Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 174
164
Brynning, kjarnfóðurgjöf o.fl.
Brynning er einn af fáum vinnuliðum á fjárbúinu sem má gera nánast alveg sjálfvirkan með
tiltölulega litlum tilkostnaði. Mismunandi lausnir eru í boði, s.s. ýmsar gerðir brynningar-
skála, og rör eða rennur úr plasti, steini eða járni sem vatnsyfirborði er haldið jöfnu í með
flotholti (eins og í klósettkassa). Um þessar lausnir þarf ekki að fjölyrða. Vinnan við brynn-
ingu þar sem engin slík tækni er notuð heldur látið remra með slöngu í dalla hér og þar í
húsunum reyndist skv. vinnumælingum Grétars Einarssonar (1976) um 3 mín/dag/100 kindur.
sem þýðir þá um 18 mín dag á 600 kinda búi eða 60 klst á ári m.v. 200 daga innistöðu. Þá er
eftir að gera ráð fyrir að sé engin sérstök tækni notuð við brynningu má gera ráð fyrir að
brynning á sauðburði taki 1-2 klst á dag á meðalbúi (Grétar Einarsson 1978). Því má vafalítið
gera ráð fyrir aó á 600 kinda búi geti vinnusparnaðurinn við það að hafa brynningu algerlega
sjálfvirka numið um 100 klst á ári. Tæknivæðing á þessu sviði má því kosta eitthvað.
1 fjárhúsum þar sem hefðbundnir garðar eru þá
er kjarnfóður yfirleitt gefið í þá. Þar sem eru gjafa-
grindur gengur þetta auðvitað ekki. Þetta hafa flestir
leyst með því að smíða rennur úr timbri sem festar
eru utan á stíumilligerðir og/eða veggi. Þetta er til-
tölulega einfalt, en helsti annmarkinn er sá að oft vill
verða troðningur og ekki mjög þægilegt fyrir fjár-
manninn að sinna sínu verki ef hann þarf að fara
niður í stíuna til að gefa kjarnfóðrið. Þetta er þó
engin frágangssök í ljósi þess hve kjarnfóðurgjöf er
orðin lítil hjá sauðfé og bundin við stuttan tíma.
Þægilegra væri þó að gefa kjarnfóðrið ofan frá, sem
má hugsa sér ef einhvers konar loftbrú væri höfð yfir
stíunum. Ekki er endilega víst að best sé að gefa
kjarnfóðrið í rennur, plássnýting væri t.d. betri með því að gefa það í hringlaga trog. Þetta er
nokkuð sem þarf að athuga nánar, en skiptir e.t.v. ekki neinum sköpum varðandi vinnumagn á
sauðfjárbúum.
VINNA VIÐ SAUÐBURÐ
Vinnuálagið á sauðburði er án nolvkurs vafa eimi af allra stærstu flöskuhálsunum varðandi
mögulega stærð sauðfjárbúa. Ekki er síður mikilvægt að hafa í huga að minnkað vinnuálag á
sauðburði við ýmis rútínuverk eykur þann tíma sem er til ráðstöfunar til eftirlits og að-
hlynningar áa og lamba. sem getur haft bein áhrif í þá átt að minnka lambavanhöld. Einnig er
verðmætur sá sparnaður á vinnu við sauðburð sem leiðir til þess að fyrr er hægt að vinna
önnur vorverk, s.s. áburðardreifingu.
í vinnurannsóknum Grétars Einarssonar (1978) kom í ljós að vinna við sauðfé í maí-
mánuði var allt frá 0.5 til 4,1 klst/kind (meðaltal 1.22 klst/kind). Breytileikimi er sem sagt afar
mikill. Vinna á kind skv. þessari úttekt minnkaði heldur eftir því sem búin voru stærri, en
jókst eftir því sem frjósemi ánna var meiri. Nákvæmar vinnumælingar á tveimur stórum búum
þar sem aðstaða var tiltölulega góð sýndu að vinna við fóðrun og brymiingu var um
fjórðungur vinnunnar. Næstum því jafn stór hluti tímans, eða rúm 22%, fór í flutninga á fénu
innan húss og utan. Tæp 30% vinnunnar voru við ýmis konar umönnun íjárins, s.s. burðar-
hjálp, burðareftirlit, lyfjagjöf, sjúkraumönnun, merkingar og skráningu, að venja lömb undir,
mjólka ær og gefa af pela. Þessir liðir eru dæmi urn vinnu sem margborgar sig að gefa sér
nægan tíma í þó svo að öll hagræðing er gerir þá vinnu auðveldari sé að sjálfsögðu af hinu