Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 11
Helgarblað 21. júlí 2017 fréttir 11 Elisabet Bahr Ingólfsson – 14. desember 1965 Elisabet Bahr Ingólfsson handa- vinnukennari var fædd 1. júní 1926 í Pommeren í Þýskalandi. Hún giftist Baldri Ingólfssyni 1951 og saman eignuðust þau þrjá drengi. Þeir heita Baldur Jóakim, Hans Ei- ríkur og Magnús Diðrik. Elisabet fór heiman að frá sér 14. desember 1965 um kl. 14.30. Fljótlega hófst eftirgrennslan eftir henni og svo umfangsmikil leit þá um kvöldið. Valgeir Víðisson – 19. júní 1994 Valgeir Víðisson var fæddur 11. júlí 1964. Hann var uppalinn í Vest- mannaeyjum en flutti til Reykja- víkur eftir grunnskólaárin. Hann var ókvæntur og átti einn son. Valgeir leigði herbergi á Lauga- vegi 143 í Reykjavík. Hann var bú- inn að vera í basli með fíkniefni í nokkur ár og tengdist undirheim- um Reykjavíkur. Kvöldið 19. júní 1994 sagði hann vinkonu sinni að hann væri að bíða eftir mikilvægu símtali en útlistaði þó ekki nánar um hvað málið snerist. Telja að Valgeir hafi verið myrtur Síðar þetta kvöld fór Valgeir frá heimili sínu á dökkleitu reiðhjóli sem hann átti. Hann var klædd- ur í ljósbláar gallabuxur, brúnan leðurjakka og brún reimuð stíg- vél. Hann var grannur, lágvax- inn með skollitað hár. Svo virtist sem hann hefði bara rétt ætlað að skreppa út. Sjónvarpið var í gangi, ljósin voru kveikt og mynd sem hann var að mála stóð á trön- um í stofunni. Ekkert hefur spurst til Valgeirs frá þessu kvöldi þrátt fyrir umfangsmikla leit sem hófst rúmri viku síðar. Aldrei fundust neinar handbærar vísbendingar í málinu. Eins hefur reiðhjól Val- geirs aldrei fundist. Vegna tengsla hans við fíkni- efni og undirheima Reykjavíkur beindist fljótlega grunur að því að Valgeir hefði horfið af manna- völdum. Enn þann dag í dag telja bæði lögregla og fjölskylda hans að um saknæmt athæfi sé að ræða. Það er að segja að Valgeir hafi verið myrtur. Það má í raun segja að mál hans hafi verið rann- sakað í þrígang. Lögregla hefur þó líka verið gagnrýnd fyrir að rann- sókn, fyrst eftir að Valgeir hvarf, hafi gengið of hægt. Faðir Valgeirs fullyrti í sjónvarpsviðtali að hann viti til þess að sonur sinn hafi fengi hótanir fyrir hvarfið. Eftir hvarfið fór kunningi Val- geirs inn í vistarverur hans og tók þar svokallað fílofax sem er nokkurs konar dagbók. Skömmu síðar skilaði hann því til lögreglu en þá vantaði allar blaðsíður sem höfðu að geyma upplýsingar frá deginum sem hann hvarf og dag- ana þar á undan. Lögreglan telur að þarna hafi getað leynst mikil- vægar upplýsingar. Ekki var talið að kunningi Valgeirs tengdist hvarfi hans. Tveir menn handteknir Valgeir var úrskurðaður látinn árið 2000 og var þá haldin minn- ingarathöfn um hann. Árið 2001 varð svo vending á málinu. Þá voru tveir menn handteknir í tengslum við hvarf Valgeirs eft- ir að trúverðugar ábendingar um aðkomu þeirra að hvarfi hans bár- ust lögreglu. Heimildarmaður lögreglu full- yrti að mennirnir, sem aldrei voru nafngreindir, hefðu komið að hvarfinu á Valgeiri. Valgeir hefði hitt mennina við bílakjallara í miðborg Reykjavíkur nóttina sem hann hvarf vegna skuldar sem Valgeir var að innheimta. Í bíla- geymslunni átti annar mannanna að hafa stungið Valgeir með hnífi og drepið hann þannig. Í þættin- um Mannshvörf kom fram að mennirnir hefðu því næst átt að hafa sett líkið í skott bifreiðar sinnar og ekið með það austur fyr- ir fjall. Þegar ábendingin barst var annar mannanna í fangelsi í Hollandi. Hann var framseldur að beiðni íslenskra yfirvalda. Þeir voru látnir sæta gæsluvarðhaldi um tíma. Ekkert kom þó út úr yfir- heyrslum. Báðir neituðu aðild að hvarfi Valgeirs. Eitt af því sem þótti grunsam- legt við atferli mannanna er að í júlí 1994 fóru þeir með með bif- reið sína, sem var svartur Chevro- let Capris árgerð 1978, á bifreiða- verkstæði og vildu selja hana til niðurrifs sem þeir og gerðu. Til eru myndir af bifreiðinni í gögn- um lögreglu vegna rannsókn- ar á umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 1994. Það sem þótti sérstakt við bifreiðina var að búið var að fjarlægja alla klæðningu úr far- angursrými hennar svo einung- is var þar bert stálið. Bíllinn stóð í nokkra daga fyrir utan verkstæðið en þá kom þar maður og ýtti á eft- ir því að bifreiðin færi í brotajárn. Bíllinn var notaður í rallýkross og svo hent um haustið 1994. Enn hefur ekkert orðið til þess að málið megi heita upplýst. Bæði lögregla og fjölskylda Valgeirs eru enn á þeirri skoðun að hann hafi verið myrtur. Út frá því má áætla að morðingi hans gangi laus. Í samtali við DV árið 2016 sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfir lögregluþjónn að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu á síð- ustu árum. Málið sé því enn opið þótt engin formleg rannsókn sé í gangi. Ef lögregla fái nýjar upplýs- ingar sé hægt að taka rannsókn- ina upp. Sverrir Kristinsson – 26. mars 1972 Sverrir Kristinsson var fædd- ur 4. desember 1949. Hann var uppalinn í stórum systkinahópi í Höfnum á Reykjanesi. Sverr- ir var annálað snyrtimenni, stundaði nám við raunvísinda- deild Háskóla Íslands og bjó á Nýja-Garði í Reykjavík sem var heimavist fyrir háskólanema. Sverrir var gítarleikari og hafði meðal annars spilað með hljóm- sveitunum „Blóm afþökkuð“ og „Yoga“. Hann var ókvæntur og barnlaus. Vitnum bar ekki saman Páskarnir árið 1972 voru snemma það ár. Sverrir ætl- aði að dvelja hluta páskafrísins í Reykjavík og læra undir próf. Hann ætlaði svo að fara heim í faðm fjölskyldunnar á þriðju- degi og njóta frísins með þeim suður í Höfnum. Að kvöldi pálmasunnu- dags 26. mars 1972 fór hann ásamt fleirum að skemmta sér í Klúbbnum sem var staðsettur við Borgartún í Reykjavík. Þegar liðið var á kvöldið tjáði Sverr- ir félaga sínum, Birni Bergssyni, að hann ætlaði að fara heim. Í framhaldinu tók hann leigu- bíl upp á heimavist. Leigubíl- stjórinn sem ók honum sagði að Sverrir hafi verið það ölvað- ur að hann hafi verið í vandræð- um með að skrifa ávísun og hafi þeir sammælst um það að Sverr- ir kæmi niður á leigubílastöðina daginn eftir og greiddi farið. Þá sagðist hann hafa fylgst með því að Sverrir kæmist örugglega inn á vistina áður en hann ók á brott. Inn á vistinni mætti Sverr- ir stúlku sem þar bjó og var málkunnugur. Þau skiptust á nokkrum orðum og héldu svo hvort í sitt herbergið. Athygli vekur að stúlka þessi, sem nú er látin, sagði að Sverrir hefði ekki verið neitt áberandi ölvaður og gefur því augaleið að þarna er hrópandi misræmi í framburði hennar og leigubílstjórans sem ók Sverri skömmu áður. Stúlka þessi býr sig svo til svefns en verður þá vör við að menn koma inn ganginn og banka á hurð Sverris sem opnar fyrir þeim. Hún segist heyra á spjall þeirra um stund án þess þó að greina orðaskil en stuttu seinna fari þeir og Sverrir með þeim. Þetta er í síðasta skipti sem vitað er með einhverri vissu um ferðir Sverris Kristinssonar. Keyrði bróður Sverris á ruslahaugana Þegar Sverrir kom svo ekki heim á þriðjudeginum var farið að óttast um hann. Fór fjölskylda Sverris þá til lögreglu og fljótlega upp úr því hófst eftirgrennslan og umfangsmikil leit sem aldrei skilaði árangri. Bróðir Sverris fór til lögreglu skömmu eftir hvarf- ið til að athuga gang mála. Lög- reglumaðurinn sagði honum að það væri vel vitað hvar hann væri og sagðist geta sýnt honum það. Keyrði lögreglumaðurinn með bróður Sverris upp á ruslahauga í Gufunesi og sagði honum að hér gæti hann fund- ið bróður sinn, hingað færu þeir nefnilega allir sem dræpu sig. Bróðir Sverris spurði þá hvort þeir ættu þá ekki að ná í hann og gengu svo að skúr sem var á svæðinu. „Hann er ekkert hér,“ sagði bróðir Sverris við lögreglu- manninn. „Nei, þá getum við ekkert gert,“ sagði lögreglumað- urinn og við svo búið fóru þeir aftur til baka. Þegar herbergi Sverris var skoðað var það snyrtilega frá- gengið eins og Sverris var von og vísa. Á skrifborði hans var þó vínflaska sem drukkin var nið- ur fyrir axlir og fjögur staup sem drukkið hafði verið úr og þar af lá eitt þeirra á hliðinni. Fjöl- skylda Sverris fór fram á það að fingraför yrðu tekin af flösk- unni og staupglösunum. Af ein- hverjum ástæðum var það ekki gert. Fjölskylda Sverris kallaði sjálf til leitarhund sem rakti ferð Sverris út úr vistinni og að götu í grenndinni. Þar týndi hundur- inn slóðinni. Orðrómur um að líkið væri í Norræna húsinu Nokkrum vikum eftir hvarf Sverris hafði lögreglan samband við fjölskyldu hans og henni gert það orð að láta konuna í Nor- ræna húsinu í friði, sú kona væri nefnilega búin að þola nóg. Þau vissu ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið vegna þessarar orðsendingar og kannaðist ekkert þeirra við að hafa verið í neinum samskipt- um við neinn hjá þeirri stofn- un. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að forstöðu- maður Norræna hússins hafði svipt sig lífi þremur vikum eftir hvarf Sverris. Komst sá orðróm- ur af stað í kjölfarið að ástæðan væri að hann hefði ekið á Sverri og komið líki hans fyrir í rotþró undir kjallara hússins. Varð orðrómurinn svo sterkur að lögregla fann sig tilknúna til að athuga það nánar og var leit- að hátt og lágt í Norræna húsinu. Þar á meðal í áðurnefndri rot- þró. Ekkert fannst við leitina sem renndi stoðum undir sögusagn- irnar. Fjölskylda Sverris var afar ósátt við rannsókn lögreglunn- ar á hvarfi Sverris. Aldrei fannst neitt sem gat skýrt hvarf hans. Eins kom aldrei í ljós hverjir það voru sem heimsóttu Sverri kvöldið örlagaríka, enda var það eitthvað sem lögreglan athug- aði aldrei eða reyndi að komast á snoðir um. Garðar Kristinsson, bróðir Sverris, fórst með vélbát ári áður, aðeins 16 ára gamall. Hvarf Sverris var því annað stóra höggið sem fjölskyldan varð fyrir á skömmum tíma. Talið var að hún hefði tekið sér far með leigubíl út á Seltjarnarnes. Hrædd og hrufluð á fótum Fram kemur í blaðagreinum frá þessum tíma að Elisabet hafi talað lýtalausa íslensku, verið 166 sentí- metrar á hæð og ljóshærð. Elisabet var klædd dökkblárri, hnepptri ullarkápu með stórum tölum, svartri húfu og svörtum uppháum leðurstígvélum, þegar hún hvarf. Skömmu eftir hvarfið gaf sig fram sjónarvottur sem taldi sig hafa séð Elisabetu á gangi við Hafnar- fjarðarveg neðan Öskjuhlíðar um klukkan 4 aðfaranótt 15. desember. Samkvæmt honum var hún hrædd, hrufluð á fótum og sagði að ein- hver væri að elta sig. Sjónarvottur- inn kveðst hafa boðið Elisabetu far, sem hún afþakkaði. Fyrst þegar lýst var eftir Elisabetu var ekki greint frá nafni hennar. Ekkert virðist hafa fundist sem gat útskýrt hvarf hennar eða neitt sem gat með fullri vissu út- skýrt hvert ferð hennar var heitið þennan örlagaríka dag. Bjarki seg- ir að Elisabet sé önnur af tveim konum sem horfið hafa á Íslandi frá árinu 1930. Reistur hefur ver- ið minningarsteinn um Elisabetu í Gufuneskirkjugarði Elisabet Bahr Ingólfsson Umfangs- mikil leit hófst sama kvöld. Sverrir Kristinsson Lögreglumenn töldu hann hafa svipt sig lífi. Það fékkst þó aldrei staðfest. Valgeir Víðisson Talið er að hann hafi verið myrtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.