Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 64
40 menning Helgarblað 21. júlí 2017 U m þessar mundir standa yfir nokkuð athyglis- verðar deilur í myndlist- arheiminum en þar deila listamenn um notkunarrétt á lit- um og efnum. Forsagan er sú að árið 2013 þróaði fyrirtækið Surrey NanoSy- stems nýtt hátæknilegt efni sem endurkastar nánast engu ljósi. Efnið sem nefnt var Vantablack er svartasta manngerða efni sem til er, fangar 99,965 prósent þess ljóss sem skín á það með agn- arsmáum lóðréttum kolefnisrör- um. Sá hlutur sem efnið hylur lítur því út eins og flatt endalaust svart tómarúm – jafnvel þótt hann sé þrívíður. Það næsta sem við jarðarbúar komumst að sjá myrk- ur svarthols. Efnið var upphaflega þróað fyrir hernaðartæki og stjörnu- sjónauka en fréttirnar af þess- um ofursvarta lit kveikti auðvit- að áhuga listamanna. Í fyrra gerði ein stærsta stjarnan í myndlist- arheiminum, indversk-breski myndlistarmaðurinn Anish Kapoor, samstarfssamning við Surrey NanoSystems og tryggði sér um leið einkarétt á því að nota Vantablack í listaverk og nytja- list. Hann tók undir eins til við að reyna að nota litinn í listaverk sín og hönnun, til að mynda rándýr lúxusúr í samstarfi við úrafram- leiðandann MCT. Einokunartilburðir Kapoor vöktu ekki mikla ánægju í sam- félagi listamanna þar sem margir telja blómlegt menningarlíf velta á því að hugmyndir og tjáningar- form fái að flæða óhindrað um samfélagið – og enginn geti átt eignarrétt á hugmynd og hvað þá tilteknum lit sem maður bjó ekki til sjálfur. Kapoor var gagnrýndur opinberlega af kollegum sínum – „Þessi svartur er eins og dýnamít fyrir listheiminn, hann ætti ekki að tilheyra einum manni,“ sagði listamaðurinn Christian Furr til að mynda – og á samfélags- miðlum var hann hvattur til að deila svarta litnum undir myllu- merkinu #deildusvartalitnum (e. #sharetheblack). Þessu hefur verið svarað með því að benda á að það sem Surrey NanoSystems hannaði og Kapoor tryggði sér notkunarréttinn á er ekki strangt til tekið litur heldur hátækni- leg aðferð til að koma í veg fyrir endurkast ljóss. Einn þeirra sem var óánægð- ur með einokunartilburði Kapoor var breski listamaðurinn og sýn- ingarstjórinn Stuart Semple. Til að bregðast við þróaði hann sjálfur nýjan lit sem hann kall- aði bleikasta bleika lit í heimi – skærbleikan en þó varla eins ný- stárlegan og Vantablack. Semple sagði hvern sem er mega kaupa dollu af litnum – nema Anish Kapoor. Þegar liturinn var keypt- ur á vefsíðu Semple varð kaup- andinn að staðfesta að hann væri ekki Anish Kapoor, væri á engan hátt tengdur listamanninum og væri ekki að kaupa litinn fyrir hönd hans eða aðstoðarmanna hans. Kapoor náði þó að verða sér úti um dollu, tók mynd af sér þar sem hann hafði dýft miðfingrin- um í skærbleikt duftið og deildi á samfélagsmiðlum með fyrirsögn- inni „Farðu til fjandans bleikur“ (e. „Up yours #pink“). Með hæfi- legu glotti sagðist Semple ætla að reyna að komast að því hver hefði komið litnum til Kapoor. Undanfarna mánuði hef- ur Stuart Semple svo haldið áfram að þróa fleiri nýstárlega liti sem hann hefur einnig bann- að Kapoor að nota þangað til að hann lærir að deila með öðrum. Þetta er til dæmis ný málning sem breytir um lit við 28 gráðu hita. Liturinn er til í tveimur út- gáfum, „Shift“, sem byrjar sem svartur litur en glansar svo í öll- um litum regnbogans þegar hit- inn eykst, og „Phaze“, sem byrjar sem fjólublár en verður svo skær- bleikur við 28 gráður. n Farðu til fjandans bleikur Anish Kapoor náði að verða sér úti um bleikasta lit í heimi sem honum var bannað að nota. Stuart Semple Hefur þróað nokkra mismunandi liti sem hann segir alla mega nota – nema Anish Kapoor. Mynd EPA Litastríð í mynd- listarheiminum n Berjast um notkunarrétt á nýjum litum n „Allir mega nota litinn nema Anish Kapoor“„ Í fyrra tryggði ein stærsta stjarnan í myndlistarheiminum, indversk-breski mynd- listarmaðurinn Anish Kapoor, sér einkarétt á því að nota Vantablack í listaverk og nytjalist. næstum jafn svartur og svarthol Tvær nákvæmlega eins andlitsstyttur en önnur þeirra er þakin með Vantablack, svartasta manngerða efni í heimi. Anish Kapoor Einn þekktasti myndlistarmaður heims tryggði sér einkarétt á notk- un Vantablack í listsköpun og hönnun. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is E ins og undanfarin fjögur ár voru Dagbækur Kidda klaufa langvinsælustu bækurn- ar á bókasöfnum landsins árið 2016. Samkvæmt upplýsing- um um útlán úr bókasafnskerf- inu Gegni var vinsælasta bókin á bókasöfnum landsins árið Dag- bók Kidda klaufa: svakalegur sum- arhiti eftir bandaríska höfundinn Jeff Kinney, en hún var lánuð 4965 sinnum. Bækur úr bókaröðinni um Kidda klaufa sem komnar eru út á íslensku röðuðu sér raunar í sjö efstu sæti listans og njóta aug- ljóslega mikilla vinsælda meðal æsku landsins. Bækurnar sem heita Diary of a whimpy kid á frummálinu eru þýddar af Helga Jónssyni og gefn- ar út af forlagi hans, Tindur. „Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi að bækurnar þyki skemmtilegar og þokkalega skrifaðar. Senni- lega hefur höfundur dottið ofan á formúlu sem virkar á alla, unga sem aldna. Hann skrifar um klaufann í okkur öllum,“ segir þýð- andinn þegar hann er spurður um hverjar hann telur vera ástæður þessara fádæma vinsælda. Vinsælasta bókin eftir íslensk- an höfund, Mamma Klikk eftir Gunnar Helgason, var í áttunda sæti á listanum en hún var lánuð út 3.577 sinnum á síðasta ári. Vin- sælasta fullorðins- efnið voru spennu- sögurnar Þýska húsið eftir Arna- ld Indriðason og Dimma eftir Ragn- ar Jónasson en sam- kvæmt upplýsing- um frá Landskerfi bókasafna voru þær lánaðar út jafn oft – eða 2.972 sinnum. Af tímaritum voru það Syrpurnar sem voru oftast tekn- ar út, eða 23.095 sinnum. n kristjan@dv.is Í efstu sjö sætunum Dagbækur Kidda klaufa eru langmest útlánuðu bækurnar á bókasöfnum landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.