Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 48
4 Matarvagnar Helgarblað 21. júlí 2017KYNNINGARBLAÐ Tuddinn er margróm-aður grillbíll sem selur eina bestu borgara landsins, og þótt víðar væri leitað. Borgararnir eru úr fyrsta flokks nautakjöti sem kemur beint frá býlinu Hálsi í Kjós. Þar sér eigandi Matar- búrsins og Tuddans, Þórarinn Jónsson, um búskap og elur stærðar nautgripi af Gall- oway-kyni. Um er að ræða holdagripi sem heimsþekktir eru fyrir einstaklega bragð- gott og meyrt kjöt. „Nautin fóðra ég eingöngu á grasi og heyi, en rannsókn- ir hafa sýnt fram á að kjöt af grasöldum nautgripum er gífurlega næringarríkt, stútfullt af CLA og Omega 3 fitusýrum og innihalda fjórum sinnum meira E-vítamín en ella. Þannig er kjötið af slíku nauti sambærilegt við kjötið af villtum laxi,“ segir Þórarinn. Því mætti segja að ham- borgararnir frá Tuddanum séu ekki síður góðir fyrir heils- una en bragðlaukana. Fullkominn borgari „Hinn staðlaði Tudda-borgari er 130 gramma hamborgari með salati, rauðlauk, tómat, góðum feitum osti, stund- um reyktum cheddar-osti og tvenns konar sósum sem við lögum sjálf eftir uppskrift eiginkonu minnar, Lísu Boije, sem er hinn helmingurinn af Tuddanum og rúmlega það. Annars vegar er reykt tómatsósa sem gefur góðan og reyktan keim. Hins vegar er klassísk sinneps-majónes dressing sem lyftir borgar- anum upp í hæstu hæðir. Sósurnar seljum við einnig í Matarbúrinu,“ segir Þórarinn. Hamborgarinn er sömuleiðis afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu Lísu sem lauk á því að vel völdum mat- gæðingum og vinum hjón- anna var boðið til heilmikillar hamborgaraveislu. Voru menn sammála um ótvíræða yfirburði þeirrar samsetn- ingar sem einkennir Tudda- borgarann og varð hann því fyrir valinu. Tuddinn er alls staðar Grillvagninn Tudda er hægt að panta fyrir ýmiss konar viðburði og má þar á með- al nefna að Tuddinn hefur séð um mat fyrir brúðkaup, afmæli og vinnustaðagleði. „Bíllinn vekur alltaf jafnmikla kátínu enda bjóðum við upp á hágæða skyndibita sem hentar við langflest tækifæri. Við höfum verið pantaðir í veislur um allt Suðurland. Bæði höfum við verið í Gríms- nesi og svo höfum við farið til Grindavíkur. Því eru í raun engin sérstök takmörk sett hvar við getum verið. Annars er Tuddanum aðallega lagt hér í Kjósinni svona dagsdag- lega en við förum líka mjög mikið um Hafnarfjörð og víðar um höfuðborgarsvæð- ið. Um daginn vorum við á Matarmarkaðnum í Hörpunni og vöktum mikla lukku,“ segir Þórarinn. Tuddann má panta í veislur og aðra gleði með því að hringja í síma 897-7017 eða senda netpóst á tuddinn@ hals.is Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Tuddinn. Þar má einnig fylgj- ast með ferðum Tuddans. Grillbíll sem bragð er að TUddiNN:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.