Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Page 66
Áramótablað 30. desember 2016 Fólk Viðtal 47 tourism) og það gaf mér tækifæri til þess að heimsækja Suðurskauts- landið. Ég kunni afar vel við mig þar og gæti vel hugsað mér að fara aftur þangað,“ segir Katrín Sif. Safnar peningum á sumrin Eftir útskrift úr HÍ hefur Katrín Sif tekið ferðalögin á annað stig. „Síðan 2010 hef ég unnið á Íslandi yfir sum- artímann. Ég hef starfað sem leið- sögumaður í lengri hestaferðum hjá Íshestum en ég hef ástríðu fyrir hest- um og hestamennsku. Ég tek um 7–12 viku ferðir á hverju sumri en síðan kaupi ég mér miða eitthvert út í heim og kem aftur til Íslands í maí. Það hef- ur þó komið fyrir að ég komi til baka í mars ef peningarnir eru uppurn- ir,“ segir Katrín Sif kímin. Að hennar sögn líður henni best uppi á hálendi Íslands á hestbaki um sumartímann. „Ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdá- andi íslenska vetrarins og þess vegna forða ég mér af landi brott yfir köld- ustu mánuðina,“ segir Katrín Sif. Ferðast með giftingarhring Það er dýrt að ferðast og því hef- ur Katrín Sif tileinkað sér lífsstílinn „couch-surfers“. Um er að ræða sam- félag á netinu þar sem einstaklingar bjóða ferðalöngum að gista á heimili sínu í stuttan tíma þeim að kostnað- arlausu. „Þar sem er internet er hægt að finna einstaklinga sem eru virkir í þessu samfélagi. Ég var að ferðast um Vestur-Afríku fyrir nokkrum árum og þrátt fyrir að fólk byggi í tjöldum þá voru allir á netinu í símunum sín- um og voru virkir á samfélagsmiðl- um,“ segir Katrín Sif. Hún er nýkom- in úr þriggja mánaða reisu til Íran, Afganistan og Pakistan þar sem hún gisti allar nætur hjá nýju fólki. „Það var áhugaverð upplifun að ferðast um þessi lönd en undir lokin var ég alveg búin að fá nóg. Ég var hulin svörtu frá toppi til táar á hverjum degi með slæðu yfir hárinu. Ég þurfti að ganga um göturnar með karlmann mér við hlið og þurfti að fylgja þúsund reglum. Ég mátti ekki reykja, hvorki syngja né dansa opinberlega, ekki drekka kaffi, ekki ganga inn tilteknar götur eða heimsækja moskur. Ég vil vera frjáls og mig var farið að dreyma um að komast á sólríka eyju, klæðast bara bikiníi og vera laus við boð og bönn,“ segir Katrín Sif. „Þetta er mjög skemmtilegur ferðamáti og maður kynnist innfædd- um mun betur og þar með menn- ingu landsins. Hins vegar eru vissu- lega hættur og stundum óþægindi sem fylgja þessum ferðamáta. „Við- reynslan“ er sérstaklega hvimleið og ég held að það hafi verið reynt við mig á flestum tungumálum heimsins,“ segir Katrín Sif og tekur fram að það séu ekki bara karlmenn sem geri hos- ur sínar grænar, konurnar láta líka til skarar skríða. Til þess að forðast slíkar uppákomur hefur Katrín Sif tekið upp á því að ferðast með hring á fingri og bent ástleitnum á að ímyndaður eig- inmaður bíði hennar handan hafsins. Tvöhundruðasta landið innan seilingar „Ég hef aldrei lent í neinum alvar- legum vandræðum þegar ég gisti hjá einhverjum í „couch-surfing“ sam- félaginu. Ég rannsaka alla sem ég hyggst gista hjá og skoða allar um- sagnir um þá. Ef ekkert virðist athuga- vert þá sendi ég viðkomandi skila- boð og spjalla aðeins við hann. Síðan staðfesti ég komu mína. Ég hef örugg- lega gist hjá um 400 einstaklingum og fjölskyldum undanfarin ár,“ segir Katrín Sif. Eins og áður segir hefur Katrín Sif ferðast til 197 landa en samkvæmt lista Sameinuðu þjóðanna eru löndin aðeins 193. „Ég tel með lönd eins og Grænland, Færeyjar og til dæm- is Gíbraltar. Með þessum hætti eru um 230 lönd til í heiminum öllum þannig að ég á nóg eftir að skoða. Ég setti mér það markmið að ná tvö hundruð löndum fyrir þrítugsaldur- inn og það er enn á dagskrá,“ segir Katrín Sif. Hún vill helst verja löngum tíma í hverju landi, kynnast menn- ingarheimi landsins og innfæddum. „Ég ferðast yfirleitt ein þó að ég mæli mér stundum mót við vini mína í ein- hverjum löndum. Ég vil helst hafa frelsi til þess að haga hverjum degi eins og mér sýnist og því er ég ekki mikið fyrir að vera í samfloti með ferðafélaga,“ segir Katrín Sif. Hún hagar seglum eftir vindi á hverjum stað. „Ef ég er í Frakklandi þá reyni ég að drekka í mig menningu og listir á söfnum og í tónleikasölum. Þegar ég var að ferðast um eyjarnar í Kyrrahafi þá var lítið að gera eða skoða og þá var ég á ströndinni í fjóra mánuði að slaka á,“ segir Katrín Sif og hlær. „Stan-löndin“ á dagskrá næsta árs Það eru fá svæði í heiminum sem Katrín Sif á eftir ókönnuð. „Ég á eftir að fara til Sýrlands og Líbíu og reikna ekki með að fara þangað alveg á næst- unni vegna aðstæðna þar. Ég á síðan eftir að ferðast til landanna í miðri Afríku, til dæmis Tsjad, Mið-Afríku- lýðveldisins, Kongó og Suður-Súdan. Ástandið þar er líka frekar ótryggt, því ætla ég aðeins að bíða með heimsókn þangað. Síðan á ég eftir að ferðast til „Stan-landanna“ í Mið-Asíu, það er að segja Kasakstan, Úsbekistan, Túrk- menistan og Tadsjikistan. Þar er mik- il hestamenning og ég er að íhuga að brjóta upp munstrið og heimsækja þessi lönd í sumar og ferðast þar um á hestbaki,“ segir Katrín Sif. Eins og gefur að skilja hefur Katrín Sif lent í fjölmörgum ævintýrum á ferðalögum sínum. Hún hefur haldið úti bloggsíðu, fyrst á vef dohop en síð- an á eigin bloggsíðu. Í vinnslu er bók um ferðalögin sem verður að öllum líkindum tilbúin á næsta ári. Giftist óvart kenískum stríðs- manni „Eitt það skrítnasta sem ég hef lent í er líklega þegar ég giftist óvart Maasai- stríðsmanni í Kenía,“ segir Katrín Sif og skellihlær. Aðdragandinn var sá að Katrín Sif flutti fyrirlestur um vist- væn ferðalög á ráðstefnu í Úganda þar sem verðandi eiginmaður henn- ar var einnig meðal fyrirlesara. „Ég vil vera frjáls og mig var farið að dreyma um að komast á sólríka eyju, klæðast bara bikiníi og vera laus við boð og bönn Alþjóðlegur bakgrunnur Katrín Sif er fædd á Íslandi, á ættir sínar að rekja til Gvæjana og ólst upp í Kanada. Hún lifir fyrir ferðalög, hesta og ævin- týri. Mynd SiGTryGGur Ari Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.