Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 173
163
Síðartalda gerð gjafagrindarinnar var svo þróuð áfram af Vírnetsmönnum í mjög góðu
samstarfi við bændur. Báðar gerðirnar eru á markaði og hafa selst í þó nokkrum mæli. Þessu
til viðbótar má nefna að bændur hafa líka srníðað ýmis konar útfærslur af gjafagrindum/jötum
sem sérstaklega eru hugsaðar til gjafa á rúlluböggum. Eitt einfaldasta formið er að gefa
rúllurnar á n.k. fóðurgang/garða sem er um 1,3-1,5 m á breidd. Þá er rúllunum elcið eða ýtt
eða þær hífðar inn á þennan gang og dreift úr þeim eftir atvikum. Jötustokkurinn má vera 30-
40 cm á hæð til að féð nái niður. Hæð jötustokksins er það sem takmarkar hversu þykkt lag af
heyi má setja í jötuna, án þess að slæðingur fari að verða vandamál. Ef heyið nær upp fyrir
jötustokkinn draga kindurnar það í stórum stíl niður á gólf. Rúlla sem er 1,2 m í þvermál er
60-70 cm á hæð þegar búið er að skera hana niður í miðju og fletta henni út. Þetta þýðir að
ílytja þarf a.m.k. helminginn af rúllunni til í jötunni til þess að yfirborð heysins verði ekki
hærra en jötustokkurinn. Síðan þegar étist hefur úr hliðum rúllunnar þarf að moka því sem er
á miðju jötunnar út til hliðanna, svo að féð nái í það. Þetta er auðvitað þó nokkur vinna, en þó
trúlega niinni heldur en að bera hey fram á garða. Astæðan fyrir því að einhverjir velja svona
lausn frernur en t.d. Vírnets-grindurnar er væntanlega munur á stofnkostnaði. Það sem Vír-
nets-grindurnar hafa hins vegar fram yfír þessa lausn tæknilega séð er einkum tvennt:
Hæð jötustokks er stillanleg, þamiig að rúllan skorin niður í miðju (60-70 cm) nær ekki
upp fyrir jötustokkinn sé hann í efstu stillingu.
Grindin „mjókkar“ eftir því sem ést úr henni og því nær féð að klára heyið úr henni, án
þess að þörf sé á að moka heyinu til.
Hagkvœmni gjafagrinda
Vinnumagn við gjaíir á rúlluböggum, ef engin sérstök tækni er notuð, liggur einhvers staðar á
milli gjafa á þurrheyi og votheyi, eða um 30 mín/dag/100 kindur, eins og sjá má í 1. töflu hér
að framan. Ef notuð er sú tækni að gefa í gjafagrindur með slæðigrindum þar sem rúlla er
skorin niður í miðju þá er vinnan við heyfóðrun um 10 mín/dag. Vinnusparnaðurinn er þá um
20 mín/dag/100 kindur. Á 600 kinda búi eru þetta 120 mín, eða 2 klst á dag. Ef við gefum
okkur að féð sé á innistöðu 200 daga á ári þá eru það 400 vinnustundir á ári sem sparast.
Spurningin er svo bara hvort og hvernig menn reikna þennan sparaða tíma til verðs.
Við magninnkaup hafa gjafagrindur frá Vírneti rneð slæðigrindum verið boðnar á um
125.000,- án vsk. Við hverja grind eru að jafnaði um 60-70 kindur, sem þýðir að stofn-
kostnaður á kind er um 2000 krónur. Til samanburðar hefur verið áætlað að stofnkostnaður
við hefðbundinn garða sé um 1000 kr á kind. Mismunurinn er þá um 1000 kr á kind. Við
skulum gera ráð fyrir að hvort tveggja geti enst í 20 ár, sem er þó sennilega vanáætlað fyrir
•íjafagrindina, en kannski ofáætlað fyrir garðann. Þessi viðmiðun er notuð því að þetta er al-
gengur alborgunartími lána sem Lánasjóður landbúnaðarins veitir til fjárhúsbygginga eða
endurbóta á fjárhúsum. Aíborgun af slíku láni er þá 5% á ári og vextir eru 3,3%. Greiðslu-
byrði á ári er því samtals 8,3%. Af þessum 1000 kr/kind sem við gáfum okkur að væri mis-
munur á stofnkostnaði gjafagrindar og garða þá er þessi greiðslubyrði, eða árl. útgjaldaauki,
því 83 kr á kind að meðaltali á ári, skv. þumalputta-reiknireglum. Á 600 kinda búi eru það
49.800 kr á ári. Áður höfðum við sagt að það væru 400 tímar á ári sem spöruðust við hey-
gjafir. miðað við að nota gjafagrindur í stað garða. Með þvi að deila 49.800 krónum niður á
400 tírna fáum við út töluna 125 kr, sem er þá það tímakaup sem menn þurfa að hafa í þeim
tíma sem sparast til að mæta þeirn kostnaði sem er við vinnuhagræðinguna. Hagkvæmnin ætti
því að vera augljós fyrir þá sem á annað borð geta nýtt hinn sparaða tíma til einhverrar verð-
fitætasköpunar.