Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 34
É g er búin að keppa þrisvar og vinna í öll skiptin,“ segir Askja, hógvær yfir árangrin- um. Flokkurinn er fyrir 10–13 ára og er þetta því síðasta árið sem Askja keppir í honum. Í ár kepptu 19 krakkar, en töluvert fleiri í fyrra. Á hestbaki frá því hún var smábarn Foreldrar Öskju, Erla Ölversdóttir og Þór Karlsson, voru bæði mikið í hestamennsku þegar hún fæddist og má segja að hún hafi verið í hestum síðan hún var hálfs árs. Þó að foreldrarnir hafi minnkað hesta- mennskuna og systir hennar, Ynja, sem er 14 ára, fari bara einstaka sinnum á bak, á það sama ekki við um Öskju og stjúpföður hennar, Guðmund Pálsson. Guðmundur, eða Mummi eins og hann er jafnan kallaður, járnar hesta og er nýlega hættur tamningum. Þegar blaðamaður Birtu hringdi til að óska henni til hamingju með árangurinn, var hún úti berfætt í hitanum og sólinni að vökva hestana áður en þeir færu í hús. Fimm ár eru síðan fjölskyldan, Erla og Mummi, Askja og Ynja, fluttu til Danmerkur og er fjölskyldan með 20 hesta á bóndabænum. Askja segir að hún ætli aldrei að hætta í hestamennskunni og hana langar á Bændaskólann á Hólum, en lágmarksaldur í skólann er 18 ár. „Ég kaupi örugglega sjálf bóndabæ og held áfram að keppa.“ Hestarnir í sumarfríi „Hestarnir mínir eru í fríi,“ segir Askja, ég er ekki að fara á hestbak næstu eina og hálfa vikuna. Nema á Smell af því að ég er aftur að keppa á honum. Þegar blaðamaður spyr hvort að það sé algilt að hestar fái slíkt frí, svarar Askja að svo sé ekki. „En ég geri það með mína hesta. Þeir eiga skilið að fá frí af ég er búin að temja þá svo mikið.“ Askja og Smellur keppa næst í Sporty, sem er hægari gæðinga- keppni, en sú sem hún vann núna. Í Sporty eru líka fleiri reglur og knapinn fær ekki sér einkunn. „Í gæðingakeppni á maður að fara á stökk og slíkt til að sýna hvað hesturinn getur og gang hestsins. Bæði hestur og knapi fá einkunn og síðan gildir sameiginleg einkunn. Í Sporty er þetta hægari gangur.“ Samvinna knapa og hests Hún hefur líka keppt hér heima, árið 2013 keppti hún á Íslands- mótinu á hesti sem vinkona móður hennar á. „Það gekk ekki nógu vel þar sem ég þekkti ekki hestinn.“ Eftir það mót keppti hún á sama hesti á félagsmóti í Grindavík og vann það mót, enda orðin vanari hestinum og hann henni. „Knapi og hestur verða að þekkja hvor annan. Það er ekki hægt að keppa á hesti sem maður þekkir ekki ef maður ætlar sér vinningssæti,“ segir Askja sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni með hestana sér við hlið. Askja Ísabel Þórsdóttir er 13 ára gömul og býr á bóndabæ í Norður-Jótlandi í Danmörku ásamt móður sinni og stjúpföður. Hestamennskan er hennar líf og yndi og nýlega varð hún Danmerkurmeistari í gæðinga- keppni þriðja árið í röð í sínum aldursflokki. AskjA er með hestA- mennskunA í blóðinu Danmerkurmeistari í gæðingakeppni þriðja árið í röð Danmerkurmeistari Askja og Hvati frá Hvítanesi. Fagnar sigri Askja fagnar fyrsta sætin u. systur á hestamannamóti Systurnar Askja og Ynja. askja og bestu vinirnir Hestarnir hafa alltaf verið hluti af lífi Öskju og eru hennar yndi, vinir og áhugamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.