Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 291
281
RRÐUNflUTFIRJNDUR 2001
íslensk gulrófa
Jónatan Hermannsson og Jón Guðmundsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
YFIRLIT
Gulrófur hafa verið ræktaðar á Islandi í tvær aldir. Áður fyrr var fræ að mestu ræktað innanlands. Þá uróu til
staðbundnir stofnar lagaðir að íslensku veðurfari. Tvisvar á nýliðinni öld var safnað skipulega fræi af þessum
stofnum, árin 1948 og 1984. Ekki liefur mönnum haldist á þeim eins og von var til og nú eru aðeins til þrír sem
hafa sjálfstætt vörslugildi. Það eru Ragnarsrófa, Maríubakkarófa og Sandvíkurrófa. Rannsóknastofhun land-
búnaðarins og Félag gulrófnabænda standa saman að verkefni sem miðar að því að nýta íslenska gulrófústofna
og ná lagi á því að rækta fræ af þeim innanlands. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir verkefnið.
MEGINMÁL
Gulrófan er tvíær jurt af krossblómaætt og kálættkvísl. Gulrófan er kynblendingur milli
garðakáls (grænkáls, hvítkáls, blómkáls o.fl.) og næpu. Hún hefur orðið til við víxlun ein-
hvern tímann á 16. öld, líklega af tilviljun og sennilegast í Svíþjóð. Gulrófan finnst ekki villt,
en hefur verið mikilvæg ræktunarjurt á Norðurlöndum síðustu 400 ár. Gulrófur eru fyrst
nefndar á íslandi í lok 18. aldar, en blómaskeið þeirra hér á landi hófst um rniðja 19. öld.
Hérlendis eru nú ræktuð um 1200 tonn af gulrófum á ári. Rófuakrar eru urn 60 hektarar og
sáð er um 1 lcg á hektara. Auk þess er notað lítið eitt af fræi í heimilisgarða. Frænotkun er því
áætluð í mesta lagi 80 kg á ári. Einn íslenskur stofn er á markaði, Sandvíkurrófan. og er um
íjórðungur ræktunarinnar. Annað eru erlendar rófúr, að mestum hluta norski stofninn Vige.
Tilraunir með gulrófur hérlendis og kynbætur þeirra hófúst með stofnun Garðyrkjufélags
íslands 1885 og héldu áfram í Gróðrarstöðinni í Reykjavík eftir aldamótin. Þar varð til ís-
lenskur stofn, nefndur íslenska rófan, og setti hann svip sinn á gulrófuræktun hér á landi fyrri
hluta aldarinnar. Þessi stofn heitir nú Ragnarsrófa eftir Ragnari Ásgeirssyni garðyrkjuráðu-
nauti. Hún mun eiga uppruna í norrænum rófustofnum.
Á 19. öld og fram eítir þeirri 20. var alsiða að fólk ræktaði sitt rófufræ heima ár eftir ár.
Þannig urðu víða til staðbundnir rófustofnar. Tvisvar á öldimú var gerð könnun á því hvaö til
væri af gulrófum úr gamalli ræktun heima á bæjum.
Fyrri könnunin var gerð árið 1948. Fjölmargir stofnar fundust, en aðeins einn þótti nýti-
legur. Sá var frá Kálfafelli í Fljótshverfi. Kálfafellsrófan hafði að því er best var vitað verið
ræktuð óslitið á Kálfafelli frá 1903 að minnsta kosti. Hún á því uppruna í einhverju fræi sem
flutt hefur verið til landsins á 19. öld og líklega ekki frá Norðurlöndum.
Kálfafellsrófan var tekin í notkun og ræktuð til fræs erlendis, en blandaðist fljótlega út-
lendum rófustofnum og líka einhverju verra en það, svo sem repju og næpu. Rófubændur
hérlendis reyndu að bjarga málunum með því að rækta sitt fræ sjálfir og velja gegn inn-
blönduniimi. Þannig varð Sandvíkurrófan til með eigin sérkenni sem hafa orðið til við 20 ára
ræktun og úrval. Fræ af henni er ræktað hérlendis og hún er stöðugt í ræktun, vinsæl hjá rófú-
bændum og neytendum.
Síðari könnunin var gerð árin 1983 og 1984. Þá fengust 12 staðbrigði víða að af landinu
og fóru þau öll í Norræna genbankann. Þar á meðal var rófa frá Maríubakka í Fljótshverfi og
þótti mönnum sem þar væri lifandi komin Kálfafellsrófan gamla sem glatast hafði í áranna rás