Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 10
10 Helgarblað 1. september 2017fréttir „Þetta er tilraun til manndráps“ A llt var með kyrrum kjör­ um í miðborg Reykja­ víkur morguninn 29. september árið 2016. En rónni var raskað þegar byggingarkrani, sem staðsettur var í Hafnarstræti, hrundi rétt fyrir hádegi. Timburhlaðinn kraninn féll á nýbyggingu og yfir á planið hjá pylsusölunni Bæjarins bestu. Þeir sem sáu slysið sögðu hann hafa fall­ ið saman og ótrúlegt lán að fáir hafi verið á ferð á svæð­ inu. Vanalega eru tugir í röð hjá Bæjarins bestu á þessum tíma en af einhverjum ástæðum var enginn í röðinni þegar kraninn féll. Síðan þá hefur lítið frést af málinu en því er þó ekki lokið. Yfirlýsing strax eftir fallið Skömmu eftir að kraninn féll kom Eyjólfur Sæmundsson, for­ stjóri Vinnueftirlitsins, fram í fjölmiðlum og lýsti því yfir að grunur léki á að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans til þess að hægt væri að stafla meiri byrðum á hann. Hann sagði það vel þekkt í geiranum að menn beittu vissum aðferðum til þess. Ásgeir Arnór Stefánsson, eigandi byggingarverktakans Arkar, var með umræddan krana á leigu. Hann segir: „Mér fannst flott hjá þeim að gefa út yfirlýs­ ingu, hálftíma eftir slys, um að þetta hefði verið einhverjum öðrum að kenna en þeim. For­ stjórinn mætti ekki einu sinni á svæðið. Ég var ekki einu sinni búinn að átta mig á því sjálfur af hverju hann féll þótt það hafi verið starfsmaður minn sem stýrði honum.“ Ásgeir og félagar hjá Örk voru að vinna fyrir félagið Suðurhús á svæðinu. Kranann höfðu þeir á leigu frá verktakafyrirtæk­ inu Þarfaþingi og fyrirtækið DS Lausnir sá um að reisa hann. Áhyggjur af undirstöðum Þegar byggingarkranar eru sett­ ir upp sér Mannvirkjastofnun um að framkvæma svokallað þjöppupróf á undirstöðunum, það er púðanum sem kraninn situr á. Ásgeir segir að þetta próf hafi komið mjög illa út og púð­ inn hafi verið of mjúkur, aðeins um fjórðungur þess þrýstings sem á að vera. Ástæðuna seg­ ir hann hafa verið stórar götu­ lagnir sem titri og geri þjöppun púðans erfiða. Hann hafði áhyggjur af kran­ anum, sem var þar að auki 25 ára gamall og töluvert ryðgaður. „Vinnueftirlitið kom í fjögur skipti á svæðið, allan tímann sem við vorum þarna. Við gerð­ um það að gamni okkar, því að við vissum að það var ekki búið að tryggja öryggi okkar, að spyrja um úttektirnar á þessum krana. Svarið var nei, það var ekki eftirlit með krananum.“ Oddur R. Ólafsson, hjá vinnu­ véladeild Vinnueftirlitsins, kom á svæðið í þessi fjögur skipti. Hann segir krana skoðaða þegar þeir eru settir upp eða færðir til. „Ef hann er á sama stað er hann skoðaður einu sinni á ári.“ Tengdir aðilar gefa álit Í kjölfar slyssins fól rann­ sóknarlögreglan Vinnueftir­ litinu og Mannvirkjastofnun að skoða tildrög þess og gera skýrslu þeim til handa. Um skoðunina sáu Oddur og Róbert Árni Róbertsson en skoðun á brakinu eftir að það var komið á geymslusvæði var falið starfs­ fólki DS Lausna, sem reistu kranann. Skýrslan, sem ekki hefur verið gerð opinber, var fengin lögreglunni í fyrrahaust að skoðun lokinni. Ásgeir seg­ ist hafa beðið um óháða úttekt á slysinu og honum var tjáð af lögreglunni að þetta væru óháð­ ir aðilar, þó svo að þeir hefðu komið að því að reisa kranann og hafa eftirlit með honum. Í svari við fyrirspurn DV stað­ festir Eyjólfur Sæmundsson að Vinnueftirlitið telji að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans, svokallaða fleygun. Þá er notað­ ur tréfleygur til að fleyga í sund­ ur járnfjaðrir kranans. Ásgeir sagðist ekki hafa þekkt þessa aðferð og að í yfirheyrslunni hafi menn frá Vinnueftirlitinu sýnt þeim hvað þeir áttu að hafa gert. Þá bað lögfræðingur hans um að fá að sjá ljósmynd­ ir af öryggisbúnaðinum eftir að kraninn féll, ljósmyndir af þjöppumælingunni og gegn­ umlýsingar vegna ryðs. Ekkert af þessu fengu þeir að sjá. Jóhann Karl Þórisson hjá rannsóknarlögreglunni sagðist ekki vilja tjá sig um þetta mál en sagði því ekki lokið. Hann vildi heldur ekki svara því hvort það væri óeðlilegt að aðilar tengdir málinu kæmu að álitsgerð. Odd­ ur, hjá Vinnueftirlitinu, segist hins vegar fullviss um að málið verði kært. Hann segir: „Það er alveg á kristaltæru. Þetta er til­ raun til manndráps.“ Þrátt fyrir að málið hafi ekki komið fyrir dómstóla var Örk byggingafélagi gert að greiða um ellefu milljónir króna vegna eyðileggingar kranans, kvists sem kýldist niður í húsið og upphífingar á brakinu. Ásgeir segir: „Ellefu milljónir er mikið fyrir lítið fyrirtæki. Ég hef hugs­ að um að kæra, en ég hef ekki gert það því að dómsmál geta farið á hvorn veginn sem er. Ég var alltaf mjög ósáttur við þetta.“ Hjálpað í gegnum prófið Ásgeir segir ástæðu slyssins fyrst og fremst hafa verið vegna vandamála í búnaðinum. „Það breytir því ekki að ef krana­ maðurinn okkar hefði brugð­ ist einhvern veginn öðruvísi við þegar kraninn fór á fleygiferð þá hefði hann hugsanlega geta bjargað því.“ Kranamaðurinn umræddi er pólskur og var svipt­ ur réttindum sínum eftir slysið. Hann vinnur nú að öðrum verk­ efnum hjá Örk. „Ég sendi mína pólsku stráka á krananámskeið hjá Vinnu­ eftirlitinu. Hans mannlegu mis­ tök hefðu sennilega ekki orðið svona stór ef honum hefði verið kennt almennilega á kranann.“ Oddur kennir krananámskeiðin og hefur umsjón með skriflegu prófi en verkleg kennsla er engin, heldur eru menn í skamma stund undir handleiðslu vinnu­ vélstjóra hjá einkaaðilum. Ásgeir segir: „Í prófinu fór kennarinn út og pólskur túlkur hjálpaði öllum í gegn.“ Annar við­ mælandi DV, ótengdur Örk, segir nákvæmlega sömu sögu. „Túlk­ urinn gefur þeim svörin á krana­ prófinu.“ Oddur hafnar því að framkvæmd prófana séu á þessa vegu og segist sitja allan tím­ ann. „Þetta eru stíf námskeið og stífar spurningar. Spurningarn­ ar eru á pólsku. Það verður að vera pólskur aðili þarna inni til að spyrja og hann spyr þá mig en menn verða að svara sjálfir sín­ um spurningum.“ Hann viður­ kennir þó að það sé mjög óæski­ legt að engin verkleg kennsla fari fram á námskeiðinu. „Það er ít­ rekað búið að ganga á yfirmenn Vinnueftirlitsins og óska eftir því að keyptir séu ákveðnir hlutir til þess að gera þetta. Það hefur ekki gengið eftir.“ Að mati Ásgeirs geta starfs­ menn Vinnueftirlitsins verið smásmugulegir um ýmsa hluti en sinnulausir um atriði sem virki­ lega skipta máli. „Þeir koma sjald­ an inn á vinnusvæði en þegar þeir koma þá finnst mér þeir meira vera að tryggja sig heldur en okkur.“ n n Höfðu áhyggjur af undirstöðunum n Túlkur sagður gefa svör í prófi„Mér fannst flott hjá þeim að gefa út yfirlýsingu, hálftíma eftir slys, að þetta hefði verið einhverjum öðrum að kenna en þeim. „Hans mannlegu mistök hefðu sennilega ekki orðið svona stór ef honum hefði verið kennt al- mennilega á kranann. Bæjarins bestu Lán að engin biðröð var. MYnd SigTrYggur Ari Kristinn Haukur guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.