Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 20
20 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson
aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 21. júlí 2017
Barátta Viðreisnar
Jón Steinar Gunnlaugsson – pressan.is Inga Sæland – ruv.is
Það á ekki að skattleggja fátækt,
það er bara þjóðarskömm.
Ég mun aldrei láta hótanir um bit úr snákagryfjum þeirra hindra
mig í að segja það opinberlega sem ég tel þörf á að segja.
Fjárfestingarleið Seðlabank-
ans hefur réttilega verið til um-
ræðu undanfarna daga, enda
ljóst að margt sterkefnað fólk gat
nýtt sér leiðina og fengið krón-
ur með ríflegum afslætti og fjár-
fest hér á landi. Einn þeirra sem
nýtti sér þessa leið er Jónas Hagan
Guðmundsson sem gert hef-
ur sig gildandi að undanförnu
sem stór hluthafi í Kviku banka.
Hann keypti krónur fyrir evrur
fyrir 187 milljónir í október 2013
á genginu 210. Gengið núna er
ríflega 120 krónur, svo líklegt er
að gengishagnaður af þessum
viðskiptum sé um 70 milljón-
ir króna, sem verður að teljast
nokkuð gott.
Innan Kviku banka er eftir því
tekið að Jónas er hluthafi af
gamla skólanum og hefur sterkar
skoðanir á mönnum og málefn-
um. Þykir augljóst að hann ætli
sér stærri hluti innan bankans,
sem er einmitt um þessar mundir
að sameinast fjármálafyrirtækinu
Virðingu.
Ákafur fjárfestir
Hið fræga viðskiptatímarit Frjáls
verslun er nú til sölu. Börn fjár-
málaráðherrans, Benedikts Jó-
hannessonar, hafa tekið við fjöl-
miðlafyrirtækinu Heimi af föður
sínum og rekstrarstaða þess var
þannig að nauðsynlegt var að
rifa seglin og selja titla. Það hefur
nú verið gert með sölu á Iceland
Review og ýmsum ferðabækling-
um, en enn hefur ekki fundist
kaupandi að Frjálsri verslun og
ekki víst hvenær eða hvort fleiri
tölublöð komi út undir ritstjórn
hins reynda blaðamanns, Jóns G.
Haukssonar.
Innan Sjálfstæðisflokksins hafa
ýmsir áhyggjur af stöðu flokks-
ins fyrir komandi borgarstjórnar-
kosningar. Horfa ýmsir í því sam-
bandi til alþingiskonunnar Hildar
Sverrisdóttur, sem er einmitt fyrr-
verandi borgarfulltrúi og hefur
vakið athygli fyrir skeleggan mál-
flutning. Hildur mun hins vegar
áhugalítil um málið og staðráð-
in í að láta til sín taka á vettvangi
landsmálanna.
Horft til Hildar
Frjáls verslun til sölu
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Myndin Drangur í Brennisteinsöldu Nú streymir göngufólk á hálendið sem aldrei fyrr til að berja augum fagra fjallasýn og njóta útiveru og stórbrotinnar náttúru landsins. Hér er horft yfir Brennisteinsöldu ofan Landmannalauga. Í fjarska má sjá Jökulgilkvíslina og Tungnaá. MynD BrynJa KrIStInSDóttIr
E
kki verður annað séð en að
ráðherrar Viðreisnar séu í
baráttuhug og ætli ekki að
sitja lengur þegjandi und-
ir ásökunum um að vera tagl-
hnýtingar Sjálfstæðisflokksins.
Um leið er eins og Björt framtíð
sé orðin hálflömuð af meðvirkni
í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn er hið ráð-
andi afl. Hið kæfandi faðmlag
íhaldsins er að ganga af Bjartri
framtíð dauðri. Viðreisn virð-
ist ekki ætla að kjósa sér sömu
örlög baráttulaust.
Fjármálaráðherrann, Bene-
dikt Jóhannesson, talar fyrir því
að krónunni sé kastað, enda sé
hún óútreiknanleg og leiði til
óstöðugleika. Hvað skyldi Bjarni
frændi segja við þessu? Ætli við
vitum það nú ekki. Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir sjávar-
útvegsráðherra vill að útgerðin
borgi sanngjarnt gjald fyrir afnot
af fiskveiðiauðlindinni. Hún sér
ekkert athugavert við nýboð-
aða hækkun veiðigjalda og lét
hafa eftir sér að útgerðarmönn-
um hefði verið fullljóst að veiði-
gjöld myndu hækka á milli ára
og bætti við að þeir hlytu að hafa
lagt fyrir peninga til að greiða
skattinn. Já, kannski hefur út-
gerðin lagt fjármuni til hliðar í
stað þess að greiða sér himin-
háan arð. Eins og búast mátti
við kveinkaði hinn óstöðvandi
grátkór útgerðarinnar sáran
undan orðum sjávarútvegsráð-
herra, en treystir líklega um leið
á að huggun sé að finna í örmum
íhaldsins í ríkisstjórninni.
Ekki er líklegt að þessar hug-
myndir ráðherranna tveggja
komi til framkvæmda í ríkis-
stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn
leiðir. Þar er rík áhersla lögð
á að vernda sérhagsmuni út-
gerðarinnar. Einnig er þar ríkj-
andi áberandi tryggð við hinn
óstöðuga gjaldmiðil. Líklegt er
að áhrifamenn í Sjálfstæðis-
flokki taki þann pól í hæðina að
líta á orð ráðherranna sem hvert
annað brölt sem hægt sé að um-
bera um tíma en grípi síðan fast
í taumana fari ráðherrarnir að
gera sér grillur um framkvæmd-
ir. Fjármálaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra tala í sjálfu sér ekki
fyrir vonlausum málstað. Það
gæti verið æskilegt að kasta jafn
óstöðugum gjaldmiðli og krón-
unni og vitaskuld getur útgerðin
greitt hærri veiðigjöld. En það er
ekki mikil von um að slíkt komi
til framkvæmda í ríkisstjórn sem
Sjálfstæðisflokkurinn leiðir. Bar-
átta Viðreisnar er virðingarverð
um leið og hún virðist fyrirfram
töpuð.
Með Sjálfstæðisflokkinn í
öndvegi eru engar líkur á að rík-
isstjórnin muni gera umtals-
verðar breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu, hvað þá
breyta gjaldmiðli landsins. Satt
best að segja virðist hún held-
ur ekki líkleg til að jafna kjör
landsmanna og styrkja stöðu
þeirra sem höllum fæti standa.
Nema svo afar ólíklega vilji til
að áherslur litlu flokkanna í rík-
isstjórninni fari að skipta Sjálf-
stæðisflokkinn einhverju máli. n
„Hið kæfandi
faðmlag íhalds-
ins er að ganga af
Bjartri framtíð dauðri.
Viðreisn virðist ekki
ætla að kjósa sér sömu
örlög baráttulaust
MynD SIGtryGGur arI
MynD SIGtryGGur arI