Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Qupperneq 88

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Qupperneq 88
Áramótablað 30. desember 2016 Menning 69 al gesta spjallþáttarins, gekk út og sagði sér ofboðið. Anna Marsibil Clausen, blaða- maður og einn álitsgjafa DV, segist telja það hafa verið einn markverð- asti listviðburður ársins: „Fjöl- margir íslenskir listamenn eru pólitískt þenkjandi en Reykjavíkur- dætur voru pólitískar fyrst, lista- menn svo. Enginn annar íslenskur listamaður hefur hlotið jafn óblíðar viðtökur og þær – frá almenningi eða jafningjum úr bransanum – og það tók þær tíma að finna takt- inn sem tónlistarmenn. Þær hafa vaxið og dafnað á því sviði og eru í dag eitt allra besta tónleikaband landsins þar sem hver framkoma er gjörningur enda eru þær svo miklu meira en „bara“ rapparar. Með ballarbeltinu góða sköpuðu þær frábæra umræðu um list, kynlíf, kynusla, femínisma og rými, tróðu umræðunni í rauninni í andlitið á fólki sem annars myndi eflaust kjósa að hunsa hugmyndir nýrrar kynslóðar um heiminn.“ Jóhann risi Jóhann Jóhannsson er búinn að stimpla sig inn sem eitt af allra stærstu nöfnunum í heimi kvik- myndatónlistar. Hann var tilnefndur í annað skipti í röð til Óskarsverð- launanna (fyrstur Íslendinga), gerði magnaða tónlist við Arrival, fékk þann heiður að fá að gera tónlist við framhaldsmynd Blade Runner og gaf þar að auki út hljóðversplötuna Orphée. Jón Atli Jónsson, fjöllistamaður og einn álitsgjafa DV, nefnir plötuna sem eitt eftirminnilegasta listaverk ársins: „Orphée er fyrsta sólóplat- an í sex ár frá Jóhanni og sem slík stórtíðindi. Gefin út af Deutche Grammophon sem er elsta útgáfu- fyrirtæki klassískrar tónlistar í heim- inum. Þetta er fyrsta platan hans hjá útgáfufyrirtækinu. Hann hefur áður gefið út hjá Fat Cat og 4AD. Samstarf hans við leikstjórann Den- is Villenueve hefur verið honum gæfuríkt og skipar tónlist Jóhanns í myndum hans stóran sess og gert hann að einu eftirsóttasta kvik- myndatónskáldi heims. En Orphée er sjálfstætt verk og ekki samið fyrir kvikmynd og sýnir hvað Jóhann er magnað tónskáld.“ Sígild tónlist í sókn Jóhann var ekki sá eini sem gerði það gott á sviði sígildrar tónlist- ar árið 2016: Víking- ur Heiðar skrifaði einnig undir samn- ing við Deutsche Grammophon, sem er eitt virtasta plötufyrirtæki heims á sviði klassískrar tónlistar. Kristinn Sigmundsson var tilnefnd- ur til Grammy-verðlaunanna sem hluti af LA óperunni. Í klassísku senunni áttu sér einnig stað nokkrar breytingar. Franski hljómsveitarstjórinn Yan Pascal Tortelier,tók við sem nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og er ráðinn til þriggja ára. Þá var Tectonics-tón- listarhátíðin haldin í síðasta skipti í ár. Þráinn Hjálmarsson, tónskáld og einn álitsgjafa DV, nefnir fréttina sem eina þá markverðustu á árinu: „Áhrif hátíðarinnar á íslenskt tón- listarlíf mun eflaust koma betur og betur í ljós með tímanum, en Ilan Volkov, listrænn stjórnandi hátíðar- innar og þáverandi aðalstjórnandi SÍ, kom líkt og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf og náði að virkja gífurlega breiðan hóp listamanna og efna til óvæntra samtala með þessari hátíð,“ segir hann. Tónlistarnám í limbói 2016 var árið sem tónlistarkennarar voru kjarasamningslausir, en samn- ingur þeirra hefur nú verið laus í 14 mánuði. Ekki tókst að ljúka ár- inu með skammtímasamningi sem samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum lagði til. Meirihluta árs hefur verið deilt um hvort sveitarfélögum beri lög- bundin skylda til að styðja við tón- listarnám á mið- og framhaldsstigi en í september var Reykjavíkur- borg sýknuð af kröfum Tónlistar- skólans í Reykjavík, og því er ljóst að ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta fjárstuðningi við tónlistar- skólann árið 2011 vegna kostnaðar við kennslu nemenda í framhalds- námi í hljóðfæraleik telst lögmæt. Í sama mánuði var undirritaður samningur um stofnun listfram- haldsskóla á sviði tónlistar. Ný tækni og framtíðarsýn Tækni spilaði stærra hlutverk í list- sköpun á árinu en oft áður og fram- tíðin í brennidepli: tón- og mynd- listarhátíðin Cycle einbeitti sér að tímanum og framtíðinni og þver- faglega verkefnið OH project stóð fyrir ráðstefnunni Future Fictions í október. Sýndarveruleikasýning Bjarkar, Björk Digital, ferðaðist um heim- inn á árinu og var opnuð í Hörpu í nóvember. Nokkrir álitsgjafar DV nefndu sýninguna sem eitt eftir- minnilegasta listaverk ársins. Davíð Ólafsson, aðjúnkt í menningarfræð- um, segir til að mynda: „Þrotlaus leit Bjarkar að leiðum til að nota nýjustu tækni og vísindi í þágu listarinnar er merkileg og aðgengi hennar að fólki á hnífsegg stafrænnar miðlunar gerir henni kleift að sinna hlutverki landkönnuðarins.“ Bjarki Þór Jónsson tölvuleikja- fræðingur segir sýninguna hafa staðið upp úr á árinu að sínu mati: „Á sýningunni er notast við sýndar- veruleika þar sem Björk hefur náð að tvinna saman tónlist og tækni á áhugaverðan hátt. Í sumum atrið- um getur gestur sýningarinnar tekið beinan þátt í tónlistarmyndbandi Bjarkar en sýningin er eins konar framlenging af plötunni Vulnicura, þar sem sýndarveruleiki er notaður samhliða tónlist Bjarkar. Mér finnst Björk Digital líka vera gott dæmi um hvernig hægt er að tvinna tölvu- tæknina saman við skapandi grein- ar á vel heppnaðan hátt.“ Hann segir sýndaveruleika- umræðuna einmitt hafa verið áber- andi á Íslandi í ár: „Sérstaklega í kringum Slush PLAY ráðstefn- una sem fókusaði á tölvuleiki og sýndarveruleika. Íslensk fyrirtæki hafa auk þess verið að gera góða hluti á sviði sýndarveruleika með leikjum og upplifunum á borð við EVE Valkyrie, EVE Gunjack, Everest VR og Waltz of the Wizard.“ Sesselja G. Magnúsdóttir dans- fræðingur nefnir annað verk sem notast við nýstárlega tækni – gervi- greind og smáforrit – sem eftir- minnilegasta verk ársins, dansverkið Calmus Weaves sem sýnt var á Lista- hátíð í Reykjavík. „Í verkinu dansa dansararnir við tónlist sem er samin í rauntíma með hjálp tónsmíðafor- ritsins CALMUS Composer, hug- búnaðar byggðum á gervigreind og hefðbundnum tónsmíðaaðferðum. Hljóðheimur verksins skapast við hreyfingar dansaranna en þeir bera á sér hreyfiskynjara sem senda skila- boð í tónsmíðaforritið sem síðan breytir skilaboðunum í tónlist sem annars vegar nær til áhorfanda fyrir tilstuðlan tölvu eða umritaðist í nót- ur sem hljóðfæraleikarar sem voru einnig á sviðinu lásu og spiluðu eft- ir CALMUS Notation, smáforriti í iPad.“ Aldrei fleiri skáldsögur Aldrei hafa fleiri nýjar íslenskar skáldsögur komið út en árið 2016, en fjöldinn hefur tvöfaldast á síð- ustu tuttugu árum. Þú færð fallega borð- búnaðinn og fullt af fíneríi frá greengate hjá okkur Austurvegi 21, Selfoss / Sími 482 3211 facebook.com/sjafnarblom Höfðabakka 3, Reykjavík / Sími 587 2222 facebook.com/litlagardbudin Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og gjafavara við öll tækifæri Góð og persónuleg þjónusta Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.