Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Side 8
8 Helgarblað 1. september 2017fréttir
Eignir í umsjá Ríkiskaupa
Fasteignir Sveitarfélag Byggingarhluti Ár Staða
Bústaðarvegur 9 Reykjavík Gólf og þak 3. hæð 2015 Lokið
Borgartún 7 Reykjavík Þak í viðbyggingu 2014 Lokið
Vogabraut 5 Akranes Veggir á 2. hæð 2015 Lokið
Stekkar 1 Patreksfirði Stigahúsa 2015 Lokið
Tryggvagata 19 Reykjavík Þak á 5. hæð 2015 Lokið
FSU - Hamar Árborg Þak 2016 Lokið
Gljúfrasteinn Mosfellsbær Allt húsið 2016 Lokið
Lækjartorg 1 Reykjavík Útv. 3. og 5. hæð 2016 Í vinnslu
Héraðsskólinn Laugavatni Baðherbergi í íbúð 2016 Lokið
Ánanaust Reykjavík Veggir og gólf 2016 Í skoðun
Sölvhólsgata 13 Reykjavík Gaflar 3 hæð 2017 Í vinnslu
Sólvangur Hafnarfirði Þak 2017 Í vinnslu
Laugavegur 114 Reykjavík 5. hæð og kjallari 2017 Í vinnslu
Miðbæjarskóli Reykjavík Óstaðf. grunur 2017 Í skoðun
Digranesvegur Kópavogur Gafl 2017 Í vinnslu
Eignir í umsjá Ríkiskaupa frá árinu 2011 þar sem fundist hefur mygla og staðan á þeim
verkefnum. Listinn er ekki tæmandi en gefur góða mynd af umfangi vandans.
„Erum Ekki Eini vinnustaðurinn
sEm glímir við þEtta vandamál“
Þ
etta er gamalt hús. Nú standa
yfir viðgerðir sem, meðal
annars, eiga að uppræta
mygluna.“ Þetta segir Soffía
Lárusdóttir, forstöðumaður Grein-
ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
sem er til húsa á Digranesvegi 5 í
Kópavogi. Hlutverk stöðvarinnar
er, meðal annars, að tryggja að börn
með alvarlegar þroskaskerðingar
sem leitt geta til fötlunar síðar á æv-
inni fái greiningu, ráðgjöf og önn-
ur úrræði sem efla lífsgæði og bæta
framtíð þeirra og fjölskyldna þeirra.
Starfsfólk hefur fundið fyrir
einkennum
Greinst hefur mygla á afmörk-
uðum stöðum í húsi stöðvarinn-
ar og þá helst niðri við gólf. Ekki
fannst myglugró í loftsýnum. Þá eru
gluggar á austurhlið hússins ónýt-
ir og í þeim hluta hússins finnur
starfsfólk og notendur þjónustunn-
ar fúkkalykt, þá sérstaklega þegar
rignir. Soffía, sem getur ekki tjáð
sig um einstaka starfsmenn, bendir
á að áhrif myglusvepps á fólk séu
mjög misjöfn og einstaklingsbund-
in. Algengust eru ofnæmisviðbrögð
sem tengjast öndunarfærum og
það eigi við einhverja starfsmenn
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar-
innar. Soffía hefur sjálf ekki feng-
ið kvartanir frá notendum og ekki
greindist mygla í þeim rýmum sem
börnin dvelja í þegar þau koma í
heimsókn. Starfsmenn hafa fundið
fyrir óþægindum og allir eru sam-
mála um að loftgæði í húsnæðinu
þyrftu að vera betri. Samhliða við-
gerðum er unnið að því að bæta
loftræstikerfi í húsinu.
Vonandi klárast málið fyrir
áramót
„Viðgerðirnar ættu að klárast fyrir
áramót. Það tekur allt tíma. Bæði að
fá greiningu á vandamálinu sem og
biðin eftir iðnaðarmönnum. Þetta
er búin að vera heilmikil vinna en
auðvitað þarf húsnæðið að vera
þannig að það sé bæði starfsmönn-
um og notendum þjónustunnar
boðlegt,“ segir Soffía en málið er
unnið í samvinnu við Ríkiseignir
sem hafa umsjón með fasteignum
í eigu ríkisins.
„Vonandi verða loftgæðin hér og
vinnuaðstæður góðar þegar við-
gerðum lýkur. Við erum ekki eini
vinnustaðurinn á landinu sem
glímir við þetta vandamál en sem
betur fer sjáum við, vonandi, fyrir
endann á þessu.“
Stefnt er að samflutningi Grein-
ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkis-
ins og Þjónustu- og þekkingarmið-
stöðvar fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda í eitt húsnæði. Síðustu
misseri hefur verið unnið að undir-
búningi verkefnisins í samvinnu
við velferðarráðuneytið og er nú
verið að leita leiða til þess að tryggja
fjármögnun verkefnisins.
Rakaskemmdir reddast ekki
Reglulega berast fregnir af því í
fjölmiðlum að mygla hafi fundist í
húsnæði þar sem mikill fjöldi fólks
hefst við, eða sækir þjónustu í. Þar
má til dæmis nefna Land spítalann,
Íslandsbanka og Kársnesskóla.
Myglusveppur getur ógnað heilsu
fólks verulega og því er brýnt að
ráðast strax að rótum vandans,
þegar hann kemur upp. Sylgja
Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri hjá
Eflu verkfræðistofu, segir að vanda-
mál sem komi upp samhliða raka-
skemmdum í húsum megi fyrst og
fremst tengja við skort á viðhaldi.
„Það skiptir engu máli hversu gam-
alt húsið er heldur hvernig það var
byggt og hvernig var gengið frá því.“
Þá segir Sylgja það alltof algengt
að viðgerðir séu ekki hugsaðar til
enda. „Rakaskemmdir spyrja ekki
um stétt, stöðu eða aldur heldur
koma þær fram þar sem vatn getur
lekið inn.“
Að mati Sylgju þarf að laga þrjá
þætti í þessu samhengi svo hægt sé
að uppræta myglu í íslenskum hús-
um til framtíðar. Það eru fordóm-
ar, þekkingarleysi og kæruleysi.
„Fordómarnir valda því að við tök-
um skemmdum af völdum raka og
myglu ekki nógu alvarlega. Ef við
tökum þeim ekki nógu alvarlega
þá vöndum viðgerðirnar ekki nóg.
Kæruleysið er það versta. Það verð-
ur að laga, til dæmis með fræðslu
og forvörnum.“
Fimmtán tilfelli frá árinu 2011
Í samtali við DV segir Helgi Braga-
son, sviðstjóri byggingasviðs Ríkis-
eigna sem hafa í sinni umsjá rúm-
lega helming af húsnæði ríkisins,
að það hafi komið upp 15 myglu-
tilfelli í þeim 376 fasteignum, sem
Ríkiseignir hafa umsjón með, síð-
astliðin fimm ár. Ríkiseignir hafa
ekki umsjón með fasteignum sem
heyra undir Landspítalann, Há-
skóla Íslands og Stjórnarráðs-
reitinn. Mörg alvarleg tilfelli hafa
sömuleiðis komið upp í eignum á
þeirra vegum síðustu ár. n
Rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæði Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar í Kópavogi„Fordómarnir valda
því að við tökum
skemmdum af völdum
raka og mylgu ekki nógu
alvarlega. Ef við tökum
þeim ekki nógu alvarlega
þá vöndum viðgerðirn-
ar ekki nóg. Kæruleysið
er það versta. Það verð-
ur að laga, til dæmis með
fræðslu og forvörnum.
Kristín Clausen
kristin@dv.is
Húsið var illa farið á nokkrum stöðum Vi
ðgerðum á að vera lokið fyrir
áramót. Mynd SigtRygguR ARi
Viðgerðir standa yfir Starfsfólk og notendur þjónustunnar hafa kvartað yfir fúkkalykt í húsinu. Mynd SigtRygguR ARi
digranesvegur 5 Rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæðinu. Mynd SigtRygguR ARi