Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 21. júlí 2017fréttir S endiherra Ástralíu í Ind­ ónesíu hefur tekist að vekja athygli ástral­ skra stjórnvalda á nýjum tækifærum í fjárfestingu í Ind­ ónesíu. Hann vill að Ástralir aðstoði Indónesíumenn við að auka ferðaþjónustu í landinu. Þá eru gríðarlegar breytingar á umgjörð og innviðum lands­ ins í farvatninu. Markmiðið er að gera Indónesíu að enn vin­ sælli áfangastað. Heimamenn hafa ítrekað gefið út að þeir vilji stórauka hlutdeild sína í ferða­ þjónustu en síðustu ár hefur Suðaustur­Asía orðið æ vinsælli áfangastaður fyrir vesturlanda­ búa í leit að sól og framandi upplifun. Ferðaþjónusta er einn lykilþátturinn í efnahagsþróun þeirra þjóða sem tilheyra Suð­ austur­Asíu. 10 nýjar Balí Í vikunni tilkynnti sendiherr­ ann, Paul Grigson, eftir fund með Joko Widodo, forseta Ind­ ónesíu, að Ástralir myndu, með fjármagni frá áströlskum fjár­ festum og láni frá alþjóðbank­ anum, (World Bank) aðstoða Ind ónesíumenn við að byggja upp tíu ferðamannaparadísir, á borð við Balí, víðs vegar um landið. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vefsvæði ástralska fjölmiðilsins ABC. „Við töluðum aðallega um þau tækifæri sem felast í ferða­ þjónustu og það sem við höfum áætlað að gera með fjármagn­ inu frá alþjóðabankanum,“ sagði Grigson eftir blaðamannafund sem var haldinn í Jakarta þar sem áætlanirnar voru kynntar. Hugmyndirnar eru flestar enn á umræðustigi. Til þessa hef­ ur fjármagn í ferðaþjónustu í Ind ónesíu aðeins verið notað á þeim svæðum sem nú þegar fá mikinn fjölda af ferðamönnum árlega. Ekki hefur formlega ver­ ið gefið út hvenær ráðist verður í framkvæmdir á öðrum svæð­ um. Talið er að það geti orðið á næsta ári. Lánið sem stjórnvöld Ind­ ónesíu sóttu um, og hafa feng­ ið samþykkt, hleypur á millj­ örðum (180 milljónum dollara). Peningarnir eru eyrnamerktir ákveðnum svæðum þar sem fyr­ irhugað er að byggja upp ferða­ mannaparadísir. Það er við Toba stöðuvatnið í Norður­Súmötru, Lombok í Vestur­Nusa Tennara og Borbudur í Java. Ekki hef­ ur komið fram hversu mikið fjármagn Ástralir leggja sjálfir í verk efnið. Fram hefur komið að Ind­ ónesíumenn vilja leggja mun meira í ferðaþjónustu en þeir hafa gert til þessa. Markmið­ ið er að tvöfalda komu erlendra ferðamanna til Indónesíu, úr rúmlega 9 milljónum í 20 millj­ ónir á ári. Samhliða byggingu á hótelum þarf að endurnýja vegakerfi landsins. Ráðist verð­ ur í miklar endurbætur á veg­ um, tollhlið sett upp og nokkrar nýjar hafnir byggðar frá grunni. Þá þarf að byggja nýjan flugvöll. Ferðamönnum fjölgar Indónesía, sem er fjórða fjöl­ mennasta ríki heims, sam­ anstendur af þúsundum eyja í Suðuraustur­Asíu. Á síðasta ára­ tug hefur ferðaþjónusta nærri tvöfaldast í Indónesíu. Á síðasta ári heimsóttu um það bil 9 millj­ ón erlendir ferðamann landið. Mesta aukningin hefur verið á ferðamönnum frá Ástralíu. Eins og staðan er í dag dvelja lang­ flestir ferðamenn á Balí, Riau eyjaklasanum eða í höfuðborg landsins, Jakarta. Langtíma­ markmiðið er að auka fjölda ferðamanna og gera ferðaþjón­ ustu að aðalútflutningsgrein Indónesíu. Hingað til hafa helstu at­ vinnuvegir Indónesíumanna verið landbúnaður, á borð við hrísgrjón, sykurreyr, kókos­ hnetur, maís og sætar kartöfl­ ur og iðnaður, á borð við olíu­ hreinsun, sykur, jarðolíu og gull. Veðurfarið á Indónesíu er svip­ að allt árið og er meðalhitinn í landinu um 28 gráður. Það er ein af ástæðum þess að Indónesía er að verða einn af vinsælli ferða­ mannastöðum í heiminum. n „Ferðaþjónusta er einn lykilþátturinn í efnahagsþróun þeirra þjóða sem tilheyra Suð- austur-Asíu. Ætla að búa til tíu nýjar paradísir í anda Balí Indónesía verður áður en langt um líður einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Suðaustur-Asíu Kristín Clausen kristin@dv.is Bali 4,4 milljónir ferða- manna heimsóttu eyjuna á síðasta ári. Talið er að ferðamönnum muni fjölga enn frekar í ár. Indónesía Mikill upp- gangur verður í ferða- þjónustunni á Indónesíu á næstu árum. Mynd EPA Ferðamenn njóta lífsins Ástralir ætla að aðstoða Indónesíumenn við að byggja upp öfluga ferðaþjónustu í landinu. Mynd EPA Ætla að dreifa ferðamönnum um landið Indónesíumenn telja sig eiga mikið inni þegar kemur að ferðaþjónustu. Mynd EPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.