Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Síða 35
Áramótablað 30. desember 201636 Fréttir Erlendur fréttaannáll 2016: Ár DonalDS Trump Óhætt er að segja að árið 2016 hafi verið ár hinna miklu tíðinda, þá sérstaklega í hinu pólitíska landslagi á Vesturlöndum. Donald Trump kom öllum á óvart og var kjörinn forseti Bandaríkjanna, Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu og Ítalir felldu breytingar á stjórnarskránni í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem varð til þess að Matteo Renzi forsætisráðherra sagði af sér embætti. Ekki liggur ljóst fyrir hvað tekur við á nýju ári en svo gæti farið að Ítalir gangi einnig úr Evrópusambandinu. En árið 2016 var einnig ár átaka, hryðjuverka og ódæðisverka þar sem hryðjuverkasamtökin ISIS létu að sér kveða. DV skoðar hér það helsta sem gerðist á árinu á erlendum vettvangi. Forseti Ein stærstu tíðindi ársins voru úrslit forseta- kosninganna í Bandaríkjun- um þar sem Donald Trump kom, sá og sigraði. Mynd EPA Janúar 16.–29. janúar neyðarástand í Flint Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi í borginni Flint í Michigan þann 16. janú- ar. Síðastliðin tvö ár þar á undan hafði mengað vatn runnið úr krön- um borgarbúa og voru dæmi um að íbúar fengju útbrot og hárlos vegna blýmengunar í vatninu. 18. janúar Ósætti á Óskarnum Fjölmargir gagnrýndu Óskarsverð- launaakademíuna vegna skorts á tilnefningum til þeldökkra leikara í helstu flokkum. Jada Pinkett Smith og Spike Lee kölluðu eftir því að hátíðin yrði sniðgengin. Nokkrum dögum síðar tilkynntu forsvars- menn akademíunnar að unnið yrði að því að auka fjölbreytileika þeirra sem skipa akademíuna með það að markmiði að auka veg minni- hlutahópa. 20. janúar Zika-veiran lét til sín taka Zika-veiran komst í heimsfréttirn- ar í byrjun árs þegar staðfest var að hún hefði greinst í tuttugu ríkjum á vesturhveli jarðar. Þetta olli vís- indamönnum áhyggjum enda líkleg tengsl á milli veirunnar og fæðinga barna með dverghöfuð. Þann 20. janúar ráðlagði bandaríska heil- brigðisstofnunin CDC óléttum kon- um að ferðast ekki til Mið-Ameríku. Febrúar 1.–22. febrúar Friðarviðræður í Sýrlandi Friðarviðræður með það að mark- miði að binda endi á borgarastyrj- öldina í Sýrlandi hófust í Genf þann 1. febrúar. Meðal þeirra sem boð- aðir voru að samningaborðinu voru stjórnvöld í Damaskus og stjórn- arandstæðingar. Tveimur dögum síðar ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að slá viðræðunum á frest því þörf var á frekari undirbúningi málsað- ila. Þann 5. febrúar komu fulltrúar fjölmargra þjóða saman í London þar sem því var heitið að sam- tals 10 milljarðar Bandaríkjadala myndu renna til stríðshrjáðra Sýr- lendinga. Þann 22. febrúar settust stjórnvöld og stjórnarandstæðingar aftur á samningaborðinu þar sem samkomulag náðist meðal annars um vopnahlé á ákveðnum stöðum og úthlutun neyðargagna. 6. febrúar norður-Kóreumenn út í geim Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að þeim hefði tekist að senda gervi- hnött á sporbraut um jörðu. Norð- ur-Kóreumenn sögðu að þetta væri gert í friðsamlegum tilgangi en því voru yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum ósammála. 6. febrúar Öflugur jarðskjálfti Rúmlega hundrað manns létust og yfir 500 slösuðust þegar skjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir Taívan. 1.–9. febrúar baráttan um Hvíta húsið hófst fyrir alvöru Forval demókrata og repúblikana vegna forseta- kosninganna í haust fóru fram í Iowa í byrjun febr- úar. Hjá demókröt- um bar Hillary Clint- on nauman sigur úr býtum gegn Bernie Sanders og hjá repúblikönum varð Donald Trump, sem síðar var kjörinn for- seti, annar. Baráttan hélt svo áfram 9. febrúar þegar forval fór fram í New Hampshire. Þar vann Donald Trump sigur hjá repúblikönum en Bernie Sanders hjá demókrötum. Baráttan hélt svo áfram allt þar til í nóvember að Donald Trump var kjörinn forseti. 11. febrúar Kenning einsteins sönnuð Vísindamenn tilkynntu merkilega uppgötvun í byrjun febrúar þegar þeim tókst að nema þyngdarbylgjur í geimnum. Þar með var einn veiga- mesti þáttur hundrað ára afstæð- iskenningar Einsteins sannaður. MarS 3. mars Þvinganir gegn norður-Kóreu Öryggisráð Sameinu þjóðanna samþykkti að beita yfirvöld í Norð- ur-Kóreu frekari þvingunum vegna þeirrar ákvörðunar Norður-Kóreu- manna að senda gervihnött á sporbraut um jörðu í febrúar og til- raunar þeirra með kjarnorkuvopn í janúar. 17. mars Þjóðarmorð ISIS John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi að ISIS-liðar hefðu gerst sekir um þjóðarmorð á minni- hlutahópum í Írak og Sýrlandi, einkum Jasídum, kristnum og sjíta- múslimum. 18. mars abdeslam handtekinn Lögreglan í Belgíu tilkynnti að hún hefði handtekið Salah Abdeslam, manninn sem talinn er hafa skipulagt ódæðisverkin í París í nóv- ember 2015 þar sem 130 manns létust. 21. mars Obama til Kúbu Barack Obama Bandaríkjafor- seti fór í opinbera heimsókn til Kúbu og varð hann þar með fyrsti Bandaríkjaforsetinn í 88 ár sem það gerir. Grunnt hefur verið á því góða milli Bandaríkjanna og Kúbu undanfarna áratugi en þíða hef- ur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 22. mars Hryðju- verk í brussel Þrjár sjálfs- morðs- sprengjuárás- ir voru gerðar í Brussel að morgni 22. mars; ein á Maalbeek-lestarstöðinni og tvær á Zaventem-flugvellinum. 32 óbreyttir borgarar féllu og yfir 300 manns slösuðust. Hryðjuverka- samtökin ISIS lýstu ábyrgð á ódæð- unum. Hryðjuverkaárásirnar voru þær mannskæðustu í sögu Belgíu. 30. mars rændi flugvél Seif Eddin Mustafa, egypskur ríkis- borgari, rændi flugvél sem var á leið frá Egyptalandi til Kýpur og hótaði að granda henni með sprengju. Seif, sem sagður var andlega veikur, gafst upp fyrir lögreglu þegar vélin lenti á Kýpur og sluppu allir ómeiddir frá ráninu. Inni- og útilýsing Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com Led sparar 80-92% orku Ledljós Ludviksson ehf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.