Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 177
167
• Einfaldar og ódýrar í smíði.
• Fljótlegt að setja upp fyrir
sauðburð.
• Taki lítið rúm í geymslu.
• Veiti ám og lömbum öruggt skýli.
• Fóðrun og brynning sé auðveld í fram-
kvæmd.
• Auðvelt sé að koma ánum í og úr stíunum.
Síðasttalda atriðið er eitt það mikilvægasta og líklega það sem menn eru almennt í
mestum vandræðum með að leysa. Þegar svona stíur eru settar upp í fjárhúsum með venjulegu
garða/króa íyrirkomulagi eru helstu möguleikar í stöðunni eins og Grétar Einarsson (1978)
lýsir:
1. Stíur sem eru styttri en króarbreiddin, þannig að það myndist 40-80 cm breiður
gangur fyrir aftan þær (10. mynd í Fjölriti RALA nr 32).
2. Stíur þar sem grindinni er skipt þannig að loka megi æmar af í fremri hluta stíunnar
urn leið og gangur mvndast að aftanverðu í krónni (11. mynd í Fjölriti RALA nr 32).
3. Stíur sem hafa sömu lengd og króarbreiddin og æmar fluttar í og úr stíunum í sér-
stökum garðavögnum (12. mynd í Fjölriti RALA nr 32)
Stíugerð 1 kernur ekki til greina, nema króarbreiddin sé a.m.k. 180 cm. Stíugerð 2 nýtir
gólfplássið betur. Sama rná segja um stíugerð 3, sem kernur þó aðeins til álita þar sem hægt er
að aka vagni eftir garðaböndum eða hengja hann í loftbraut.
í sérstakri sauðburðaraðstöðu sem ekki er bundin af innréttingum sem fyrir eru má hafa
fóðurgang í gólflræð í staðinn fyrir garða og nota þann gang jafnframt til flutninga á fénu í og
úr einstaklingsstíum, sem liggja þá þvert á þennan gang (sbr. urnræðu hér að framan - 6.
mynd). Framendi einstaklingsstíunnar, þ.e. sá er vísar inn á fóðurganginn, þarf þá að vera
opnanlegur á auðveldan hátt. í milligerðinni, þ.e. afturenda stíunnar, gæti biymningin verið, en
bæði hev og kjarnfóður væri gefið á fóðurganginn.
Hópstíur
í hópstíum fyrir 4-8 kindur eða jafnvel lleiri þarf að gera ráð fyrir a.m.k. jafn miklu plássi á
hverja á eins og í einstaklingsstíum. Einnig þarf að vera í þeim einlrvers konar lambavar þar
sem lömb geta leitað skjóls til að forðast barsmíðar ánna. Stundum eru lambavör innbyggð í
garða, sem er prýðis fyrirkomulag séu garðar á annað borð notaðir. Aimars má útbúa lamba-
vör sem hengd eru á milligerðir (17. mynd í Fjölriti RALA nr 32).
Oft getur verið hagur að því að hægt sé að mynda hópstíur fyrirvaralítið með því að sam-
eina nokkrar einstaklingsstíur. Milligerðir milli einstaklingsstía þurfa þá að vera þannig úr
garði gerðar að auðvelt sé að taka þær upp. Jafnframt þarf þá að vera innan seilingar einhver
pallur eða rekld sem hægt er að leggja milligerðirnar upp á.
Staðlaðir vinnuferlar við sauðburð
Óþarfa vanhöld á sauðburði eru kostnaðarsamur veikleiki í rekstri margra fjárbúa. Töluverðan
hluta vanhaldanna mætti oft koma í veg fyrir með meiri reglusemi í eftirliti og allri meðferð
íjárins. Á sauðburði grípur oft inn í vinnu fólk sem lítið eða ekki hefur starfað við sauðfé. Þvi
má fullyrða að hjálp geti verið í því að hafa vinnuferla að einhverju marki staðlaða og skrif-
aða upp á blað. Þamrig sé t.d. ákveðin regla á því hve oft á sólarhring og á hvaða tímum sé
íarið yfír allar einstaklings- og hópstíur til að kanna þau atriði sem máli skipta, t.d. hvort lömb
séu komin á spena og hvort þau fái nóg, hvort ær éta eðlilega, skitu og önnur vandamál.
Jafnframt sé ákveðin regla á því hvaða skilyrði ær og lömb þurfi að uppfylla til að fara úr
einstaklingsstíu yfir í hópstíur, úr hópstíum í útihólf, úr útihólfum á tún o.s.frv. Lyfjagjöf á
sauðburði þarf líka að fylgja fyrirfram ákveðinni rútínu að sem mestu leyti.