Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 97
87
Nýju byggingarnar í sveitum og bœjwn hafa lengi verið að fjarlœgjast allt, sem
kallazt getur still eóa hefðbundið svipmót. I stað þess eru komin eins konar
tízkufyrirbœri, sem sjaldan endast lengur en áratug í senn. Fyrir nokkrum árum voru
flest öll hús með valmaþökum til sjávar og sveita, og síðasta áratug hafa skúrþök
verið allsráðandi. Nu síðast eru lág risþök aftur í uppsiglingu, að því er virðist.
Fólkið vill fá það sem mest er í tizku, og arkitektarnir eru líka börn síns tíma. Þó
fara þessi tízkufyrirbœri betur í bœ en sveit, þar sem þau standa ein sér og oftast
nokkuð framandi í umhverfinu. Okkur vantar líka skógana til að milda svipinn og
tengja mannvirkin umhverfinu.
Þessi orð Þóris eiga við enn í dag. Sem áður er það viðfangsefni arkitekta að fella
mannvirkin að landslaginu út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Við teljum að það þurfí að
leggja enn aukna áherslu á þann þátt í framtíðinni. Jafnhliða því sem reynt verði að sam-
ræma ásýndina sem best hinuni hagnýtu þáttum. Eitt af grundvallaratriðum við þá vinnu
er að skipuleggja. eftir því sem kostur er, með nægurn fyrirvara og reyna að rýna eins og
tök eru á fram í tímann. Tilgangur skipulagslaga og reglugerða er m.a. að stuðla að þeirri
þróun, en það má t.d. gera með deiliskipulagi fyrir einstakar jarðir og verður nánar vikið
að síðar.
Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er mikilvægt að byggingarnar skeri sig ekki um of úr
landslaginu og beri sig ekki beint við hirninn þaðan sem oftast er horft að þeim. Aftur á
móti er mjög algengt að fólk vilji hafa gott útsýni frá íbúðarhúsinu til allra átta bæði til að
„gá til veðurs“ og fylgjast með umferð rnanna og málleysingja. Þessi tvö sjónarmið getur
verið erfitt að samræma. Þá er það að sjálfsögðu einnig smekksatriði hversu mannvirkin
eigi að vera ríkjandi eða víkjandi í landsiaginu. Hvað varðai' ytra útlit er mikilvægt að
innbyrðis samræmis sé gætt hvað snertir staðsetningu, stærð, byggingarefni og litasam-
setningu (Álfliildur Ólafdóttir 1979). Forðast ber mjög ljósa og endurkastandi liti á
þökunr og draga rná úr misræmi bygginga með láréttum línum. Til samræmingar hefur
lögun þakanna afgerandi þýðingu fýrir útlitið (Odd Brocltmann 1966). En jafnvel þó þau
séu ólík má með gluggasetningu, mismunandi þakhornum láta þau mynda heilstæða
mynd. Litaval hefur einnig mikla þýðingu fyrir heildarútlitið og þá vilja memi jafnan að
þeir litir falli sem best að hinum náttúrulegu aðstæðum.
Þegar taka á afstöðu til hversu langt á að vera rnilli bygginga og iimbyrðis afstöðu
þeirra rekast oft á ólík sjónarmið hvað snertir ytra útlit, vinnu í húsunum og reglugerðar-
ákvæði. Eitt af grundvallaratriðum er að íbúðarhús skulu þannig staðsett að það sé fyrsta
húsið sem komið er að á bænum og þess jafnframt gætt að umferðaleið gripanna eða til
gripahúsanna liggi ekki yfir bæjarhlaðið (Gunnar Jónasson 1976). Einnig þarf að líta til
framtíðaráforma varðandi stækkun á rekstrinum og að nægilegt svigrúm sé fyrir hvers
kyns flutninga með tilheyrandi tækjabúnaði. Mikilvægt er eiimig að taka tillit til veður-
farsþátta, snjóalaga og að aðaldyr húsanna snúi undan ríkjandi vindáttum. Ennfremur að
skipuleggja allan trjágróður þannig að hann falli að heildarútlitinu, myndi skjól en dragi
þó ekki að sér óæskileg snjóalög.
STAÐARVAL BÚREKSTRARBYGGINGA
Staðarval einstakra bygginga getur verið ærið vandasamt og taka þarf tillit til margra
þátta. Hér verður aðeins fjallað urn nokkra hagnýta þætti en ekki tæmandi upptalningu.
Mikilvægt er að átta sig á hvers konar húsgrunnur er til staðar og hvemig undirbyggingu
hússins verður hagað og að nánasta umhverfi vaðist ekki upp við urnferð búpenings og
véla. Halli landsins hefur einnig mikið að segja, þannig að ekki safnist vatn að bygging-