Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 20
20 sport Helgarblað 1. september 2017 Þ að er gríðarlega mikilvægur landsleikur á morgun hjá karlalandsliðinu í fótbolta þegar það heimsækir Finn- land í undankeppni HM. Ísland er á toppi riðilsins ásamt Króatíu og er í góðri stöðu til að koma sér á Heimsmeistaramótið í Rússlandi þegar fjórir leikir eru eftir í riðlin- um. Ísland vann nauman sigur á Finnlandi í heimaleiknum en þar skoraði Ragnar Sigurðsson sigur- markið á 96. mínútu leiksins. Leik- urinn fer fram í borginni Tampere en íslenska liðið kom saman á mánudag í Helsinki, liðið keyrði svo upp til Tampere 30. ágúst eft- ir að hafa horft á körfuboltalands- liðið keppa við Grikkland í fyrsta leiknum á EuroBasket sem haldið er í Finnlandi. Ísland vann frábæran sigur á Króatíu í sumar sem hefur komið liðinu þessa stöðu. Liðið er mjög nálægt því að komast inn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Ljóst er að baráttan um fyrsta sæti riðils- ins verður hörð og ekki má mis- stíga sig mikið, en annað sætið gefur sæti í umspili um laust sæti á HM. Íslenska liðið er komið með reynslu í því að spila stóra leiki og nú er hver einasti leikur sá mikil- vægasti. Hvað gerir Heimir? Áhugavert verður að sjá hvernig Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, stillir upp liðinu. Liðið hefur nánast alltaf spilað leikkerfið 4-4-2 undir hans stjórn en gegn Króatíu í sumar breytti Heimir í 4-5-1 og gafst það vel. Það er margt sem bendir til þess að Heimir haldi sig við það kerfi. Emil Hallfreðsson kom sterkur inn á miðjuna og Gylfi Þór Sigurðsson fékk meira frelsi fram völlinn. Sú staðreynd að Heimir valdi bara þrjá framherja í hóp sinn núna gefur líka til kynna að hann gæti hugsað sér að spila með aðeins einn framherja í stað tveggja eins og venjan hefur ver- ið. Liðið ætti þó að vera hefðbund- ið, Sverrir Ingi Ingason er að setja pressu á miðverði liðsins, þá Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson, með góðri spilamennsku í Rúss- landi en ekki eru miklar líkur á að Heimir geri breytingar þar. Hörður Björgvin Magnússon byrjaði gegn Króatíu í sumar og ætti að halda sæti sínu, hann skoraði sigur- markið þar og auk þess eru Finnar með stórt og sterkt lið og því er lík- legra að Hörður byrji frekar en Ari Freyr Skúlason. Lyktin af Rússlandi byrjuð að finnast Íslenska liðið er komið í ótrúlega góða stöðu í þessum erfiða riðli og lyktin af miða á Heimsmeistara- mótið í Rússlandi er byrjuð að finn- ast. Liðið er í frábærri stöðu og sig- ur á morgun gegn Finnlandi væri stórt skref í átt til Rússlands. Takist svo liðinu að vinna Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudag er ljóst að það er komið í frábæra stöðu og um ótrúlegt afrek að ræða. Aldrei hefur knattspyrnulandsliði tekist að koma sér á heimsmeistaramót og væri því um að ræða sögulegt afrek, íslenska liðið þekkir orðið þá stöðu að koma sér inn á mót og sú reynsla gæti reynst mikilvæg. Einnig er magnað að fylgjast með því hversu jarðbundnir leikmenn liðsins eru. Þrátt fyrir afrek síðustu ár eru menn ekkert að fara fram úr sér. Þeir muna alltaf að þeir koma frá Íslandi og sýna því hverjum andstæðingi mikla virðingu, það hefur skilað árangri og gæti skilað liðinu til Rússlands. Stjarnan líkleg til að stíga upp Til að Íslandi nái hagstæðum úr- slitum í næstu leikjum er ljóst að mikið mun mæða á Gylfa Þór Sig- urðssyni, sjálfstraustið geislar af Gylfa þessa dagana og það er góðs viti. Þegar Ísland komst inn á Evrópumótið í Frakklandi var það að mestu vegna þess að Gylfi steig upp þegar á þurfti. Gylfi var keyptur til Everton á dögunum fyrir 45 milljónir punda og er að verða heimsfrægur leikmaður eft- ir þau skipti, ljóst er að allir and- stæðingar Íslands munu leggja mikið upp úr því að stoppa Gylfa en honum hefur hingað til tekist að stíga upp og taka af skarið. n Hannes Þór Halldórsson Ragnar Sigurðsson Kári Árnason Birkir Már Sævarsson Hörður Björgvin Mangússon Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson Gylfi Þór Sigurðsson Birkir Bjarnason Jóhann Berg Guðmundsson Alfreð Finnbogason n Íslenska landsliðið er í dauðafæri á að komast á HM n Fjórir mikilvægir leikir framundan Ferðalagið á HM hefst í Finnlandi Hvað segja strákarnir? Gylfi Þór Sigurðsson „Það hefur verið mikil bið og eftirvænting eftir þessum leik. Ekki bara hjá okkur heldur hjá þjóðinni líka. Ef þú lítur á gæðin og hópinn sem Króatía er með þá held ég að þeir tapi ekki mörgum stigum. 12 stig út úr næstu fjórum leikjum gætu ekki verið nóg. Við höfum farið yfir þá, ekki bara fyrir þennan leik heldur síðasta leik líka. Þeir eru alltaf nálægt því að ná úrslitum. Við stálum þremur stigum síðast en áttum ekkert skilið úr þeim leik.“ Hörður Björgvin Magnússon „Þetta leggst bara mjög vel í mig eins og hver annar leikur. Við vitum að þetta verður mjög erfitt út af heimaleiknum okkar þar sem þeir stríddu okkur. Við höfum aldrei vanmetið neinn og við komum sterkir inn og reynum að gera eins og í Króatíuleiknum og taka það besta úr því og nýta það.“ Ragnar Sigurðsson „Við erum búnir að koma okkur í frábæra stöðu. Við horfum á þessa tvo leiki sem leiki sem við eigum að vinna, maður hefur hugsað mikið um þessa leiki. Maður hefur hugsað rosalega mikið um þetta. Þeir líta á fyrri leikinn sem stolinn sigur af þeim, ég skil það alveg. Markmaðurinn hjá þeim átti einn besta leik sem ég hef séð markvörð spila.“ Heimir Hallgrímsson „Jóhann Berg sleppti síðustu æfingu, hann fékk spark í lærið og fékk „dead leg“ eins og sagt er og það tekur 2–3 daga að hrista það úr mönnum. Ég býst við að hann verði 100 prósent með í dag (gær) en það væri eðlilegt ef hann þyrfti einn dag í viðbót. Allir eru klárir og æstir í að fá að spila. Við erum búnir að setja upp leikinn eins og við höldum að hann spilist og finna leikmenn sem henta best í þann leik. Við vitum að Finnarnir fara pressulausir í þennan leik. Þeir eru bara að berjast fyrir heiðrinum.“ Staðan í riðlinum Félag L U J T Mörk Net Stig 1 Króatía 6 4 1 1 11 - 2 9 13 2 Ísland 6 4 1 1 9 - 6 3 13 3 Tyrkland 6 3 2 1 11 - 6 5 11 4 Úkraína 6 3 2 1 9 - 5 4 11 5 Finnland 6 0 1 5 4 - 10 -6 1 6 Kósóvó 6 0 1 5 3 - 18 -15 1 Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Líklegt byrjunarlið Íslands Svona teljum við að Heimir Hallgrímsson muni stilla upp liðinu á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.