Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 1. september 2017 V erði ekkert að gert stendur fjöldi sauðfjárbænda frammi fyrir því að verða launlaus fyrir störf sín á komandi hausti. Boðuð verðlækk- un afurðastöðva í landinu, allt upp í 36 prósenta lækkun frá fyrra ári, þýðir 56 prósenta tekjuskerðingu fyrir bændur og ekki er af neinu að taka öðru en launum bænda sem þegar hafa lagt út fyrir öðrum þátt- um. Bændur hafa átt í samræðum við stjórnvöld í allt sumar og reynt að benda á alvarleika málsins en hafa, að því er þeim sjálfum finnst, talað fyrir daufum eyrum. Nú eru haustverk að skella á, bændur eru þegar farnir að senda lömb í slátrun og tími til að grípa til að- gerða er verulega naumur. Veruleg hætta er á að fjöldi sauðfjárbænda bregði búi, mismikið tilneyddir, sem leiða mun af sér tilheyrandi byggðaröskun og hættu á að heilu samfélögin fari á hliðina. Í auga stormsins stendur Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. Oddný Steina var kjörin formaður landssamtakanna, fyrst kvenna, í mars á þessu ári og hefur sannar- lega haft vindinn í fangið síðan. Búskapurinn togaði Oddný Steina er fædd árið 1980 og ólst upp í Úthlíð í Skaftár- tungu, þar sem foreldrar hennar bjuggu blönduðu búi með kindur og kýr. Líkt og venjan er gekk hún til allra verka með foreldrum sín- um frá því hún hafði aldur til. Hún er ein fimm systkina og stunda systur hennar tvær einnig búskap á Suðurlandi en bræðurnir tveir búa í Reykjavík. Hún segir að strax hafi blundað í sér bóndi, eins og í svo mörgum börnum sem alin eru upp í sveit. „Já, ég hafði svo sem áhuga á mörgu og það hefði ýmis legt annað komið til greina en þetta einhvern veginn togar alltaf.“ Oddný sótti framhaldsskóla á Skógum fyrstu tvö árin sín en kláraði síðan stúdentspróf frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi og fór strax sumarið eftir í verknám á Fagranesi í Aðaldal áður en hún hóf nám í bændadeild á Hvanneyri. Hún kláraði síðan kandídatsnám í búvísindum frá sama skóla. Þar kynntist hún manni sínum, Ágústi Jenssyni, bóndasyni frá Teigi í Fljótshlíð. Þegar þau voru á loka- metrunum í náminu bauðst þeim tækifæri til að hefja búskap og stukku á það. „Nágranni Ágústs í Fljótshlíðinni bauð okkur að taka við búskap í Butru. Við slógum til, enda var þetta það sem við vildum gera. Við tókum síðan við búinu áramótin 2004–2005. Þá voru þar eitthvað um 150 kindur á vetrar- fóðrum. Við tókum við og fórum strax að huga að því að byggja upp, hægt og rólega þó. Við höfum síðan fjölgað fénu jafnt og þétt og erum nú með um 500 kindur á fóðrum. Við fórum líka strax út í nautaeldi og innréttuðum gamalt fjós til þess. Það var húsakostur á jörðinni sem hægt var að nýta í eitt og annað og við gerðum það. Við höfum síðan byggt upp fjárhús, hófumst handa við það 2013 og það tók okkur tvö ár að klára það en það hafðist allt. Við höfum líka aukið ræktunarlandið.“ Félagshyggja í verki Þið eruð 24 og 25 ára, komið beint úr skóla og hellið ykkur út í þennan atvinnurekstur með öllu tilheyr- andi. Það er nú meira en að segja það, eða hvað? „Já, það er það svo sem en við vorum svo fram úr hófi bjartsýn að við kýldum bara á þetta. Við feng- um jörðina leigða og það hjálpaði auðvitað að þurfa bara að kaupa reksturinn. Þetta gekk bara vel, við helltum okkur ekki út í stórar skuldir og gerðum það sem gera þurfti hægt og bítandi, mikið sjálf. Þannig að það gekk bara vel en þetta var auðvitað alveg botnlaus vinna. Við gerðum þetta skynsam- lega og vorum ekkert að velta fyrir okkur erfiðleikum. Þegar maður fer út í búskap og þá er maður ekk- ert að spá í að það sé mikil vinna, sjálfsagt er það eins og þegar fólk fer í annan fyrirtækjarekstur. Þú ert kannski ekkert að bera þig saman við allt og alla í kringum þig.“ „Ég skynjaði bara doða hjá bændum“ Verði ekkert að gert stendur fjöldi sauðfjárbænda frammi fyrir því að verða launa- laus fyrir störf sín á komandi hausti. Boðuð verðlækkun afurðastöðva í landinu, allt upp í 36 prósenta lækkun frá fyrra ári, þýðir 56 prósenta tekjuskerðingu fyrir bændur og ekki er af neinu að taka öðru en launum bænda sem þegar hafa lagt út fyrir öðrum þáttum. Bændur hafa átt í samræðum við stjórnvöld í allt sumar og reynt að benda á alvarleika málsins en hafa, að því er þeim sjálfum finnst, talað fyrir daufum eyrum. Nú eru haustverk að skella á, bændur eru þegar farnir að senda lömb í slátrun og tími til að grípa til aðgerða er verulega naumur. Veruleg hætta er á að fjöldi sauðfjárbænda bregði búi, mismikið tilneyddir, sem leiða mun af sér tilheyrandi byggðaröskun og hættu á að heilu samfélögin fari á hliðina. Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is „Það er vissulega von á einhverjum tillögum frá ráðherra en ég sé mjög eftir þeim tíma sem verið hefur sóað. Hætta á gríðarlegri byggðaröskun Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að verði ekki brugðist við hruni í afurðaverði til bænda sé hætta á hruni í greininni sem muni hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.