Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 21. júlí 2017 sem var á Ströndum. Ég átti samt aldrei von á viðbrögðum eins og þessum. Í rauninni gerði hún mér greiða því ég vildi fá sjón- armið náttúruverndarsinna inn í umræðu þar sem mér fannst þeirra sjónarmið hafa orðið mjög undir. Umræðan breyttist eftir Facebook-færslu þar sem ég birti mynd sem ég tók af mér við Rjúk- andi-foss sem ég var að koma að í fyrsta sinn á ævinni. Þessi mynd lýgur ekki og margir áhugaljós- myndarar hafa komið að máli við mig og lýst yfir áhuga á að koma þangað og skoða þennan foss og aðra á svæðinu. Nú eru aðrar áherslur í umræðu um virkjun á þessu svæði. Ég skynja að þeim sem eru virkjanamegin þyki sú umræða óþægileg.“ Ferð sem breytti miklu Hvað viltu segja mér um sam- band þitt við Vestfirði? „Mér þykir alveg sérstaklega vænt um Vestfirði. Ég hef hvergi á Íslandi ferðast jafn mikið og á Vestfjörðum og þekki þar hvern krók og kima. Þeir eru harð- ir í horn að taka, Vestfirðingar. Ef þeim mislíkar eða eru ósam- mála, þá nota þeir aðeins sterkari orð en Íslendingar annars staðar. Á Vestfjörðum var fólk sem lét það í ljós að það væri ekki ánægt með það sem ég hefði skrifað. Sjálfur er ég ættaður úr Arnar- firði og á ættmenni þar sem eru ekki öll endilega sammála mér en bera virðingu fyrir skoðun- um mínum. Svo hef ég unnið þar sem læknir og kynnst þessu frá- bæra fólki og þeim flóknu áskor- unum sem þessi smáu bæjarfé- lög á Vestfjörðum eru að fást við. Mér þótti einstaklega vænt um að koma í Árneshrepp, þar er eitt vingjarnlegasta fólk sem ég hef kynnst á Íslandi. Jafnvel þau sem voru ekki sammála mér vildu allt fyrir mig gera. Bændur þökkuðu mér fyrir að hafa kom- ið í sveitina og sögðust hafa átt erfitt með að tjá sig. Það er ósatt að þarna séu allir sammála. Þrír í sveitarstjórninni er með virkjun og tveir harðir á móti. Í sveitinni er ungt fólk sem berst með kjafti og klóm gegn virkjanaáformum. Mér finnst þessi ferð hafa breytt miklu í mínu lífi. Ég var í sumarfríinu mínu að berjast í góðri trú fyrir verndun þessa svæðis – sem ég tel algjöra nátt- úruperlu og þarna eru fossar og gljúfur á heimsmælikvarða. Ég hef fengið hörð viðbrögð, á Face- book hafa verið skrifaðir ótrúleg- ustu hlutir um mig, ég kallaður asni og fífl og þaðan af verra. En hörð viðbrögð hef ég fengið áður eins og þegar ég gagnrýndi að- stæður á Landspítalanum.“ Gagnrýnir af góðum hug Tekurðu gagnrýni inn á þig? „Ég hefði gert það fyrir ein- hverjum árum, en ekki lengur. Ég er búinn að kynnast bæði já- kvæðu sviðsljósi og líka því nei- kvæða. Ég er vanur gagnrýni og er kominn með þykkan skráp.“ Í fyrra birti Tómas myndir frá Landspítalanum sem báru vott um lélegan aðbúnað sjúklinga og starfsfólks. Fjölmiðlar tóku málið upp. Landlæknir sagði ástandið á Landspítalanum ekki slæmt og Tómas var jafnvel ásak- aður um að vera að sviðsetja slæmt ástand til að fanga athygli fjölmiðla. „Þeir sem þekkja mig og hafa unnið með mér vita hversu vænt mér þykir um Landspítalann en stundum fallast manni ein- faldlega hendur þegar maður er þar. Tilgangur minn var að vekja athygli og breyta hlutunum,“ segir hann. „Ég gagnrýni af góð- um hug. Ég er í þannig aðstöðu sem yfirmaður og prófessor að það er hlustað á mig. Það er hins vegar mjög snúin og erfið staða að gagnrýna eigin vinnustað. Ég gerði það að vel ígrunduðu máli, það var engin skyndiákvörðun. Ég var ekki að gagnrýna ástandið á spítalanum til að komast í fjöl- miðla eða vegna athyglisýki. Þetta var nokkuð sem ég taldi nauðsynlegt eins og mál voru að þróast. Ég bar það undir nána vini áður en ég setti myndirnar inn á Facebook. Þá var ástandið þannig á deildunum að fólk var að missa móðinn. Síðastliðið haust lýsti ég ástandi sem var óboðlegt og er að mörgu leyti óleyst ennþá. Það hefur til dæmis verið gríðarlega slæmt ástand á gjörgæslunni svo mánuðum skiptir og gangainn- lagnir eru tíðar. Það sem einnig fékk mig til að bregðast mjög hart við var að lyfturnar á gjör- gæslunni og skurðstofunni voru ítrekað að bila og starfsfólk og sjúklingar festust í henni, jafn- vel mörgum sinnum á dag. Nú er allavega búið að endurnýja aðra lyftuna, þannig að eitthvað hefur þessi gagnrýni haft að segja. Það er alveg ljóst að það voru ekki allir sáttir við að ég segði skoðun mína á þessu. Ég átti al- veg von á því. Landlæknir setti ofan í við mig og sagði að ástandið væri alls ekki svona slæmt. Ég var samt að taka myndir sem sýndu allt annan veruleika en hann vildi halda fram.“ Tekinn á teppið Fannstu fyrir áberandi reiði í þinn garð frá einhverjum á Landspítalanum? „Það má segja að ég hafi feng- ið tiltal og verið tekinn á teppið, sem ég átti svo sem alveg eins von á. Deildarstjórum á deild- um þar sem sjúklingar voru á göngunum fannst ekki gott að láta þetta ástand á þeirra deild- um spyrjast út, sem er skiljan- legt. Ég fékk ábendingar um að umræðan væri spítalanum ekki til framdráttar og var beðinn um að hugsa mig aðeins um. Mér var bent á að þessar myndbirtingar mínar væru kannski ekki að- ferðarfræði sem væri vænlegust til árangurs, en ég er ekki endi- lega sammála því. Í sjálfu sér sögðu menn þetta ekki í illu og ég tók þetta til greina. Það er hins vegar vandamál í sjálfu sér hvað við sem vinnum á Landspítalan- um erum meðvirk með slæmu ástandi og höfum verið lengi.“ Þér finnst þú þá ekki hafa gengið of langt? „Þegar ég horfi í baksýnis- spegilinn þá stend ég við það sem ég gerði. Það er til marks um nokkuð breytta tíma að áður þorði starfsfólk yfirhöfuð ekki að tjá sig um málefni spítalans. Þá var sagt að menn væru ekki að róa í sama báti ef gagnrýni kom fram. Það ríkti viss þöggunar- kúltúr. Þetta hefur gjörbreyst og Páll Matthíasson er mjög spræk- ur forstjóri og góður leiðtogi. Það er jákvætt. Vandamálið er að hlutir breytast alltof hægt og ástandið á spítalanum er langt frá því að vera ásættanlegt. Ég er ekki að segja að lausn- irnar séu einfaldar. Við erum að drukkna í sjúklingum. Spítalinn er alltof lítill en ekkert er að ger- ast. Við erum eins og fullorðinn karlmaður sem er að reyna að troða sér í fermingarfötin. Við erum með nýja ríkisstjórn en það er ekki hægt að segja að það sjáist mikil innspýting inn í heilbrigðiskerfið.“ Hvað finnst þér um störf nýs heilbrigðisráðherra? „Ég hef alltaf haft mikið álit á Óttari Proppé, bæði sem tónlist- armanni og stjórnmálamanni, en hann er mjög varkár. Hann hugsar sig vel um og það er að sumu leyti kostur. Það verður samt eitthvað að fara að gerast fyrir alvöru og ég held að það geti gerst. Það eru auðvitað vonbrigði að það skyldi ekki vera meira sett í nýja spítalann og heilbrigð- iskerfið en vonandi horfir betur þegar litið er lengra fram í tím- ann.“ Lakkið rispast stundum Tómas ætti að vera vanur sviðs- ljósinu, svo oft hefur hann lent í því, en hvernig kann hann við sig þar? „Ég var nokkuð áber- andi í félagslífinu í Hagaskóla, var inspector í MR og hef tekið að mér ýmis félagsstörf, hef ver- ið forsprakki fjallgöngufélaga og skipulagt fjölda tónleika. Ég hef því farið í mörg viðtöl út af hinum ýmsu málum og það gefur mér ákveðið öryggi, enda viss þjálfun að koma fram og svara fyrir sig. Mér líður ekki illa í sviðsljósinu, en það rispast stundum á manni lakkið og ég hef lent í erfiðum málum.“ Erfiðasta málið er eflaust svo- kallað plastbarkamál, en ítalskur læknir framkvæmdi nokkr- ar plastbarkaígræðslur á Karol- inska sjúrkahúsinu í Stokk- „Á Facebook hafa verið skrifað- ir ótrúlegustu hlutir um mig, ég kallaður asni og fífl og þaðan af verra. Ekki hræddur við að taka slaginn „Það má segja að ég hafi fengið tiltal og verið tekinn á teppið, sem ég átti svo sem alveg eins von á. Segist vera tjaldfíkill Sefur aldrei betur en í tjaldi. Mynd SiGTryGGur Ari Fær orku úr náttúrunni „Langoftast þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi á fjöllum.“ Mynd SiGTryGGur Ari Tómas Guðbjartsson „Við erfiðar aðstæður sýna menn hvað í þá er spunnið.“ Mynd SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.