Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Side 10
Helgarblað 21.–25. apríl 201610 Fréttir Þ að er fræðilega hægt en þó á sama tíma nær ómögu- legt að sigra sitjandi forseta til 20 ára með eins sterka stöðu og Ólafur Ragnar Grímsson hefur, að mati álitsgjafa DV. Andri Snær Magnason þykir líklegastur til að veita Ólafi verðuga samkeppni af þeim frambjóðend- um sem komnir eru fram en Guðni Th. Jóhannesson er talinn geta komið sterkur inn ef hann ákveð- ur að taka slaginn. Kjark þarf til að taka slaginn við forseta Íslands sem þykir snjallasti stjórn- málamaður samtímans, bæði ljón og refur en líka óforskammaður og óvæginn. Sá slagur yrði því alltaf blóðugur. Fæstir búast við því að nýir fram- bjóðendur taki slaginn úr þessu, og telja það jafnvel óðs manns æði, eftir að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn í vikunni. DV leitaði til álitsgjafa úr ýms- um áttum til að svara því hvort Ólafur Ragnar sé ósigrandi eins og margir vilja meina, hvað þurfi til að eiga möguleika gegn honum, hver væri líklegastur til að veita honum verðuga samkeppni og hvort þeir teldu líklegt að nýir frambjóðendur kæmu fram úr þessu í bar- áttunni um Bessastaði. Þetta höfðu þeir að segja. n Ólafur (ekki) Ósigrandi n Þetta þarf til að leggja sitjandi forseta n Stefnir í þungavigtar- einvígi við Andra Snæ n Álitsgjafar segja sína skoðun Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is 2012 2008 2004 1996 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.