Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 70
62 Menning Páskablað 22.–29. mars 2016 Fangelsaðar setningar og ægifegurð fáránleikans n Fyrsta sýning Sakminjasafnsins n Snorri Páll skapar mósaíkmynd af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu S akminjar eru hluti af menn- ingararfi, ekkert síður en byggingarlist, áthefðir og bragarhættir,“ segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, forsprakki Sakminjasafnsins, en safnið verður opnað í fyrsta skipti á sýningu sem stendur nú yfir í lista- rýminu Ekkisens. Sýningin notast við minjar tengd- ar, og er einhvers konar hugræn kort- lagning á, einu alræmdasta sakamáli Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ekki bara bundið við beintengda fleti sakamála „Frá hefðbundnu sjónarhorni eru sakminjar fyrst og fremst einhvers konar efnisleg sönnunargögn um framinn glæp sem og/eða fram- kvæmda rannsókn, saksókn og refsingu: hin ýmsu tæki og tól til framkvæmdar bæði glæpa og lög- reglustarfa, lífsýni eða önnur um- merki þess sem fremur glæpinn, gögn unnin upp úr njósnum rannsóknar- aðila um meintan sakamann, og svo framvegis. Að mínu mati er fyrirbær- ið þó alls ekki bundið við þessa bein- tengdu fleti sakamála. Skáldsögur, ljóð, listaverk, kvikmyndir, viðtöl og önnur fjölmiðlaumfjöllun – allt kemst þetta fyrir undir sakminjahattinum,“ útskýrir Snorri Páll, sem er titlaður sýningasóknari (e. prosecurator) Sak- minjasafnsins. „Ágætis dæmi er Ævisaga Davíðs, skáldsaga Péturs Eggerz, sem var túlkur þýska lögreglumannsins Karls Schütz sem „sjanghæaður“ var til Íslands til að klára rannsókn Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins, en í henni er að finna upplýsingar sem kallast beint á við upplýsingar úr rannsóknargögnum málsins – og í einhverjum tilfellum áhugaverð- ar viðbætur. Í Dráttarbrautinni, lagi Rúnars Júlíussonar við texta Megasar, tekur sá síðarnefndi sér stöðu vitnis og gerir tilraun til að ljóstra upp um hverjir – ef einhverjir – voru í dráttar- brautinni í Keflavík kvöldið sem Geir- finnur Einarsson hvarf. Ferlið við endurgerð Ólafar Nordal á lands- þekktu styttunni Leirfinni, í tengsl- um við listsýningu á Þingvöllum árið 2000, kallaði fram athyglisverð- ar upplýsingar um styttuna og með- ferð hennar í gegnum árin. Einnig má nefna blaðaviðtöl við sakborninga og dómþola, leikrit og heimilda- og kvik- myndir byggðar á sakamálum – og þannig mætti endalaust áfram telja,“ segir hann. Oftast unnið út frá skilgreiningu ríkisvaldsins Snorri Páll segir markmið Sak- minjasafnsins vera að safna, skapa, varðveita, greina, gefa út og sýna slík- ar sakminjar, auk þess að að endur- skilgreina, opna og víkka út merk- ingu hugtaksins í „aktífu“ viðnámi við allt að því algjöra einokun ríkisvalds- ins á þessum gjörðum. Hann segir að safnið muni opna lítil og tímabund- in útibú við og við, og nálgun safns- ins á minjarnar verði listræn frekar en fræðileg – þannig verði í raun unnið með meðvitaða eða ómeðvitaða fagurfræði rannsóknarlögreglunnar. „Til eru söfn víða um heiminn – flest lokuð öðrum en lögreglu- mönnum, lögmönnum og stöku leik- mönnum – sem hýsa sakminjar, en þá einungis út frá skilgreiningu rík- isvaldsins. Lundúnalögreglan rekur eitt slíkt safn og er hluti af því reynd- ar aðgengilegur þessa dagana í Muse- um of London, en þar er augljóslega horft á fyrirbærið út frá sjónarhóli lögreglunnar – réttara sagt ofan úr efstu lögum stigveldisins sem við búum við. En sakminjar eru, eins og annar menningararfur, ekki einkamál þess marghöfða líkama sem býr yfir réttinum til valdbeitingar – réttinum til handtöku, rannsóknar, saksókn- ar, dómsuppkvaðningar og refsingar. Þvert á móti eiga einstaklingar óhik- að að vinna með þennan anga menn- ingararfsins út frá listrænu jafnt sem fræðilegu sjónarhorni – og það á sem anarkískastan máta: það er að segja í andstöðu við þær huglægu og efnis- legu hindranir sem slíkri vinnu eru oft settar,“ segir Snorri Páll Fagurfræði sakamála og kóreógrafía réttarkerfisins Hvað er svona áhugavert við sakminj- ar og af hverju ættum við að veita þessu fyrirbæri einhverja sérstaka athygli? „Í fyrsta lagi eru sakamál einstak- lega áhugaverð birtingarmynd sam- skipta og/eða átaka annars vegar valdalausra einstaklinga og hins vegar stofnana sem lögum og sam- félagssáttmálum samkvæmt búa yfir gríðarmiklu valdi. Sú togstreita og flókna „dýnamík“ sem birtist í slík- um átökum er fær um að kalla fram virkilega skýrar og sterkar stúdíur um áskoranir sem mæta manninum á öllum sviðum tilverunnar: mann- leg samskipti, beitingu valds, valdaó- jafnvægi, strategíska nálgun og hugs- un, sjálfsbjargarviðleitni, andóf og svo mætti lengi telja. Í öðru lagi get ég nefnt hina ýmsu og ólíku fagur- fræði sakamála, allt frá aðferðafræði við framkvæmd glæpa til tungumáls, myndmáls og kóreógrafíu réttarkerf- isins: hvernig tala einstaklingar og hegða sér í samskiptum við kerfið? Og öfugt: hver er stíll kerfisins – ef svo má að orði komast. Hvernig þróast þessi fagurfræði í takt við nýja tækni og að- ferðir, bæði við framkvæmd glæpa og rannsókna?“ segir Snorri Páll. „Í þriðja lagi er almennt litið svo á að sakamál og marglaga umgjörð þeirra eigi sér fyrst og fremst stað innan veggja réttarkerfisins: saka- mál eigi ekki að flytja í fjölmiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi, treysta skuli þartilgerðum stofnunum til réttlátrar málsmeðferðar, ekki eigi að deila við dómarana, og þar fram eftir götunum. En sama hvað fólki finnst um þann samfélagssáttmála – sé sammála honum eða ósammála – er staðreyndin sú að sakamál hafa nær undantekningar laust víðtæk og margslungin áhrif á þau samfélög sem þau fara fram í. Þau smeygja sér inn í ólíka kima menningarinnar – frá kaffistofum til listasafna og bókasafna með viðkomu í þingsölum og undir- heimunum. Slíkt er auðvitað afar áhugavert að reyna að kortleggja með einhverjum hætti.“ Mósaíkmynd af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Á fyrstu sýningu safnsins verða sak- minjar notaðar til fagurfræðilegar kortlagningar eins allra alræmdasta sakamáli íslensks samtíma, Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins. „Áhrif málsins á íslenskt samfélag eru ómælanleg, en á sýningunni geri ég tilraun til að ramma inn sýnilegan og snertanlegan hluta þeirra. Á sýn- ingunni blanda ég saman sakminj- um í „hardkor“ hefðbundnum skiln- ingi, fengnum beint upp úr gögnum málsins, sönnunargögnum um menningarleg áhrif málsins, og hug- rænni kortlagningu sem byggð er á minni eigin rannsókn á málinu,“ seg- ir Snorri, en kortlagninguna útskýrir hann á eftirfarandi hátt í kynningar- texta sýningarinnar: „Um er að ræða huglæga jafnt sem efnislega mósaíkmynd af laus- lega afmörkuðum en um leið ná- tengdum flötum málsins. Innan rammans mætast meðal annars leir- hausinn margfrægi (og margfram- leiddi?) sem öðlaðist sjálfstætt líf og síðar meir sérstakan heiðurssess í sakvitund martraðaþjakaðrar þjóð- ar; urðarmáninn í vélinni sem flaug inn á sviðið fyrir tilstilli krana, hnýtti hitt og hnoðaði þetta, lét sig svo skrauthverfa lóðrétt niður skíðahlíð- ar orðaskortsins; maðurinn í lakinu, lekandinn í minninu, léreftsvafðar minjarnar í vörðum kjöllurum lag- anna; minningar sem filmubrot, ljós- myndir sem gaddavír, gróðursömpl sem sönnunargögn, og fangelsaðar setningar sem ævarandi mónúment um ægifegurð fáránleikans.“ Fyrsta sýning Sakminjasafnsins stendur yfir í Ekkisens, Bergstaða- stræti 25B. Hún er opin frá klukkan 17.00 til 19.00. til 26. mars. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Sakminjar Ýmsar minjar verða til sýnis á fyrstu sýningu Sakminjasafnsins, meðal annars skýringarmynd teiknuð af Sævari Marinó Ciesielski í fangaklefa árið 1977, af atburðarás sem að öllum líkindum átti sér aldrei stað. Snorri Páll Sýningasóknari (e. Prosecurator) Sak- minjasafnsins veltir fyrir sér Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrstu sýningu safnsins. » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.