismunandi vöðvaþráða.
Litur kjöts
Litur lrryggvöðva var mældur 24 tímum eftir slátrun. Því hærra sem L*-gildið er þeim mun
ljósara er kjötið. Hátt a*-gildi merkir að kjötið hafi sterkan rauðan blæ og hækkandi b*-gildi
lýsir breytingu úr fölgulu yfir í dökkgrænt. L* táknar styrkleika hvíta litsins, a* styrkur rauða
litsins og b* styrkur græna lits kjöts. L*-gildið er óbeinn mælikvarði á hlutfall hvítra og
rauðra vöðvaþráða. L-gildið í hryggvöðvanum var 35-36 sem er dæmigert fyrir lambakjöt, en
enginn munur var á milli hópa í tilrauninni. Rauði liturinn og b*-gildið var hæst í elsta
hópnum sem voru kollóttu kállömbin.
2. tafla. Meðaltöl (m) og staðalfrávik (sfi fyrir aldur við slátrun, fallþunga, sýrustig og lit 24 tímum eftir slátrun.
Lambahópar
Hymd lömb Kollótt lömb
í úthaga (HU) Á káli (HK) í úthaga (KU) Á káli (KK)
Mælingar n= m 12 sf n= m 12 sf n= m 11 sf n= m 12 sf Marktækni P-gildi
Aldur (dagar) 136c 4,1 151 b n,i 138 c 2,7 159“ 4,9 0,001
Fall (kg) 14,8 b 2,2 16,7“ 2,2 14,6ab 1,3 16,8 "b 2,5 0,05
Svrustig (pH) 5,57 0,11 5,66 0,15 5,56 0,07 5,65 0,11 em1’
Hvíti litur (L*) 35,3 1,1 35,8 1,8 36,0 0,8 36,2 1,9 em
Rauði litur (a*) 16,1 b 0,9 16,4 b 1,4 16,6 “b 0,8 17,4“ 0,7 0,05
Græni litur (b*) 7,0 b 0,4 7,5 b 1,0 7,3 b 0,5 8,1 " 0,4 0,01
I) em= ekki marktækt.
Bókstafarnir a og b gefa til kynna marktækan mun á meðaltölum innan hverrar mælingar (P<0,05), metið með
Duncan's prófi.
Skynmat
Niðurstöður útreikninga á meðaltali, staðalfráviki og fervikagreiningu skynmatsgagna, ásamt
prófi á mun milli tilraunahópa, eru í 3. töflu. Helsti munurinn sem kom fram var í áferðar-
þáttum eins og meymi, bitmótstöðu og tyggni. Meyrasta kjötið var af yngstu lömbunum.
Marktækur rnunur er á sláturhópum beggja arfgerða. Þá var kjöt af kollóttum úthagalömbum
marktækt meyrara en af hyrndum úthagalömbum. Þá var munur á „lambakjötslykf' og „auka-
lykt“ af kjötinu. Meiri lambakjötslykt var af kjöti hyrndra úthagalamba en kollóttra úthaga-
lamba. Mest aukalykt var af kjöti af kollóttu úthagalömbunum. Kjöt af kállömbum var með
svipaða eiginleika og kjöt af úthagalömbum. Skynmatsþættirnir bitmótstaða, meyrni og
tyggni gefa mjög svipaða niðurstöðu. Meyrni er í öfugu hlutfalli við bitmótstöðu og tyggni,
þannig að kjöt sem fær háa einkunn fyrir meyrni fær lága einkunn fyrir hina þættina. Fylgni
milli þessara skynmatsþátta var mjög há; meyrni og tyggni (R2=0,7859), meymi og bitmóts-
taða (R2=0,7103) og tyggni og bitmótstaða (R2=0,6605).