Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 70
46 fólk Helgarblað 21. júlí 2017 Á netinu má finna alls kyns lista um frægt fólk, lífs og liðið, sem talið er vera eða hafa verið á einhverfu- rófi. Yfirleitt er þarna um getgát- ur að ræða þar sem flestir þessara einstaklinga hafa aldrei verið greindir með einhverfu. Hér eru nokkrir listamenn sem hafa verið greindir á einhverfurófi. n Á einhverfurófinu Dan Ackroyd Leikarinn hefur talað mjög opinskátt um það að hann sé með asperger-heilkenni og hafi verið með tourette sem læknast hafi í meðferð. Hann segist hafa vitað allt frá tólf ára aldri að hann væri með einhverfu. Eitt einkennið var þráhyggja hans gagnvart draugum, sem hann segir síðan hafa orðið kveikja að myndinni Ghostbusters. Ackroyd segir að sér hafi gengið ágætlega að lifa með einhverfunni. Ackroyd er orðinn 65 ára og segist óska sér þess að fá að verja ellidögum með barnabarnabörnunum. „Ég er spíritisti og óttast ekki dauðann. Ég veit að andinn lifir og þegar maður fer yfir í annan heim þá eru þar allir jafnir,“ segir hann. Daryl hannah Leikkonan var greind með einhverfu sem barn. Sagt er að sérfræðingar hafi þá mælt með að hún yrði vistuð á stofnun og sett á lyf. Hannah lék í mörgum þekktum myndum, þar á meðal Blade Runner, Splash, Wall Street og Kill Bill. Hún segist hafa liðið fyrir að koma fram opinberlega. „Ég fór aldrei í viðtalsþætti, aldrei á frumsýningar. Það var beinlínis þján- ingarfullt að mæta á Óskarsverðlaunaathöfn, það var næstum liðið yfir mig þegar ég gekk á rauða dreglinum. Ég var svo klaufaleg og mér leið svo óþægilega að ég komst að lokum á svartan lista í Hollywood.“ Susan Boyle Skoska söngkonan varð fræg á einni nóttu eftir frammistöðu sína í Britain's Got Talent þar sem hún söng I Dreamed a Dream úr Vesalingunum. Frammistaða hennar er eitt frægasta atriði í sögu raunveruleikaþátta. Flissað var að Boyle þegar hún kom á svið vegna útlits hennar en allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar hún hóf söng sinn. Ferill hennar hefur síðan verið sigurganga. Boyle var greind með heilaskaða á unga aldri. Rúmlega fimmtug leitaði hún til sérfræðinga sem greindu hana með asperger-heilkenni. Boyle segist alltaf hafa vitað að greiningin sem hún fékk sem barn hefði verið röng. Courtney Love Ævi Courtney Love hefur ekki verið auðveld. Sem barn átti hún í erfiðleikum með félagstengsl og glímdi við námsörðugleika. Níu ára gömul var hún greind með einhverfu. Hún hefur rætt mjög opinskátt um fíkniefnavanda sinn. Hún er fjölhæf, er söngkona, leikkona og sinnir myndlist. heather Kuzmich Fyrirsætan var á sínum tíma í fjórða sæti í keppninni America's Next Top Model. Einhverjir keppinautar hennar hæddust að henni fyrir klaufalega framkomu og óframfærni. Í þættin- um kom síðan fram að Kuzmich var greind með asperger fimmtán ára gömul. Kuzmich segist stríða við erfiðleika í samskiptum við fólk og eiga erfitt með félagstengsl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.