Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 16
16 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 1. september 2017 Ríkisstjórn á réttri leið Myndin Dyrfjöll Vaskur göngumaður býr sig undir að klífa Dyrfjöll úr Jökuldal á Borgarfirði eystra á dögunum. mynD Sigtryggur Ari Leynibrall frá fyrsta degi Kaupa minna og ábyrgara Gjaldmiðill sem leggur fjárhag heimila og fyrirtækja í rúst á víxl er ekki góður gjaldmiðill Davíð Oddsson um ástandið á húsi Orkuveitunnar. – Morgunblaðið Drífa Snædal – visir.isBenedikt Jóhannesson – eyjan.is Lítið mannval Ljóst er að nýr varaformaður verður kjörinn á landsfundi Vinstri grænna í næsta mánuði, þar eð Björn Valur gíslason hefur gefið það út að hann hyggist ekki leita endurkjörs. Þegar hafa tveir flokksmenn lýst því yfir að þeir gefi kost á sér, Óli Halldórsson, sveitarstjórnar­ maður í Norðurþingi, og Edward Huijbens, fyrrverandi bæjarfull­ trúi á Akureyri. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins og algjört forystuafl í stjórnarand­ stöðunni. Það vekur því athygli að ekki skuli öflugri kandídatar gefa kost á sér í embættið. misskilningur á boðskap Frelsisflokkurinn hyggst bjóða fram í komandi borgarstjórnar­ kosningum með margréti Friðriks- dóttur sem oddvita. Flokkurinn er hvorki hrifinn af innflytjenda­ stefnu stjórnvalda né múslimum. „Flokkurinn styður kristna trú og gildi,“ svaraði Margrét þegar dv.is spurði hana út í þau mál. Kristin gildi felast ekki síst í náungakær­ leik og umburðarlyndi, þannig að eitthvað hefur flokkurinn misskil­ ið kærleiksboðskapinn. Völd fyrir lítið Ársfundur Bjartrar framtíðar fer fram um helgina og meðal annars verður þar kosið um for­ mann. Óttarr Proppé býður sig fram til áframhaldandi setu og hefur ekki fengið mótframboð enn sem komið er. Hins vegar er þó hægt að bjóða sig fram í upp­ hafi fundarins. Miðað við stuðn­ ing flokksins í skoðanakönnun­ um má gera ráð fyrir að auðvelt muni reynast að smala í for­ mannskosninguna. Hafi einhver því áhuga á að gerast formaður stjórnmálaflokks, sem situr í rík­ isstjórn, getur viðkomandi mætt með vini niður í Rúgbrauðsgerð fyrir klukkan ellefu á laugardags­ morguninn næstkomandi. Þ að er ekki til siðs í samtíma okkar, þar sem skammast er yfir öllu, að hrósa stjórn­ málamönnum en ríkis­ stjórn Íslands á skilið hrós fyrir þá ákvörðun að bjóða á sjötta tug flóttamanna til Íslands á næsta ári. Til stendur að taka við mun fleiri flóttamönnum á næstu árum og er það vel. Velsæld ríkir í landinu og það er skylda okkar að rétta hjálparhönd þeim sem búa við mikla neyð. Flóttamenn, og þar á meðal eru fjölmörg börn, búa við óöryggi og hættur dag hvern. Við Íslendingar erum hluti af alþjóðasamfélaginu og eigum ekki að loka okkur af og láta okkur þjáningar umheimsins engu varða. Við eigum að sýna sið­ ferðiskennd og bjóða fólki í neyð velkomið hingað til lands. Samúð með þeim sem þjást, skilningur á högum þeirra og vilji til að rétta þeim hjálparhönd eru eiginleikar sem ættu að prýða hvern einstak­ ling. Því miður er það svo að í hvert sinn sem fréttir berast af komu flóttamanna hingað til lands upp­ hefst kór sem tónar að það eigi að forgangsraða rétt og aðstoða þá Íslendinga sem búa við bág kjör en ekki taka við einhverjum útlendingum. Þarna er verið að etja saman hópum því fullyrt er að aðstoð við erlent flóttafólk bitni á þeim Íslendingum sem búa við erfiða fjárhagsstöðu. Ekki felst mikill náungakærleikur í slíkum upphrópunum heldur er beinlín­ is verið að ala á útlendingaandúð. Það að rétta einum hópi hjálp­ arhönd jafngildir vitaskuld ekki því að ómögulegt sé að aðstoða aðra. Þetta vita allir en sumir kjósa að láta eins og þeir viti ekki af því. Þegar rætt er um flóttamenn og aðstoð við þá byrjar þessi sami kór síðan að kyrja um hætturnar sem stafa af múslimum sem hing­ að koma. Það er furðulegt hversu auðvelt þessi hópur á með að flokka múslima og stimpla sem hugsanlega hryðjuverkamenn. Blessunarlega er þessi kór ekki mjög fjölmennur hér á landi en hann er þó of hávær. Þar er eins og þröngsýnin og mannfyrirlitningin eigi sér engin takmörk. Það furðu­ lega er svo að þessi hópur þykist ansi oft tala í nafni kristinnar trúar. Biskup landsins hefur sannarlega staðið í lappirnar og talað máli flóttamanna og vitnað í orð Krists. Það hefur ekki áhrif á hópinn sem ætlar ekki að láta sér segjast og skammast í biskupi og sömuleiðis Rauða krossinum sem þykir víst alltof hallur undir útlendinga. Það skiptir máli að í landinu er ríkisstjórn sem setti í stjórnar­ sáttmála sinn að tekið yrði á móti fleiri flóttamönnum og að innflytjendum yrði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátt­ takendur í íslensku samfélagi. Vitaskuld má ýmislegt mun betur fara þegar kemur að málefnum flóttamanna, en ríkisstjórnin er samt á réttri leið. n Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Samúð með þeim sem þjást, skiln- ingur á högum þeirra og vilji til að rétta þeim hjálparhönd eru eigin- leikar sem ættu að prýða hvern einstakling.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.