Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 37
Hvíl í friði 3Helgarblað 1. september 2017 KYNNINGARBLAÐ Inger Steinsson er fyrsta konan sem fékk útfarar-leyfi á Íslandi en það var fyrir 19 árum. Í fyrstu starfaði hún hjá annarri útfarar- stofu við þessa viðkvæmu og vandasömu þjónustu en nokkrum árum síðar stofn- aði hún ásamt eiginmanni sínum Athöfn útfararþjón- ustu. Eiginmaður Inger hefur nú látið af störfum vegna heilsubrests en dóttir hennar, Inger Rós, og elstu barna- börn hjálpa til þegar mikið liggur við. Þetta er því sann- kallað fjölskyldufyrirtæki. Inger hefur alltaf haft það að leiðarljósi að kenna sínum börnum að vera ekki hrædd við dauðann. Frá því að þau voru lítil hafa þau tekið þátt í umræðum um lífslokin og oft- ar en einu sinni setið í líkbíln- um og ekkert fundið að því. „Ég legg mikið upp úr persónulegri og vandaðri þjónustu. Ég held ég hafi verið sú fyrsta sem fór heim til aðstandenda til að skipu- leggja útfarir. Fólki fannst notalegt að geta verið bara heima við og talað um þessi viðkvæmu mál. Ýmist heim- sæki ég fólk eða býð því heim í stofuna til mín í kaffi. Fólk kann afar vel að meta þetta. Heimilið mitt er líka minn vinnustaður og yfirbyggingin lítil og gefur mér kost á að bjóða hagstæð kjör,“ segir Inger. Þó að útfararstofan sé skráð í Hafnarfirði starfar Inger á öllu Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þjónusta hennar er hagstæð fyrir aðstandendur: „Ég kappkosta að hafa allan kostnað uppi á borðinu og hér tíðkast engir bakreikn- ingar. Útförin getur verið jafnfalleg þó að hún kosti minna. Fólk er líka ófeimið við að hringja í útfararstofur og bera saman kostnað. Ég tel mig bjóða hagstæð kjör en er ekki tilbúin að bjóða verð undir öllu velsæmi því ég þarf að lifa líka. En þegar fólk hefur samband legg ég þetta á borðið og það veit hvað hlutirnir kosta hjá mér.“ Sem fyrr segir kappkostar Inger að veita persónulega þjónustu: „Ég veiti persónu- lega þjónustu frá a til ö. Það þýðir að ég er með alla leið, ég sæki hinn látna, geng frá í kistu, hitti aðstandendur og er með í jarðarförinni. Það er enginn annar sem kemur að þessu,“ segir hún. Nánari upplýsingar eru veittar um þjónustuna í símum 551-7080 og 691- 0919 og í gegnum netfangið athofn@athofn.is. Persónuleg þjónusta frá A til Ö AtHöFn ÚtFARARÞjónuStA Borgartúni 23 Reykjavík / Sími 5611300 / www.reykjavikurblom.is Opnunartími: mánudaga–föstudaga 10–18 & laugardaga 11–18 / Heimsendingarþjónusta Við tökum vel á móti þér og útfærum skreytingar eftir þínum persónulegu óskum skírn / ferming / afmæli brúðkaup / útfarir blóm og gjafavara við öll tækifæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.