Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 21. júlí 2017 Ekki bara góð laun sem heilluðu í Tyrklandi T heodór Elmar Bjarna- son skrifaði í vikunni und- ir samning við Elazıspor í Tyrklandi en hann kemur til félagsins frá Danmörku þar sem hann hafði leikið í tvö ár með AGF, kappanum fannst tími til kominn að yfirgefa Norðurlöndin þar sem hann hafði dvalið í mörg ár. Skref- ið kom nokkrum á óvart enda leik- ur Elazıgspor í næstefstu deild Tyrklands, fjárhagslega var tilboð- ið hins vegar þannig að Elmar gat ekki hafnað því. Theodór Elmar er þrítugur miðjumaður sem getur einnig leik- ið í stöðu kantmanns en hann hef- ur leikið 36 A-landsleiki og í raun átt fast sæti í hópnum undanfar- in ár en var skildur eftir utan hóps í síðasta verkefni. Það kom mörg- um á óvart enda Elmar verið lykil- maður undanfarið og reynst liðinu afar vel. ,,Það var nokkuð stuttur aðdrag- andi að þessu, ég heyrði af áhuga þeirra og einhverjum fimm dögum síðar var þetta klárt. Það voru nokk- ur önnur lið í Tyrklandi sem sýndu mér áhuga en þetta lið kom upp og ég ákvað að stökkva á það. Fyrstu kynni voru mjög góð, það hefur allt verið eins og best verður á kos- ið eftir að ég kom hingað. Þeir tóku rosalega vel á móti mér og aðstæð- ur hér þar sem við erum í æfinga- búðum eru frábærar,“ sagði Theo- dór Elmar við DV í gær. Fær vel borgað Elmar, sem er þrítugur, fékk mörg tilboð í sumar eftir að samning- ur hans við AGF í Danmörku var á enda en hann vildi velja vel, bæði vildi hann fá vel greitt og þá vildi hann taka skref til félags sem er með metnað. Ég hafði úr talsvert mörgum tilboðum að velja en ég vildi taka rétta skrefið, sum af þess- um tilboðum voru fjárhagslega ekki nógu góð fyrir mig. Þegar líð- ur á félagaskiptagluggann á sumrin þá fara félögin að keyra allt í botn, maður þarf að vera þolinmóður þó að það geti verið erfitt. Ég prófaði það að vera atvinnulaus í 16 daga.“ Eigendur félagsins hafa mik- inn metnað og það sannast í því hversu vel þeir borga miðað við að leika í næstefstu deild Tyrklands. „Auðvitað pældi maður talsvert í því að maður væri að fara að spila í næstefstu deild, það voru viðræð- ur við lið í úrvalsdeildinni hérna í Tyrklandi en það kom aldrei neitt fast á borðið. Elazıgspor kom með tilboðið á borðið sem var bara þess eðlis að það var mjög erfitt að segja nei, félagið hefur feng- ið sex leikmenn sem hafa spilað í úrvalsdeildinni hér í Tyrklandi eða í sterkum deildum. Þetta eiga að vera góðir leikmenn og eins og mörg önnur lið þá segjast þeir ætla upp, þeir eru með nýja eigendur. Þetta er lið sem var í miklu basli en hafa rétt vel úr kútnum, skuld- ir voru greiddar og nú er félagið í uppbyggingu. Það er mikill metnaður í klúbbnum og fótboltamenningin hérna í Tyrklandi er mjög heillandi, það eru 14–15 þúsund áhorfendur á öllum heimaleikjum liðsins þrátt fyrir að liðið sé í næstefstu deild. Í deildinni hérna eru svo 15 til 30 þúsund manna vellir og þetta er því spennandi deild, maður vonast hins vegar eftir því að liðið kom- ist upp því það er metn- aður allra leikmanna að spila á sem hæsta stig- inu. Það voru ekki bara launin hérna sem heill- uðu heldur líka metn- aðurinn, launin eru góð en maður vildi líka fé- lag með metnað.“ Ástríðan í Tyrklandi rosaleg Theodór Elmar var á meðal varamanna þegar Ísland lék við Tyrkland í undankeppni EM en leikurinn fór fram í Konya árið 2015, undir- ritaður var á vellinum og hefur aldrei á ævi sinni heyrt jafn mikil læti á knattspyrnuleik. Í starfinu hefur maður farið á knattspyrnuleiki úti um allan heim en lætin sem Tyrkirnir voru með og ástríðan í þeim var ótrúleg. „Ég man eftir þessum leik, ég sat reynd- ar allan tímann á bekknum. Maður hélt bara fyrir eyrun stóran hluta af leiknum, lætin voru slík. Það er gríðarlega mikil ástríða í mönnum hérna, frá því að ég skrifaði und- ir hefur maður fundið fyrir þessu. Fréttirnar um þetta eru alls staðar og það er endalaust verið að tala um fótbolta í sjónvarpinu, ég held að það eigir fáir séns í ástríðuna sem Tyrkir hafa fyrir þessu,“ sagði Elmar, sem var í æfingabúðum með félaginu. Íhugaði að koma heim en af- þakkaði boð KR Elmar ólst upp í KR og hefur alltaf borið sterkar taugar til félagsins, hann lék þrettán leiki með fé- laginu árið 2004, þá aðeins 17 ára gamall. Elmar samdi svo við Celtic í Skotlandi þá en í sumar ræddi hann við uppeldisfélagið sitt og íhugaði það alvarlega að koma heim. „Það voru einhverjar viðræður við KR og það er minn klúbbur heima á Íslandi, ég skoð- aði það alveg, en þegar maður er með tilboð að utan sem heillar þá er erfitt að segja nei við því. Ég pældi alveg í þessu, ég er orðinn þrítugur og maður er kominn með barn. Það kom því vel til greina að koma bara heim og byrja að undirbúa lífið eftir fót- boltann en svo datt þetta inn og þá gat ég ekki annað en tekið því.“ Furðulegar ákvarðanir hjá AGF Elmar var í fimm ár í Danmörku, hann var í þrjú ár hjá Randers og síðan tvö ár hjá AGF þar sem mikið gekk á. „Tíminn hjá AGF var upp og niður, liðinu gekk ekki nógu vel. Það voru þjálfara- skipti og þjálfarinn sem fékk mig var ástæða þess að ég samdi við félagið. Hann var rekinn eftir sex mánuði, við fórum úr því að spila fótbolta sem snerist um það að halda bolta sem hentaði mér gríðarlega vel yfir því að sparka og vona það besta sem hentar mér ekki jafn vel. Ég eignaðist fullt af góðum vinum, ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað. Ég átti mína góðu leiki, AGF er fé- lag sem gerir kröfur en það hefur ekki gengið upp hjá þeim síðustu ár. AGF eyðir miklum pening- um í liðið sitt og er með fjórða stærsta fjármagnið í deildinni og því eru kröfur gerðar. það er eitthvað sem gengur ekki upp þarna, þeir kaupa menn sem virðast ekki þola pressuna. Það er miklu meiri pressa í AGF en til dæmis Randers þar sem ég var áður, þrátt fyrir það er Randers alltaf ofar en AGF. Það eru líka stundum óraunhæfar væntingar hjá AGF, liðið var að koma aftur upp þegar ég kom og við vorum á fínu skriði. Við vorum í áttunda sæti og við vorum að bæta okk- ur mikið en þá var þjálfarinn rek- inn, maður skilur þetta stundum ekki alveg. Eftir þessi ár í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku fór ég ekki einu sinni í það að tala við klúbba á Norðurlöndunum, ég vildi fara annað og ræddi við fé- lög í Englandi, Portúgal og svo komu tilboð frá Grikklandi. Ég hafði úr ýmsu að velja en mér leist best á þetta.“ Vonast til að komast aftur í landsliðið Elmar hafði átt alveg fast sæti í ís- lenska landsliðinu í langan tíma þangað til í sumar þegar Heim- ir Hallgrímsson valdi hann ekki í leikmannahóp liðsins fyrir leikinn gegn Króatíu, það kom mörgum á óvart og ætlar Elmar sér að vinna sér inn sætið á nýjan leik. ,,Ég ætla að leggja allt á mig og vonast eftir því að geta unnið mér inn sæti aft- ur í hópnum, ég hef fulla trú á því. Ég geri mitt besta til að sanna mig, það kom mér frekar mikið á óvart að vera ekki í síðasta hóp. Ég bjóst ekki við þessu, Heimir útskýrði sitt mál og hann talaði um að fá meiri hraða og Rúrik Gíslason kom mjög flottur inn, leikurinn vannst svo það er lítið hægt að setja út á það. Ég get þó ekki neitað því, að vera í byrjunarliðinu og komast svo ekki í hópinn var óvænt.“ n n Theodór Elmar fer á nýjar slóðir n Vonast til að komast aftur í landsliðið Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.