Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 40
SumarSeríur jafnvel betri en aðrar Sumarseríur með konum í aðalhlutverki Glow: KvennaGlíma oG 80´s tónlist (netflix) Þetta eru þættir sem þú vilt ekki missa af. Ruth Wilder, leikin af Alison Brie, er ein fjölmargra atvinnulausra leikara í Los Angeles, sem mætir í hverja prufuna á fætur annarri. En svarið er alltaf: nei. Þegar henni býðst að taka þátt í nýju verkefni ákveður hún að slá til og kemst að því að aðalmótherjinn er fyrrverandi besta vinkona hennar. Öðruvísi, áhugaverðir og skemmtilegir þættir og 80‘s tónlistin er punkturinn yfir i-ið. the Bold type: lífið í Glanstímarita- heiminum (freeform) Þættirnir eru byggðir á ævi Joanna Coles, fyrrum ritstjóra Cosmopolitan, sem í dag er yfirefnisstjóri allra blaða Hearts- blaðasamsteypunn- ar. Þættirnir fjalla um ástir, vináttu og daglegt líf þriggja kvenna sem starfa á skrifstofu alþjóðlegs kvennatímarits. Skemmtilegir þættir byggðir á lífi og reynslu konu sem ávallt hefur gegnt ábyrgðarstöðu í tímaritabrans- anum og er jafnframt einn framleiðenda þáttanna. Áður fyrr var staðan sú að ein sjónvarpsstöð var í boði, sem tók sér frí á fimmtudögum og í mánuð á sumrin. Í dag er staðan allt önnur, valið mun meira og fjölbreyttara og góðar sjónvarpsseríur í boði allan ársins hring. Fjölmargar seríur voru frumsýndar í sumarbyrjun eða verða frumsýndar í sumar og skoðum við hér nokkrar góðar þar sem konur eru í aðalhlutverkum. somewhere Between: er hæGt a ð Breyta örlöGunum? (aBC) Band arísk endurgerð kóresku þáttanna God ś Gift: 14 days. Laura Price (leikin af Paulu Patton) e r fréttakona í San Fransisco sem aðstoðar lö gregluna við að góma fjöldamorðingja. Eft ir að dóttir hennar er drepin, hefst atburðarás þa r sem Price endurlifir vikuna fyrir morðið. G etur hún fundið morðingja dóttur sinnar og brey tt örlögunum? Claws: naGladeKur oG Glæpir (tnt) Desna Simms, leikin af Niecy Nash, er eigandi handsnyrtistofu í Flórída. Á yfirborðinu virðist hún verndarengill þeirra undir- málskvenna sem vinna hjá henni, auk þess að sjá um eldri þroskaheftan bróður sinn. En konurnar eru allar á einn eða annan hátt flæktar í peningaþvætti og morð og losna ekki við drauga fortíðarinnar. Skemmtilegir dramaþættir og önnur sería hefur verið ákveðin. prime suspeCt 1973: tvöfalt mót- læti, í starfi oG heima fyrir (itv) Forsaga bresku þáttanna, sem fjalla um Jane Tennison, yfirmann leynilögreglunnar, leikin af Helen Mirren. Í þessari sex þáttaröð er fylgst með fyrstu dögum hennar í starfi, en Stefanie Martin leikur hina 22 ára gömlu Tennison. Hún tekst á við rannsókn morðmáls undir handleiðslu eldri og reyndari félaga sinna, ásamt því að þurfa að takast á við fordóma bæði í vinnu, þar sem konur eru tiltölulega nýkomnar til starfa sem lögreglu- menn, og heima fyrir, þar sem fjölskyldan er ekki sátt við starfsvalið. Ekki náðist samkomulag á milli ITV sjónvarps- stöðvarinnar og Lyndu La Plante, höfundar bókanna sem þættirnir eru byggðir á, til að gera fleiri seríur, þrátt fyrir að þessi hafi fengið mjög góðar viðtökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.