Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Side 85

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Side 85
Áramótablað 30. desember 201666 Íþróttaannáll Þegar draumarnir rættust n EM í Frakklandi stendur upp úr n Stelpurnar slá í gegn í golfi og sundi n Íslenskir þjálfarar sigursælir Ísland komið á knattspyrnukortið Eftir gott jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, þar sem Crist- iano Ronaldo gerði lítið úr íslenska liðinu eftir leikinn, biðu Ungverjar liðsins í leik tvö. Þeim leik lyktaði einnig með jafntefli en að þessu sinni voru vonbrigðin okkar megin. Þriðji og síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Austurríki og þar var Arnór Ingvi Traustason hetjan. Hann tryggði Íslandi sæti í 16-liða úrslitum á EM í knattspyrnu – með dramatísku marki á lokasekúndu leiksins. Fyrir vikið varð andstæðingurinn í 16-liða úrslitum England; Wayne Rooney og félagar. Mótið var þegar orðið að stóru ævintýri. Eftir martraðarkennda byrjun, þar sem Rooney skoraði úr vítaspyrnu fyrir England, svöruðu strákarnir fyrir sig með tveimur mörkum á skömmum tíma. Englendingar vissu vart sitt rjúkandi ráð og eru enn þann dag í dag klórandi sér í kollinum yfir því hvernig þetta gat gerst. Strákarnir okkar unnu hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna um allan heim og íslenskir stuðningsmenn, sem fylktu liði til Frakklands, unnu alla á sitt band. Engu skipti þótt liðið tapaði illa gegn heimamönn- um í 8 liða úrslitum því frammistaða þeirra – EM 2016 – mun lifa með þjóðinni um ókomin ár. Ísland er komið á knattspyrnukortið. Sunddrottning í stuði Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna á Evrópumótinu í 50 metra laug sem fram fór London í maí. Hún vann tvö silfur og eitt brons. Hún vann silfurverðlaun í 50 og 100 metra bringusundi og brons í 200 metra sundi. Hún varð fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. Hrafnhildur keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst en hafnaði í 6. sæti í 100 metra bringusundi. Þá komst Eygló Ósk Gústafsdóttir í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Ný þjóðhetja Íslendingar eignuðust nýja þjóðhetju rétt fyrir jól þegar kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð önnur konan í íslenskri golfsögu til að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna. Og það á fyrsta ári sínu sem atvinnu- maður. Hún komst í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og hafnaði í öðru sæti á lokaúr- tökumótinu en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili sem hefst í janúar á Bahamaeyjum. Þá tryggði Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, sér þátttökurétt á sterkustu mótaröð Evrópu, LET-mótaröðinni, þegar hún endaði í öðru sæti á lokaúr- tökumóti sem fram fór í Marokkó. Stelpurnar á fullu gasi Stelpurnar okkar gefa strákun- um ekkert eftir og tryggðu sér í september þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi 2017. Þetta er þriðja skiptið í röð sem stelpurnar komast á EM. Tap Íslands í lokaleiknum gegn Skotlandi, á Laugardalsvelli þann 20. september, breytti engu þar um en liðið hafði fram að því ekki fengið á sig mark í keppninni. Toppsætið var tryggt og Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki næsta sumar. Reynsluboltarnir kvöddu Það gekk á ýmsu hjá handboltalandsliði karla á árinu. Liðið fór í janúar á sitt síðasta stórmót undir stjórn Arons Kristjánssonar og byrjaði á sigri gegn Norðmönnum. Grátlegu tapi gegn Hvít- Rússum var fylgt eftir með arfaslökum leik gegn Króötum. Staðan var 19-10 í hálfleik og Ísland hafnaði í 13. sæti á EM. Geir Sveinsson tók við af Aroni og strákarnir mættu Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi 2017. Eftir æsispennandi einvígi í júní hafði Ísland betur. Það sem upp úr stendur er að 2016 er árið sem reynsluboltarnir hættu í landsliðinu. Alexander Petersson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson, sem dregið hafa vagninn í sóknarleik landsliðsins um árabil, kvöddu allir sem einn í haust. Nýir tímar taka við og maður kemur í manns stað – við höfum alltaf Guðjón Val. Aftur á EM Ísland tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta, þegar liðið vann Belgíu í síð- ustu umferð undankeppninnar sem fram fór í Laugardalshöll þann 18. september. Strák- unum, sem tóku þátt í sínu fyrsta stórmóti í körfubolta í fyrra, tókst þannig að komast í lokakeppnina tvö ár í röð. Þetta tókst liðinu þrátt fyrir að besti leikmaður Íslands um árabil, Jón Arnór Stefánsson, hafi glímt við meiðsli meira og minna alla undankeppn- ina. Ungir leikmenn á borð við Hauk Helga Pálsson og Martin Hermannsson stigu upp og skiluðu mikilvægu framlagi. Þeirra er framtíðin. Gullsleginn Þórir Annar íslenskur handknattleiksþjálfari minnti á sig undir lok árs, Þórir Hergeirs- son, þegar hann stýrði norsku stúlkunum til sigurs á EM í handbolta kvenna. Þetta voru sjöttu gullverðlaun Þóris sem þjálfari Noregs á stórmótum í handbolta. Efnispiltar í körfunni Íslenska drengja- landsliðið í körfubolta, skipað leikmönn- um 18 ára og yngri, varð Norðurlanda- meistari í körfubolta í sumar eftir öruggan sigur á Finnum í úrslitaleik, 101-72. Íslenskur ólympíumeistari Guðmundur Guðmundsson varð ólympíumeistari í handknattleik þegar hann stýrði liði sínu, Dönum, til gullverðlauna í Ríó. Guðmundur mátti þola býsna mikla gagnrýni á tíma sínum með liðið og eftir mótið kom í ljós að Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari og starfsmaður danska sambandsins, hafði reynt að grafa undan Guðmundi þegar mótið stóð sem hæst. Guðmundur mun stýra Dönum á sínu síðasta stórmóti í janúar en framhaldið er óráðið. Snilli Dags Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja óvænt að Evrópumeisturum í handbolta í byrjun árs. Dagur sýndi hvað eftir annað snilli sína á mótinu, en mikil meiðsli hrjáðu þýska liðið. Dagur hitti Angelu Merkel og vakti almennt mikla athygli fyrir afrek sitt. Dagur stýrði liðinu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó en kom svo öllum að óvörum þegar hann tilkynnti að hann myndi í sumar taka við japanska landsliðinu. Kraftar í kögglum Kraftlyftingamenn áttu gott ár. Þannig varð Fanney Hauksdóttir úr Gróttu heimsmeistari í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum í -63 kílógramma flokki. Þá varð Júlían J. K. Jóhannsson tvöfaldur heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum, í +120 kílógramma flokki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.