Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 16
16 sport Helgarblað 21. júlí 2017
Það mátti sjá tár í augum kvennalandsliðsins í fótbolta á þriðjudag þegar liðið lék
sinn fyrsta leik á EM í Hollandi.
Andstæðingurinn frá Frakk-
landi átti að rúlla yfir okkar stelp-
ur sem voru á öðru máli, hetju-
leg barátta virtist ætla að duga til
þegar Frakkland fékk vítaspyrnu
þar sem Amandine Henry sýndi
gríðarleg klókindi og Elín Metta
Jensen féll í gryfjuna og vítaspyrna
var dæmd. Úr spyrnunni skoraði
franska liðið og eftir sátu íslensku
stelpurnar með sárt ennið, Elín
Metta átti erfitt með tilfinningar
sínar og grét að leik loknum. Allt
var skilið eftir á vellinum en upp-
skeran var ekki nein.
Verða það gleðitár næst?
Íslenska liðið á leik á morgun þegar
liðið mætir Sviss í Doetinchem en
bæði lið eru með bakið upp við
vegg, tapi íslenska liðið leiknum
er liðið ekki með örlögin í sínum
höndum og getur nánast farið að
huga að heimferð. Sviss tapaði fyr-
ir Austurríki í fyrsta leiknum, óvænt
tap en Sviss hefur á að skipa mjög
öflugu liði. Ísland var með Sviss í
riðli í undankeppni HM 2015 en
þar var á brattann að sækja, ís-
lenska liðið tapaði þá heimaleikn-
um 2-0 og leiknum í Sviss 3-0. Það
er því ljóst að verkefnið er erfitt en
með sama baráttuanda og íslenska
liðið sýndi gegn Frakklandi eru
liðinu allir vegir færir.
12 maðurinn í stúkunni
Ekkert lið fyrir utan heimamenn
í Hollandi státar af því að vera
með jafn marga stuðningsmenn á
Evrópumótinu í Hollandi, íslensk-
ir stuðningsmenn voru vel á fjórða
þúsund í Hollandi á þriðjudag og
studdu stelpurnar til dáða. Það er
þekkt stærð í íþróttum að stuðn-
ingsmenn geta gefið liðum mikið
og hafa allar stelpurnar talað um
það hversu miklu máli stuðningur
getur skipt. ,,Það var ótrúlega gam-
an að finna stuðninginn og orkuna í
stúkunni, ég held að þetta hafi gefið
okkur nokkur auka prósent. Svona
stuðningur skiptir máli,“ sagði Gló-
dís Perla Viggósdóttir varnarmaður
liðsins og einn allra besti leikmað-
ur landsliðsins.
Hægt að setja spurningarmerki
við þjálfarann
Freyr Alexandersson kaus það
að fara með fimm framherja á
Evrópumótið í Hollandi og var lítið
hægt að gagnrýna það á þeim tíma-
punkti, það vakti því mikla athygli
hjá mörgum þegar miðjumað-
urinn Dagný Brynjarsdóttir byrj-
aði sem fremsti leikmaður liðsins
gegn Frakklandi. Freyr er því með
sex leikmenn í hópnum sem hann
treystir til að spila sem fremsti
maður, í 23 manna hóp í jafn stuttu
móti og Evrópumótið er það helst
til of mikið og því er hægt að spyrja
sig að því hvort þjálfarinn sé með
nógu gott jafnvægi í hópnum.
Frábær frammistaða að mati
þjálfarans
Þrátt fyrir tapið var Freyr Alex-
andersson stoltur af frammistöðu
liðsins þegar rætt var við hann í
vikunni. ,,Efst í huga mínum eft-
ir þennan leik er frábær frammi-
staða, við vorum sterkar í taktík.
Nærveran og töffaraskapurinn í
liðinu flottir, ég var ánægður með
þetta. Á þessari samfélagsmiðla-
öld þá fær maður viðbrögðin hratt
og fólkið heima í stofu fann það í
gegnum sjónvarpið, ég var ánægð-
ur með þetta. Það eru punktar sem
við hefðum getað gert betur, við
erum alveg meðvituð um það og
við hefðum átt að gera betur oft og
tíðum á boltann. Fyrirgjafir voru
ekki alveg nógu góðar, við skilum
inn tveimur sem hefðu getað gef-
ið eitthvað. Dagný Brynjarsdóttir
á eitt færi þar sem hún á að klára,
hún er það góð í þessu að hún á
að skora. Ég horfði á leikinn í rút-
unni á leiðinni heim, brosið á fólk-
inu í stúkunni var líka skemmtilegt.
Það er greinilega gaman í Hollandi
enda veðrið á Íslandi algjör við-
bjóður.“
Vilja stelpurnar vera áfram með
í partíi?
Á morgun er leikur sem íslenska
liðið má ekki tapa, gegn Sviss, jafn-
tefli heldur liðinu á floti og sig-
ur kemur liðinu í fína stöðu fyr-
ir síðasta leikinn gegn Austurríki.
„Við þurfum að passa skyndisókn-
ir frá Sviss og það eru einstaklingar
þarna sem við getum ekki gefið
tíma á boltann. Við þurfum að sjá
til þess að við stjórnum leiknum
með varnarleik eða sóknarleik, við
viljum helst að þær verði með bolt-
ann. Þær eru fyrst og fremst frábært
skyndisóknarlið, það er hægt að
lesa í það hvað ég vil gera. Þetta er
í okkar höndum, sigur á móti Sviss
og þá eru örlögin í okkar hönd-
um í Rotterdam. Tap kemur ekki
til greina, við erum að fara að spila
með Sviss og örlögin geta verið í
okkar höndum eftir þann leik. Vilj-
ið þið fara heim næsta miðvikudag
eða vera áfram með í þessu partíi?
Þetta er ekki flókið.“ n
n EM byrjaði með svekkjandi tapi n Geta stelpurnar komið til baka?
Forsetinn styður við stelpurnar Guðni Th. Jóhannesson er sýnilegur á mótinu og var á meðal stuðningsmanna Íslands í leiknum. Á miðvikudag gaf hann sér svo tíma til þess að snæða
með leikmönnum liðsins en forsetinn er mikill íþróttaáhugamaður og hughreysti stelpurnar eftir svekkjandi tap á þriðjudag. Guðni talaði fyrir því fyrir leik að þjóðin sameinaðist. „Auðvit-
að er margt sem sundrar okkar og margt sem við getum rifist um og margt sem við getum haft áhyggjur af, við eigum að geta leyft okkur að sameinast þegar landslið okkar er að keppa á
erlendum vettvangi. Sama hvaða íþrótt er eða kyn, við eigum að njóta þess að vera saman.“
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Mynd Sigtryggur Ari
Verða það gleðitár næst?