Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Síða 21
Áramótablað 30. desember 201622 Fréttir Innlendur fréttaannáll 22. júní Dramatík á EM Arnór Ingvi Traustason skorar sigur- markið á lokasek- úndum leiksins gegn Austurríki og tryggir Ís- landi farseðil í 16 liða úrslit. Fjöl- miðlar um allan heim fjalla um afrek liðsins og íslenska þjóðin ærist úr fögn- uði. Englendingar verða mótherjar liðsins á næsta stigi keppninnar. 25. júní Guðni verður forseti Guðni Th. Jóhannesson er kosinn sem nýr forseti Íslands. Guðni hlaut 42% atkvæða en Halla Tómasdótt- ir, sem sótti gríðarlega á undir lok kosningabaráttunnar hlýtur 32% atkvæða. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hlýtur 14,1% at- kvæða. „Ég mun leggja mig allan fram um að gera það sem ég lofaði í þessari kosningabaráttu. Sætta ólík sjónarmið, leiða okkur fram á við og gera okkar samfélag ögn betra í dag en það var í gær,“ segir Guðni í sigur- ræðu sinni. 29. júní Lilja skrifar undir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, undirrita sameiginlega yfirlýsingu um sam- starf á sviði varnarmála. Yfirlýs- ingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórn- völd haustið 2006 og rúmast innan tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Júlí 1. júlí Lætur lífið í bruna Um klukkan 15 barst tilkynning um eld í húsbíl við íbúðarhús á Stokks- eyri. Lögregla og slökkvilið fór þegar á staðinn ásamt sjúkraflutnings- mönnum en þegar þangað kom var bifreiðin alelda. Drengur fæddur 2012 sem var við leik í bílnum lést í brunanum. 3. júlí Ævintýrinu lýkur Ævintýri íslenska landsliðsins í fót- bolta á EM 2016 í Frakklandi lýkur þegar strákarnir okkar eru send- ir heim af gestgjöfunum á Stade de France, 5-2. Spiluðu þeir þá sinn versta leik á mótinu og franska liðið sýndi hversu ótrúlega gott það er. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands, bæði í seinni hálfleik. 3. júlí Miðasalinn Steinbekk Fjöldi Íslendinga sem kaupa miða af athafnamanninum Birni Steinbekk á leik Íslands og Frakklands á EM í Frakklandi fá ekki miðana afhenta. Sviknir aðdáendur landsliðsins leituðu logandi ljósi að Birni þangað til þeir fundu hann miðalausan fyrir utan völlinn í París. Björn seg- ist hafa verið svikinn af starfsmanni Knattspyrnu- sambands Evrópu, UEFA. Þremur mánuðum síðar segist Björn ekki vita hver það var sem sveik hann. Björn kveðst vera búinn að endur- greiða 10 milljónir króna vegna miðasölunnar sem fór út um þúfur. 4. júlí Hylltir á Arnarhóli Mannhaf tekur á móti íslenska knattspyrnulandsliðinu við Hall- grímskirkju þegar það ekur þar hjá í opinni rútu. Þá beið annars eins fjöldi við Arnarhól eftir strákunum okkar sem stóðu sig eins og hetjur á Evrópumótinu í knattspyrnu. Boð- að hafði verið til fagnaðarfundar ís- lensku þjóðarinnar með landsliðs- hópnum í miðborg Reykjavíkur og hófst hátíðin klukkan hálf sjö. Síðar tók landsliðið hið heimsfræga vík- ingaklapp með öllum á hólnum. Mynd Sigtryggur Ari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.