Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Side 15
Áramótablað 30. desember 201616 Fréttir Innlendur fréttaannáll Mars 2. mars Umdeildar arðgreiðslur Arðgreiðslur stóru tryggingafélag- anna vekja mikla athygli en þau ætluðu upphaflega að greiða hlut- höfum sínum 9,6 milljarða króna í arð. Fyrst um sinn lýsa stjórnend- ur þeirra skoðunum sínum um að greiðslurnar eigi fullan rétt á sér. Stjórnir Sjóvár og VÍS leggja fram breytingatillögur um að greiða út lægri arð og fer heildarupphæðin þá niður í 2,8 milljarða. 9. mars Kata ekki í forsetann Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tilkynnir að hún ætli ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Þessa ákvörðun tók hún þrátt fyrir að hafa fengið mikinn stuðning og hvatningu til framboðs. Skoð- anakannanir sýna að Katrín er afar vinsæl sem hugs- anlegur forseta- frambjóðandi. 15. mars Gróa á Leiti Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, sendir frá sér pistil um að hún geymi fjölskylduarf sinn í erlenda félaginu Wintris Inc. Upp- ljóstrun Önnu er mjög óvænt og óljóst af hverju hún greinir frá þessu eignarhaldsfélagi sínu og af hverju hún er yfirhöfuð að neita fyrir að hún hafi eitthvað að fela. Ráðleggur hún fólki að gefa Gróu á Leiti „smá frí“ og að betra sé að „beina orkunni í að tala um eitthvað sem skiptir raunverulegu máli“. Síðar kemur í ljós að Wintris var aflandsfé- lag sem átti kröfur í þrota- bú föllnu bankanna. 16. mars Ætlar í mál Landsbankinn tek- ur ákvörðun um að far- ið verði í mál vegna sölu bankans á eignarhlut hans í greiðslukortafyrirtækinu Borg- un. Komið hefur fram að bankinn fór þar á mis við milljarða króna vegna þess að stjórnendur bankans könnuðu ekki verðmæti eignarinn- ar til hlítar. Ákvörðun um hverjum verði stefnt vegna sölunnar hefur þó ekki enn verið tekin níu mánuðum síðar þegar árið er á enda. 17. mars Halla í framboð Halla Tómasdóttir staðfestir að hún ætli í framboð til forseta Íslands og verður nafn hennar því á kjörseðlin- um í júní. Greinir hún frá ákvörðun- inni á heimili sínu en hún hafði lengi verið orðuð við framboð. 23. mars Síbrotamenn sýknaðir Héraðsdómur Suðurlands sýknar þá Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson af ákæru um hættulega lík- amsárás sem leiddi til dauða Sigurðar Hólms Sigurðssonar á Litla-Hrauni árið 2012. Saksóknari fór fram á að þeir yrðu báðir dæmdir í tólf ára fangelsi en málið var til með- ferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í í fjögur ár. Ríkissaksóknari tekur í kjölfarið ákvörðun um að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 29. mars Bæði í Panama- skjölunum Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og vara- formaður flokksins, eru bæði í Panama-skjölunum vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Bjarni segist hafa talið að félagið Falson & Co. hafi verið skráð í Lúxemborg. Ólöf segir að fé- lag sem Landsbankinn stofn- aði fyrir eiginmann hennar, Tómas Má Sigurðsson, hafi aldrei verið notað. Mynd Sigtryggur Ari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.