Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 21.–25. apríl 201624 Sport
Sumargjöfin í ár!
fæst í scootlife ísland, Rofabæ 9, 110 Rvk
Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld í Scootlife Ísland.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Úrvalslið Aston Villa
n Fallið úr úrvalsdeild í fyrsta sinn n Svona liti liðið út ef það hefði ekki selt sína bestu leikmenn
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
U
m helgina varð endanlega
ljóst að Aston Villa, það
fornfræga félag, er fallið um
deild. Liðið, sem hefur leik-
ið í efstu deild frá haustinu
1987 og þar til nú, er eitt sjö liða
sem hafa leikið í Úrvalsdeildinni frá
stofnun hennar, árið 1992. Hin liðin
eru Arsenal, Liverpool, Manchester
United, Everton, Tottenham og
Chelsea. Það lið sem lengst hefur leik-
ið í efstu deild í Englandi er Arsenal,
en það féll síðast vorið 1913.
Aston Villa hefur mátt muna sinn
fífil fegurri. Liðið vann deildina síð-
ast árið 1981 en í tvígang, árin 1990
og 1993, varð liðið í öðru sæti efstu
deildar. Liðið vann síðast titil árið
2008 þegar það vann Evrópukeppni
bikarhafa, Intertoto Cup. Liðið komst
reyndar í úrslit FA Cup á síðustu leik-
tíð en hefur annars ekki verið til stór-
ræða síðustu árin. Félagið hefur
naumlega sloppið við fall síðustu þrjú
keppnistímabil en stutt er síðan liðið
var í hópi þeirra liða sem börðust um
Evrópusæti. Þannig hafnaði liðið þrjár
leiktíðir í röð, undir stjórn Martins
O‘Neil, í sjötta sæti. Það var árin 2008,
2009 og 2010. Frá brotthvarfi O‘Neil
hefur leiðin legið niður á við.
Á þessu keppnistímabili hefur
lengi verið ljóst í hvað stefndi. Það
voru því kaldar kveðjur sem eig-
andinn Randy Lerner sendi stuðn-
ingsmönnum þegar hann ákvað að
veita stjóranum, Remi Garde, ekki fé
til að styrkja liðið í janúarglugganum.
Liðið átti aldrei von.
Aston Villa hefur ekki um langa
hríð haft fjárhagslegt bolmagn til að
hafna tilboðum í góða leikmenn fé-
lagsins. Bestu bitarnir hafa þannig
verið seldir jafnharðan og þeir slá í
gegn. Liðið á þessu tímabili er eitt
það versta sem leikið hefur í úrvals-
deildinni. Squawka tók saman lista
yfir þá leikmenn sem gætu skipað lið
Villa í dag, ef þeir hefðu ekki verið
seldir. n
Brad Guzan
Staða: Mark
Leikir fyrir Villa: 140
Seldur fyrir: Á ekki við
Félag í dag: Aston Villa
n Slæmt gengi Villa verður seint skrifað á
Guzan. Hann hefur leikið með Villa síðan
2008 og var besta bjartasta von félagsins
um að liðið félli ekki um deild. Guzan hefur
verið aðalmarkvörður liðsins undanfarnar
fjórar leiktíðir.
Micah Richards
Staða: Hægri bakvörður
Leikir fyrir Villa: 23
Seldur fyrir: Á ekki við
Félag í dag: Aston Villa
n Richards er yngsti varnarmaðurinn til að
vera valinn í enska landsliðið, aðeins 17 ára
gamall. Hann ólst upp hjá Manchester City,
þar sem hann var í tíu ár áður en hann gekk
í raðir Villa 2015. Hann glímdi við meiðsli
á tímabilinu en var um tíma fyrirliði undir
stjórn Tim Sherwood.
Gary Cahill
Staða: Miðvörður
Leikir fyrir Villa: 31
Seldur fyrir: 5 milljónir punda
Félag í dag: Chelsea
n Cahill fór frá Villa til Bolton 2008 áður
en hann gekk í raðir Chelsea 2012. Afar
áreiðanlegur varnarmaður sem hefur notið
velgengni með landsliðinu allt frá árinu
2009. Drjúgur í markaskorun af varnar-
manni að vera enda hefur hann skorað 38
mörk fyrir félög sín og landslið.
Ron Vlaar
Staða: Miðvörður
Leikir fyrir Villa: 86
Seldur fyrir: Ekki krónu
Félag í dag: AZ Alkmaar
n Vlaar var lykilmaður í liðið Villa á árunum
2012–2015. Það sem varpaði skugga á þann
tíma voru meiðsli af ýmsum toga. Sem
fyrirliða tókst Vlaar að afstýra liðinu frá
Falli 2012/2013 en svo fór að hann hafnaði
nýjum samningi árið 2015. Hann fór heim til
Hollands.
Ryan Bertrand
Staða: Vinstri bakvörður
Leikir fyrir Villa: 16
Seldur fyrir: Á ekki við
Félag í dag: Southampton
n Bertrand var á mála hjá Chelsea frá
árinu 2006 til 2015. Á þeim tíma lék hann
sem lánsmaður úti um allar trissur. Hann
lék 16 leiki fyrir Villa árið 2014 en færði sig
svo til Southampton þar sem honum gekk
sérstaklega vel. Svo fór að hann skrifaði
undir varanlegan samning við félagið og var
einn af bestu leikmönnum deildarinnar á
síðustu leiktíð.
James Milner
Staða: Hægri kantmaður
Leikir fyrir Villa: 93
Seldur fyrir: 26 milljónir punda
Félag í dag: Liverpool
n Milner sló í gegn með Villa og var af áhorf-
endum valinn besti leikmaður liðsins auk
þess að vera valinn efnilegastur í deildinni
af samtökum leikmanna. Dugnaður og elja
einkennir leik landsliðsmannsins en hann
var seldur til Manchester City fyrir háa
fjárhæð 2010.
Steven Davis
Staða: Miðjumaður
Leikir fyrir Villa: 102
Seldur fyrir: 4 milljónir punda
Félag í dag: Southampton
n Villa var fyrsta úrvalsdeildarfélag Davis. Á
fyrsta tímabili sínu með liðinu, 2004/2005,
var hann bæði valinn efnilegastur og bestur.
Hann hefur verið fasta maður í landsliði
Norður-Íra síðastliðinn áratug og er nú á
mála hjá Southampton, eftir að hafa spilað
bæði með Rangers og Fulham.
Fabian Delph
Staða: Miðjumaður
Leikir fyrir Villa: 134
Seldur fyrir: 8 milljónir punda
Félag í dag: Manchester City
n Delph sló í gegn á miðjunni hjá Villa
2012/2013 og virtist eiga bjarta framtíð fyrir sér
hjá félaginu. Blekið hafði varla þornað á yfir-
lýsingu leikmannsins, undir lok leiktíðarinnar
2014/2015, um að hann ætlaði að vera áfram
hjá félaginu, þegar hann skrifaði undir hjá City.
Þetta gramdist stuðningsmönnum mjög.
Marc Albrighton
Staða: Vinstri kantmaður
Leikir fyrir Villa: 101
Seldur fyrir: Leystur undan samningi
Félag í dag: Leicester
n Albrighton ólst upp hjá félaginu og lék í um
fjögur ár með aðalliðinu. Hann fór svo sem
lánsmaður til Wigan en fékk ekki fram-
lengdan samning sinn hjá Aston Villa. Hann
gekk í raðir Leicester 2014 og er nú sá enski
leikmaður í deildinni sem búið hefur til flest
marktækifæri fyrir félaga sína, en Leicester er
hársbreidd frá því að verða enskur meistari.
Christian Benteke
Staða: Framherji
Leikir fyrir Villa: 101
Seldur fyrir: 32,5 milljónir punda
Félag í dag: Liverpool
n Benteke er besti framherji sem leikið
hefur í með Aston Villa í áraraðir. Hann lék
með liðinu í þrjú keppnistímabil og skoraði
42 mörk í 89 deildarleikjum. Hann fór til
Liverpool 2015. Þar hefur ekki gengið eins
vel og hann gæti farið frá félaginu í sumar.
Ashley Young
Staða: Sóknarmaður
Leikir fyrir Villa: 190
Seldur fyrir: 15–20 milljónir punda
Félag í dag: Manchester United
n Young fékk ekki samning hjá Watford árið
2007 en Villa sýndi honum áhuga. Þar átti
hann frábæran tíma í fjögur ár. En eins og svo
margir aðrir sem slá í gegn, vakti hann athygli
fjársterkari liða. Liverpool og Manchester
United buðu í hann og hann skrifaði undir hjá
United 2011. Þar hefur gengið upp og ofan.
Bekkurinn:
n Scott Carson
n James Collins
n Stewart Downing
n Michael Bradley
n Gareth Barry
n Darren Bent
n Wayne Routledge