Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 75
65
RAÐUNflUTHFUNDUR 2001
Gildi úthaga - þjónusta vistkerfa
Hlynur Óskarsson' og Ása L. Aradóttir2
1Rannsóknastofnun landbúnaðarins
2Landgrœðsla ríkisins
INNGANGUR
Mannleg samfélög njóta margskonar þjónustu. ef svo rná segja, af hendi náttúru jarðar. Flestir
átta sig á hlutverki náttúrulegra vistkerfa í hefðbundinni fæðuframleiðslu, s.s. með beit búfjár,
veiðinytjum og berjatöku, eða framleiðslu timburs og annarra trelja til eldiviðar, smíða eða
klæða. Færri gera sér grein fyrir að önnur þjónusta eða starfsemi vistkerfa er ekki síður mikil-
væg, svo sem miðlun og hreinsun vatns, áhrif á loftslag, jarðvegsmyndun, niðurbrot lífrænna
ieifa og endumýjun næringarefna í jarðvegi, jarðvegsvernd og viðhald líffræðilegs fjölbreyti-
leika. Þá eru ótalin gæði þau sem felast í fegurð og upplifun sem örvar mannsandamt (Daily
o.fl. 1996).
GILDI ÚTHAGA
Til að átta sig betur á þeirri margþátta þjónustu sem vistkerfí veita er gott að taka fyrir nær-
tækt dæmi, íslenskan úthaga. Sem vistkerfi á úthaginn sér langa myndunarsögu og þeirri sögu
er hvergi lokið heldur er kerfið í stöðugri þróun og tekur breytingum í takt við umhverfí sitt
hverju sinni. Vistkerfið sem slíkt er sett saman úr mörgum lífrænum og ólífrænum þáttum
sem flokka má í eftirfarandi megin þætti: jarðvegur, gróður og dýralíf, efna og orkuflæði.
Taka ber fram að þrátt fyrir að þessi flokkun er mjög gróf eru skilin á milli flokkanna langt
frá því að vera ljós, t.d. eru jarðvegsdýr og örverur hluti fyrirbærisins ,jarðvegur“, og efni og
orka flæða jafnt um líffænan sem ólífrænan hluta vistkerfísins. Saman mynda þessir þættir
flókna samofna heild, vistkerfið úthaga, sem virkar eins og vel smurð vél og starfsemi vist-
kerfa skilar ýmiskonar þjónustu sem nýtist mannlegu samfélagi. Hér að neðan verður gerð
grein fyrir helstu þjónustuþáttum úthagans.
Nytjar
Eins og fyrr segir eru nytjar ýmiskonar það gildi úthagans sem flestir gera sér helst grein fyrir.
Þar ber hæst beit búfjár sem leiðir af sér ýmsar afurðir, s.s. kjöt, mjólk og ull. Aðrar nytjar
hafa einnig verulega þýðingu, t.d. eru úthagar í mörgum tilvikum mikilvæg berja- og veiði-
lönd og í úthaganum felast einnig ákveðnir framtíðamröguleikar, t.d. til skógræktar. Loks má
nefna að úthaginn. líkt og önnur vistkerfi íslenskrar náttúru, er í síauknu rnæli nýttur til úti-
vistar og afþreyingar.
Jarðvegsmyndun
I tímans rás hefur vistkerfið stuðlað að myndun og uppbyggingu þykks jarðvegs sem gegnir
veigamiklu hlutverki í vatns- og efnabúskap umhverfisins. Jarðvegur er ákaflega flókið fyrir-
bæri sem myndast á löngum tíma fyrir samverkan lífrænna- og ólífrænna þátta vistkerfisins.
Margskonar ferli innan vistkerfisins viðhalda síðan þessari uppbyggingu jarðvegsins.
Binding kolefnis - myndun lífrœns efnis
Hringrás kolefhis felst í því að við vöxt taka plöntur til sín koltvísýring úr andrúmslofti og