Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Side 34
Borðstofan Hér sjáum við listana í loftinu og rósettuna yfir borðstofuborðinu. Borðið setti Hrefna sjálf saman úr borðfæti sem hún keypti í Pennanum og borðplötu úr IKEA en klappstóllinn grái er gamalt IKEA-góss sem hún keypti á Antikmarkaði á Akranesi fyrir 2.500 krónur. Plastparketið kemur úr BYKO og tegundin heitir Colorado Oak. sparistellið gleður augað Sparistellinu frá Royal Copenhagen og fallegum bollum og glösum er raðað á þessa einföldu eldhúshillu. Vinnuljósið á veggnum var keypt í versluninni Rafkaup. MaMMa MeguM við Baka? Þessa kerru keypti Hrefna í IKEA. Hún er notuð undir bökunarvörur en húsfreyjan segir dætur sínar baka mikið og þá draga þær þessa kerru með sér að eldhúsborðinu þar sem eldhúsgaldurinn er framinn. gerseMar og góss Hér má meðal annars sjá forláta hrútshaus sem húsbóndinn fékk að gjöf en að sögn Hrefnu hafði hann lengi langað í svona skraut. „Hann verkaði þetta hrútshöfuð upp á eigin spýtur. Fékk heilan haus sem hann svo tætti, sauð og hvíttaði. Hann hafði lengi langað í svona haus og ákvað svo að gera þetta bara sjálfur í stað þess að borga um hundrað þúsund fyrir, en það er algengt verð fyrir svona grip. Mávastellið fallega keypti ég á Antikmarkaðnum hér á Akranesi og könnurnar í neðstu hillunni koma af nytjamarkaði í bænum, kostuðu um 200 krónur stykkið. Mjög góð kaup þar.“ Heillast af töff konuM Skápurinn sem tengir borðstofu og stofu skartar mynd af fyrirsæt- unni Kate Moss sem var á hátindi frægðar sinnar í kringum aldamótin. „Mér finnst hún bara töffari,“ segir Hrefna. „Þess vegna keypti ég þessa mynd. Ég heillast af töff konum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.