Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 38
Mango, drekaávöxtur, papaya, kíví og rifsber eru innihaldið í þessum frostpinnum, en í raun má nýta hvaða ávexti sem er, jafnvel afganga sem eru til í ísskápnum, þar sem að stundum dugar jafnvel einn biti fyrir hvert lag. Ekki er ráðlegt að nota frosna ávexti, þar sem endur- frysting dregur úr hollustunni. Hverjum ávexti fyrir sig er skellt í matvinnsluvél og svo skammtað í ísformin, lag eftir lag þar til hvert form er fullt. Til að leki ekki á milli laga, þá má frysta í stuttan tíma eft- ir hvert lag. Best er að setja álfilmu yfir íspinnaboxið áður en það er sett í frysti svo auðveldara sé að ná þeim úr boxinu. Gott er að dýfa síðan boxinu í heitt vatn í stutta stund til að ná íspinnunum úr og pakka þeim í plast hverjum fyrir sig ef geyma á þá lengur í frysti. Endilega leyfið börnunum að vera með við íspinnagerðina, þau hafa bara gaman af því. RegnbogafRostpinnaR Hollir, góðir og litríkir Það er fátt meira svalandi en frostpinnar og skiptir þá engu máli hvort sólin lætur sjá sig eða ekki. Þessir ávaxtapinnar eru ekki bara fallegir á að horfa, þeir eru líka hollir og hjálpa til við að nýta það sem til er í ís- skápnum og koma þannig í veg fyrir matarsóun. Mexíkóskt kjúklinga- og avókadósalat kjúklingasalat með avókadó og lime er girnilegt á að horfa og hollt og bragðgott. ekta sumarsalat. og lime dressingin sem kjúklingurinn er líka látinn marinerast í, er svo sannarlega punkturinn yfir i-ið. Leiðbeiningar: 1. Settu hráefni fyrir lime dressingu/ marineringu í krukku og hristu vel. 2. Settu 2 matskeiðar af dressingunni í zip-lock poka. Bættu chipotle kryddi, oregano, kúmendufti, salt og pipar í pokann og hrærðu saman við dressinguna. Settu kjúklingabringurn- ar í pokann, lokaðu honum og láttu marinera í 30 mínútur eða yfir nótt. 3. Hitaðu 1 matskeið af ólífuolíu á pönnu við lágan hita. Eldaðu bringurnar og láttu bíða í nokkrar mínútur og skerðu þær svo í sneiðar. 4. Bættu 2 matskeiðum af kóríander í dressinguna og hristu saman. 5. Settu avókadó, maís, tómata og lauk í skál. Bættu við afganginum af kórí- ander, settu dressingu yfir og hristu saman. 6. Settu kál í skál, settu dressingu yfir og hristu saman. 7. Settu kálið í skál, bættu avókadó- blöndunni yfir og kjúklingnum. Settu dressinguna yfir. Gjörðu svo vel. Lime dressing/marinering: ● 2 matskeiðar lime safi ● 1 matskeið hunang ● ¼ bolli ólífuolía (65 ml) ● 1 hvítlauksrif, saxað smátt ● ½ teskeið salt og svartur pipar Kjúklingur: ● 2 kjúklingabringur ● ½ teskeið chipotle krydd ● ½ teskeið oregano ● ¼ teskeið kúmenduft ● salt og pipar ● ½ matskeið ólífuolía Avókadó-blanda: ● 1 avókadó, gróft skorið ● 1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt ● ¾ bolli marís ● ½ rauðlaukur, fínt skorinn ● ¼ bolli koríander, fínt skorið ● 5 bollar/lúkur kál, gróft skorið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.