Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Qupperneq 31
Áramótablað 30. desember 201632 Fréttir Innlendur fréttaannáll
Birgittu Jónsdóttur, formann Pírata,
á Bessastaði. Þar fær hún stjórnar-
myndunarumboð forseta og hefja
Píratar í kjölfarið viðræður við
vinstri flokkana, Bjarta framtíð og
Viðreisn. Viðræðunum er slitið tíu
dögum síðar.
6. desember
Dómarar áttu bréf
Greint er frá því að fjórir hæsta-
réttardómarar hafi fyrir hrun
átt eignarhluti í Glitni. Það voru
þau Eiríkur Tómasson,
Ingveldur Einarsdótt-
ir, Árni Kolbeins-
son og Markús
Sigurbjörnsson.
Hlutabréf Mark-
úsar Sigur-
björnssonar,
forseta Hæsta-
réttar, í Glitni og
ýmsum sjóðum
bankans hlupu á
tugum milljóna króna
samkvæmt umfjöllun Kast-
ljóss.
7. desember
Hælisleitandi lést
Hælisleitandi hellir yfir sig bens-
íni og kveikir í, fyrir utan húsnæði
Útlendingastofnunar í Víðinesi.
Maðurinn brenndist illa og lést af
sárum sínum fimm dögum síðar.
Maðurinn var frá Makedóníu en
hafði sótt um alþjóðlega vernd á
Íslandi. Mál hans var til meðferðar
hjá kærunefnd útlendingamála.
9. desember
Áttu í Landsbankanum
DV greinir frá því að hæstaréttar-
dómararnir Viðar Már Matthíasson
og Eiríkur Tómasson hafi átt hluti í
Landsbanka Íslands við fall bankans
3. október árið 2008 og nam sam-
anlagt tap þeirra vegna hlutabréfa-
eignarinnar á þeim degi rúmlega
ellefu milljónum króna. Eiríkur og
Viðar Már, sem er jafnframt vara-
forseti Hæstaréttar, skipuðu báðir
fimm manna dóm Hæstaréttar sem
dæmdi ýmsa fyrrverandi stjórnend-
ur og starfsmenn Landsbankans
seka um markaðsmisnotkun og/eða
umboðssvik í tveimur málum fyrir
Hæstarétti í október 2015 og febrú-
ar 2016.
14. desember
Sjómenn í verkfall
Sjómannasamband Ísland, Verka-
lýðsfélag Vestfirðinga, Sjómanna-
félag Íslands og Sjómanna- og
vélstjórafélag Grindavíkur felldu
kjarasamninga í kosningu. Verkfall
sjómanna hófst því klukkan 20.00.
Sjómenn hafa verið samningslausir
frá ársbyrjun 2011.
18. desember
Enginn í haldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
rannsakar hnífstunguárás í húsa-
kynnum Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins við Digranesveg í
Kópavogi. Starfsmaðurinn, kona,
þar varð fyrir árásinni og fullyrðir
að maður með Scream-grímu hafi
skorið hann í handlegginn. Kon-
an missti talsvert af blóði. Engar
öryggismyndavélar voru á stiga-
ganginum þar sem árásin átti sér
stað.
20. desember
27 milljarðar í arð
Hluthafafundur Íslandsbanka
tekur ákvörðun um sérstaka
greiðslu arðs að fjárhæð 27
milljarðar króna til hlut-
hafa fyrir árslok 2016.
Íslenska ríkið er sem
kunnugt er eini hluthafi
bankans eftir að kröfuhaf-
ar Glitnis samþykktu í lok
síðasta árs að framselja 95%
eignarhlut sinn í bankanum til
stjórnvalda.
21. desember
Kæran felld niður
Kæra Gunnars Scheving Thorsteins-
sonar og ónefnds starfsmanns Nova
á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur,
aðallögfræðingi lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, er felld niður. Telur
Lúðvík Bergvinsson, settur héraðs-
saksóknari í málinu, eftir rannsókn
málsins litlar líkur á sakfellingu. Alda
segir í yfirlýsingu að ásakanirnar hafi
verið fráleitar og að þungbært hafi
verið að sitja undir þeim.
Mynd Sigtryggur Ari
Verum þjóðleg
til hátíðabrigða
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is