Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 8
8 Helgarblað 21. júlí 2017fréttir S endiherra Ástralíu í Ind­ ónesíu hefur tekist að vekja athygli ástral­ skra stjórnvalda á nýjum tækifærum í fjárfestingu í Ind­ ónesíu. Hann vill að Ástralir aðstoði Indónesíumenn við að auka ferðaþjónustu í landinu. Þá eru gríðarlegar breytingar á umgjörð og innviðum lands­ ins í farvatninu. Markmiðið er að gera Indónesíu að enn vin­ sælli áfangastað. Heimamenn hafa ítrekað gefið út að þeir vilji stórauka hlutdeild sína í ferða­ þjónustu en síðustu ár hefur Suðaustur­Asía orðið æ vinsælli áfangastaður fyrir vesturlanda­ búa í leit að sól og framandi upplifun. Ferðaþjónusta er einn lykilþátturinn í efnahagsþróun þeirra þjóða sem tilheyra Suð­ austur­Asíu. 10 nýjar Balí Í vikunni tilkynnti sendiherr­ ann, Paul Grigson, eftir fund með Joko Widodo, forseta Ind­ ónesíu, að Ástralir myndu, með fjármagni frá áströlskum fjár­ festum og láni frá alþjóðbank­ anum, (World Bank) aðstoða Ind ónesíumenn við að byggja upp tíu ferðamannaparadísir, á borð við Balí, víðs vegar um landið. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vefsvæði ástralska fjölmiðilsins ABC. „Við töluðum aðallega um þau tækifæri sem felast í ferða­ þjónustu og það sem við höfum áætlað að gera með fjármagn­ inu frá alþjóðabankanum,“ sagði Grigson eftir blaðamannafund sem var haldinn í Jakarta þar sem áætlanirnar voru kynntar. Hugmyndirnar eru flestar enn á umræðustigi. Til þessa hef­ ur fjármagn í ferðaþjónustu í Ind ónesíu aðeins verið notað á þeim svæðum sem nú þegar fá mikinn fjölda af ferðamönnum árlega. Ekki hefur formlega ver­ ið gefið út hvenær ráðist verður í framkvæmdir á öðrum svæð­ um. Talið er að það geti orðið á næsta ári. Lánið sem stjórnvöld Ind­ ónesíu sóttu um, og hafa feng­ ið samþykkt, hleypur á millj­ örðum (180 milljónum dollara). Peningarnir eru eyrnamerktir ákveðnum svæðum þar sem fyr­ irhugað er að byggja upp ferða­ mannaparadísir. Það er við Toba stöðuvatnið í Norður­Súmötru, Lombok í Vestur­Nusa Tennara og Borbudur í Java. Ekki hef­ ur komið fram hversu mikið fjármagn Ástralir leggja sjálfir í verk efnið. Fram hefur komið að Ind­ ónesíumenn vilja leggja mun meira í ferðaþjónustu en þeir hafa gert til þessa. Markmið­ ið er að tvöfalda komu erlendra ferðamanna til Indónesíu, úr rúmlega 9 milljónum í 20 millj­ ónir á ári. Samhliða byggingu á hótelum þarf að endurnýja vegakerfi landsins. Ráðist verð­ ur í miklar endurbætur á veg­ um, tollhlið sett upp og nokkrar nýjar hafnir byggðar frá grunni. Þá þarf að byggja nýjan flugvöll. Ferðamönnum fjölgar Indónesía, sem er fjórða fjöl­ mennasta ríki heims, sam­ anstendur af þúsundum eyja í Suðuraustur­Asíu. Á síðasta ára­ tug hefur ferðaþjónusta nærri tvöfaldast í Indónesíu. Á síðasta ári heimsóttu um það bil 9 millj­ ón erlendir ferðamann landið. Mesta aukningin hefur verið á ferðamönnum frá Ástralíu. Eins og staðan er í dag dvelja lang­ flestir ferðamenn á Balí, Riau eyjaklasanum eða í höfuðborg landsins, Jakarta. Langtíma­ markmiðið er að auka fjölda ferðamanna og gera ferðaþjón­ ustu að aðalútflutningsgrein Indónesíu. Hingað til hafa helstu at­ vinnuvegir Indónesíumanna verið landbúnaður, á borð við hrísgrjón, sykurreyr, kókos­ hnetur, maís og sætar kartöfl­ ur og iðnaður, á borð við olíu­ hreinsun, sykur, jarðolíu og gull. Veðurfarið á Indónesíu er svip­ að allt árið og er meðalhitinn í landinu um 28 gráður. Það er ein af ástæðum þess að Indónesía er að verða einn af vinsælli ferða­ mannastöðum í heiminum. n „Ferðaþjónusta er einn lykilþátturinn í efnahagsþróun þeirra þjóða sem tilheyra Suð- austur-Asíu. Ætla að búa til tíu nýjar paradísir í anda Balí Indónesía verður áður en langt um líður einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Suðaustur-Asíu Kristín Clausen kristin@dv.is Bali 4,4 milljónir ferða- manna heimsóttu eyjuna á síðasta ári. Talið er að ferðamönnum muni fjölga enn frekar í ár. Indónesía Mikill upp- gangur verður í ferða- þjónustunni á Indónesíu á næstu árum. Mynd EPA Ferðamenn njóta lífsins Ástralir ætla að aðstoða Indónesíumenn við að byggja upp öfluga ferðaþjónustu í landinu. Mynd EPA Ætla að dreifa ferðamönnum um landið Indónesíumenn telja sig eiga mikið inni þegar kemur að ferðaþjónustu. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.