Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 30
Þessi keppni er búin að vera í fjögur eða fimm ár,“ segir Hrönn, „en Hjólreiðasam-
band Íslands er að vaxa og þetta er
í fyrsta eða annað sinn sem þeir eru
að keyra Íslandsmótið með þessu
sniði.“
Hrönn tók þátt í mótinu síð-
astliðna helgi í fyrsta sinn og gerði
sér lítið fyrir og vann, en um 140
manns kepptu allt í allt. Hún er
búin að hjóla síðan árið 2013 og
keypti fjallahjól og reiðhjól árið
2015. „Ég var fyrst að leika við
þetta, en tók hjólreiðarnar af meiri
alvöru síðasta sumar og næsta
„level“ var svo núna í sumar.“
Þetta er fyrsta mótið sem hún
vinnur í A-flokki og auk titilsins
og gleðinnar yfir að vinna, fór
hún heim með peningaverðlaun,
lopapeysu, bol frá Krafti, harðfisk
og gjafabréf á Hótel Ísafjörð.
„Ég hef áður unnið til fyrstu
verðlauna í B flokki og ég lenti í
öðru sæti á Rig Uphill Duel keppn-
inni í vetur, þar sem sprett var í að
hjóla upp Skólavörðustíginn, um 70
metra. Í A flokki er maður að keppa
við þá sem eru að keppa af alvöru.“
Aðspurð hvort hún sé mikil
keppnismanneskja í eðli sínu,
hlær Hrönn, „það er magnað hvað
leynist mikið keppnisskap í manni,
miklu meira en maður bjóst við.
Þegar ég tek þátt í svona keppnum
þá kemur eitthvert villidýr í mann.“
Kynntist kærastanum í gegnum sportið
Hrönn keppti líka í WOW í sumar
og endaði hennar lið í öðru sæti.
Kærastinn, Brynjar Guðmundsson,
keppti líka og var hans lið á betri
tíma, en náði ekki sæti. „Þetta er
pínu „debate“ á heimilinu hvort
sé betra, tíminn eða sætið,“ segir
Hrönn og hlær.
Hrönn og Brynjar kynntust á
æfingu hjá hjólreiðafélaginu Tindi.
„Það er gott að makinn hefur
skilning fyrir sportinu, þetta tekur
tíma og kostar peninga líka og við
peppum vitleysuna upp í hvort
öðru.“
„Á veturna taka skíðin við og
það er keppnishugur þar líka,“
segir Hrönn sem byrjaði samt ekki
að skíða af alvöru fyrr en hún varð
fullorðin. „Við erum mjög aktív og
það er auðvelt að plata okkur bæði
í hvað sem er.“
Hjólreiðar hluti af heimilislífinu og
vinnunni
Hrönn á þrjú börn sem eru 6, 10
og 12 ára og hafa þau öll hjólað og
tekið þátt í keppnum og haft gaman
af. „Sú yngsta hefur þrjú, fjögur ár
í röð tekið þátt í sparkhjólamótum
hjá Tindi og tvær yngri tóku þátt
í Heiðmerkurkrakkaþrautinni
sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur
var með. Þau hafa öll gaman af og
finnst gaman að taka þátt.“
Allir heimilismenn eiga sitt hjól
og jafnvel fleiri en eitt. „Ég veit ekki
nákvæmlega hvað eru mörg hjól á
heimilinu,“ segir Hrönn hlæjandi
og telur þau upphátt. Á heimil-
inu eru sjö fullorðinshjól sem við
Brynjar eigum. Síðan eiga börnin á
heimilinu líka sín hjól.“
Hrönn er doktor í umhverfis-
efnafræði og vinnur sem sviðsstjóri
hjá Matís. Margir vinnufélaga
hennar deila áhuganum á sportinu.
„Við erum nokkur sem hjólum í
vinnuna og kaffispjallið snýst mikið
um hjólin og við reynum að peppa
þá sem ekki hjóla til að koma með
og prófa.“
Hreyfing hefur alltaf verið hluti af
lífsstílnum
Hrönn æfði handbolta í mörg ár
með Aftureldingu og tvo vetur með
Víkingi, en hætti þegar hún var
18 ára. „Við lentum í einhverjum
sætum minnir mig, svo var ég í
hestamennskunni líka, þannig að
ég hef grunn í íþróttum. Það er
góður grunnur úr hestamennsk-
unni að hafa dottið nokkuð oft af
baki. Ég hef ekkert keppt í íþróttum
síðan, en bara verið að hreyfa mig
og stunda líkamsrækt og hlaupa.“
Hrönn ákvað síðan að prófa
hjólreiðarnar. „Þá sá ég ljósið í
raun og veru og fann algjörlega
eitthvað sem ég féll fyrir. Það sem
er svo heillandi við hjólreiðarnar
er í fyrsta lagi útiveran og frelsis-
tilfinningin sem maður fær þegar
maður er að rúlla niður skemmti-
lega brekku á fjallahótelinu eða
hjóla í góðum hópi á góðum hraða
á racernum. Þetta er bara eins og
jóga fyrir mig, eins konar hug-
leiðsla.“
Hrönn segir hjólreiðarnar eitt af
því besta sem hún geri, henti henni
vel og séu mjög skemmtilegar.
„Þetta byrjaði sakleysislega, en hef-
ur undið upp á sig. Hjólunum hefur
fjölgað og tímanum sem maður ver
í þetta.“
Hjólreiðar eru meira en að hjóla
„Ég byrjaði bara að hjóla ein og
fór svo að mæta á æfingar hjá
Hjólreiðafélaginu Tindi og fór
á eitt götuhjólanámskeið fyrir
4 árum síðan. Síðan hef ég bara
haldið áfram hjá Tindi og var í
stjórn síðasta vetur sem keppnis-
stjóri,“ segir Hrönn.
„Það getur hver sem er byrjað
að hjóla, en svo kemst maður að
því eftir því sem maður fer að æfa
meira að þetta er meira en að bara
hjóla,“ segir Hrönn, sem finnst
bæði götu- og fjallahjólin virkilega
skemmtileg, en segist líklega nota
götuhjólið meira. „Götuhjólið
byggir meira upp á þol, kraft og
einbeitingu, það er önnur tækni,
meiri stragetía þegar maður
keppir á þeim. Þegar maður er á
götuhjóli þá gengur þetta mikið út
á það að vera í hópi og þegar mað-
ur hjólar með öðrum, þá er þetta
alltaf þannig að sá fremsti brýtur
vindinn og maður getur nýtt sér
það og sparað orkuna. Þetta er
bara eins og gæsir í oddaflugi.
Þeim mun betur sem hópurinn
vinnur þeim mun hraðar kemst
hann.
Hins vegar er götuhjólið um
leið einstaklingsíþrótt sem snýst
um að komast hraðar. Þess vegna
má maður ekki tala of mikið úr
sér til að geta unnið keppinaut-
inn á endasprettinum. Þannig að
maður metur þá sem maður er
að hjóla með og lærir að þekkja
brautina til að meta hvar er tækni-
lega best að stinga hópinn af.
Þetta byggir upp á að nota orkuna
rétt, hvenær má nota hana og
hvenær má spara sig. Síðan kemur
að því að maður þarf að gera árás,
verja eða elta. Þá er einher sem
gerir árás og keyrir upp hraðann
og hinir verða þá að gefa í eða
verða eftir.“
„Fjallahjólin eru tæknilega
Hrönn Ólína Jörundsdóttir er nýbakaður Íslandsmeistari í maraþonfjallahjólreiðum.
Hún er aktívur orkubolti og hefur alltaf hreyft sig, en féll algjörlega fyrir hjólreiðunum
þegar hún kynntist þeim árið 2013. Hún hvetur fólk til að kynna sér hjólreiðarnar sem
sport og segir þá reyndari alltaf til í að miðla til þeirra óreyndari.
Hrönn Ólína er Íslandsmeistari í maraþonfjallahjólreiðum
„LíkamLeg og andLeg heiLsa
byggist á því að hreyfa sig“
Aktívur orkubolti
Hrönn hreyfir sig alla daga
og er heilluð af hjólreiðunum.
Mynd Brynja