Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Qupperneq 27
Áramótablað 30. desember 201628 Fréttir Innlendur fréttaannáll Október 2. október Sigurður Ingi formaður Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra er kjörinn formaður Fram- sóknarflokksins á flokksþingi Fram- sóknarmanna í Háskólabíói. Hann hlaut 370 atkvæði en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 329 og þurfti því að láta í minni pokann. Mik- ill titringur var innan flokksins í að- draganda formannskjörsins. Niður- staðan kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að skoðanakannanir meðal þeirra sem studdu Framsóknarflokk- inn síðustu daga bentu til þess að Sigmundur Davíð myndi hafa betur. 5. október Geir fékk tvöfalt Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fær tveggja mánaða laun í bón- us vegna vinnu sinnar vegna EM í knattspyrnu sem fram fór í Frakk- landi í sumar. Annað starfsfólk KSÍ fékk eins mánaðar laun í bónus. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ sagði Geir. 5. október Stakk lögreglumann Ung kona, sem grunur leikur á að sé smituð af lifrarbólgu C, veitist að lögreglumanni í miðbæ Akureyrar og stingur hann með sprautunál. Ekki er vitað hvort lögreglumaður- inn hafi smitast af sjúkdómnum. Konan er sögð hafa verið í annar- legu ástandi og mun hún hafa slegið í hönd lögreglumannsins með nál- inni. Var hún handtekin í kjölfarið en hún hefur áður komið við sögu lögreglu. 6. október Ofsóttir af ofsatrúarpari Íslenskir unglingar fá sig fullsadda af erlendu ofsatrúarpari sem ofsæk- ir þá. Nemendur í MH voru á leið niður á Klambratún að hitta nem- endur úr Kvennaskólanum til að fara í ýmsa leiki þegar ofsatrúarpar, Simon og Angela Cummings, hóf að predika fyrir framan hópinn. Varaði parið við samkynhneigð og kynlífi fyrir hjónaband. 7. október Kaupa Emmessís Hópur fjárfesta undir forystu Einars Arnar Jónssonar, sem oft er kennd- ur við Nóatún, eignast 90% hlut í Emmessís. Samkvæmt heimildum DV fóru fjárfestarnir inn í hluthafa- hópinn í ágúst þegar þeir lögðu ís- gerðinni til nýtt hlutafé upp á 50 milljónir króna en fyrirtækið var áður í eigu Sparisjóðabankans (SPB) og Eignarhaldsfélagsins Arev. 10. október Edda jarðsungin Edda Heiðrún Backman leik- kona, söngkona, leikstjóri og mynd- listarmaður er jarð- sungin frá Hallgríms- kirkju. Fjölmargir vinir Eddu úr leiklistarheim- inum rituðu til hennar falleg orð á minningarsíðum Morgunblaðsins auk þess sem margir tjáðu sig á sam- félagsmiðlum um kynni sín af lista- konunni ástsælu. 13. október Píratar og Lækjar- brekka Píratar lýsa sig reiðubúna til að hefja stjórnarmyndunarviðræð- ur fyrir alþingiskosningar og senda forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri hreyf- ingarinnar -græns framboðs og Við- reisnar bréf þess efnis. Í kjölfarið funduðu formenn allra flokkanna nema Viðreisnar á veitingastaðnum Lækjarbrekku. 19. október Nauðgari laus Eiríkur Fannar Traustason, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm í Hæstarétti í byrjun júní, fyrir nauð- gun í Hrísey í fyrrasumar, gengur laus. Eiríkur nauðgaði sautján ára franskri stúlku, sem var einsöm- ul á ferðalagi um landið á reiðhjóli. Eiríkur var í nóvember úrskurðað- ur í gæsluvarðhald á grundvelli al- mannahagsmuna, sem hann sætti þar til dómur féll í máli hans í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra. 30. október Ríkisstjórnin fellur Engir tveir flokkar geta myndað ríkis- stjórn samkvæmt úrslitum Alþing- iskosninganna 29. október. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fell- ur og ekki er hægt að mynda Lækjar- brekkustjórnina svokölluðu; rík- isstjórn Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna. Útlit er fyrir flókn- ar stjórnarmyndunarvið- ræður. 31. október Hækkar laun Sama dag og Íslendingar kusu til Alþingis ákveður Kjararáð á fundi sínum að hækka þingfararkaup alþingismanna og forseta Íslands verulega. Breytingin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2016. Þá skulu laun forseta Íslands vera 2.985.000 krón- ur á mánuði. Áður voru laun forseta um 2,3 milljónir og því hækkaðu laun Guðna Th. Jóhannessonar um tæp- ar 700 þúsund krónur á mánuði, um 30%. Þingfararkaup alþingismanna verður 1.101.194 krónur á mánuði en var áður 762.940 kr. Það er hækkun um 338.254 kr. og er launahækkun upp á 44%.K ri ng la n Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.