Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 21. júlí 2017 KYNNING Líkami & Boost er versl-un sem selur hágæða fæðubótarefni og ýmsar íþróttavörur. Verslunin er staðsett í Sporthúsinu við Ásbrú í Reykjanesbæ, nán- ar tiltekið að Flugvallarbraut 701, og hefur auk þess rekið öfluga vefverslun frá því í fyrra. Uppistaðan í vöruúrvalinu eru hin frægu fæðubótarefni SCI- MX sem njóta mikilla vinsælda hjá keppnisfólki í fitness og skyldum greinum en henta líka vel almenningi, eða öllu fólki sem vill komast í gott form og viðhalda því. SCI-MX nýtur afar mikillar virðingar og vinsælda sem hágæðafæðubótarefni en varan er framleidd í Bretlandi. Öll fæðubótarefni og drykkj- ar- og matvörur sem Líkami & Boost selur eru framleiddar í Evrópu, undir evrópskum lög- um, sem tryggir bæði að varan sé skaðlaus og jafnframt lögleg á Íslandi, en þar sem reglur um efnisinnihald og skammta- stærðir eru aðrar í Banda- ríkjunum en í Evrópu hafa komið upp vandamál varðandi bandarískar vörur hér á landi. Fyrirtækið Líkami & Boost hefur verið starfandi í núver- andi mynd frá árinu 2013 en var í mörg ár þar á undan hluti af fyrirtækinu Líkami & Lífsstíll. Fyrirtækið er með stóran og afar traustan hóp viðskipta- vina sem kemur aftur og aftur: „Það er ástæðan fyrir því að við gátum leyft okkur að starfa án vefverslunar svona lengi en við opnuðum vefversl- unina fyrst síðasta sumar. Mest af okkar veltu kemur frá endurteknum viðskiptum við fastakúnnahóp hér á svæðinu en við erum með afar trygga viðskiptavini sem nota okkar vörur aftur og aftur,“ segir Ægir Þór Lárusson, annar eigenda fyrirtækisins, en hann rekur það í samvinnu við eiginkonu sína, Ágústu Guðnýju Árna. Boost-bar er í versluninni í Sporthúsinu og vinsælt er að láta blanda fyrir sig drykki eftir æfingar, en svo eru vitanlega margir sem birgja sig upp af þessum hágæðaefnum og blanda drykkina sína heima. Ægir segir að ýmiss konar íþróttahópar sem tengjast starfsemi Sporthússins noti vörurnar einnig mikið: „Við erum í samstarfi við stóra íþróttahópa hér og má þar nefna Superform-hópinn sem tengist samnefndu nám- skeiði sem kennt er í Sporthús- inu. Superform heldur árlega áskorendakeppni í Sporthúsinu og síðast seldist þátttaka í keppnina upp á klukkutíma, alls 100 sæti. Þetta er allt fólk sem notar vörurnar frá okkur. Hin þekkta fitness-íþróttakona, Freyja Sigurðardóttir, sem var stærsta nafnið í fitness- heiminum upp úr aldamótum, kaupir einnig mikið af okkur og er líklega okkar stærsti einstaki kaupandi.“ Stór og glæsileg vefverslun með gjaldfrjálsri heimsendingu Það liggur í augum uppi að vörur sem njóta svona mikillar tryggðar notenda hljóta að eiga erindi til fleiri. Með opn- un vefverslunar á heimasíðu Líkama & Boost, likamiogboost. is, er að finna öfluga vefverslun með fjölbreyttu og áhugaverðu úrvali. Auk fæðubótarefnanna margrómuðu er þar að finna ýmsar gagnlegar og skemmti- legar íþróttavörur. Einfalt og þægilegt er að ganga frá viðskiptum á vefnum og varan er síðan send hvert á land sem er, án endurgjalds, gegn því að keypt sér fyrir 5.000 krónur eða meira. Líkami & Boost Flugvallar- braut 701, Reykjanes- bæ Sími: 571-7001 Heimasíða og vefversl- un: lika- miogboost. is Face- booksíða: www.face- book.com/ likamiog- boost/ Framúrskarandi fæðubótarefni og íþróttavörur LÍKAMI & BooSt, HjÁ SpoRtHúSINU Í REYKjANESBÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.